Síða 1 af 1

Klukkan á desktop breytir sér alltaf

Sent: Mið 05. Apr 2006 23:08
af Taxi
Titillinn segir það,ég er alltaf að setja klukkuna rétta og veit ekki afhverju
hún breytir sér alltaf aftur.hún flýtir sér alltaf um 1 klst.
Stundum líða dagar án breytinga en síðan breytir hún sér fyrirvaralaust.
Ég er á GMT time zone,ekki með sync á internet time og uppfært XP.

Sent: Fim 06. Apr 2006 00:25
af zedro
Búinn að taka hakið úr "Automatically adjust clock for daylight saving changes" í TimeZone flipanum?

Sent: Fim 06. Apr 2006 10:32
af gnarr
Rétt timezone fyrir okkur er "(GMT) Casablanca, Monrovia"

Sent: Fim 06. Apr 2006 11:45
af Blackened
gnarr skrifaði:Rétt timezone fyrir okkur er "(GMT) Casablanca, Monrovia"


Jebb.. og alltaf þegar ég stilli þetta í tölvum hjá öðrum þá kemur eitthvað heimskulegt komment um að ég sé bjáni og við séum með London og þeim í GMT eins og var kennt í grunnskóla í den

...Þetta ætti að kenna þeim!

Sent: Fim 06. Apr 2006 12:39
af Taxi
Zedro skrifaði
"Búinn að taka hakið úr "Automatically adjust clock for daylight saving changes" í TimeZone flipanum?"
Já.var búinn að því.

gnarr hafði þetta rétt,ég var á London GMT sem ég hélt að væri rétt.

Blackened er þar með búinn að sanna hvað það er langt síðan ég
var í grunnskóla,I thank you very much.