Síða 1 af 1

Partition vandamál

Sent: Sun 19. Mar 2006 20:19
af Viktor
Ég er með frekar pirrandi vandamál í sambandi með Windows núna.

Er með 2 harðdiska, 250 og 80 GB.
250 inniheldur tvö partition
Eitt 5 GB partition sem ég installa windows
245 GB fyrir hitt

En allt virðist miðast við þetta 5GB partition, þ.e.a.s. t.d. desktoppið og annað seivast á þessu pínulitla 5GB partiton.

Get ég fært þetta yfir á 245GB partinn og haft bara Windows á hinu?

Sent: Sun 19. Mar 2006 20:26
af Arnarr
þú átt að geta gert það með forritinu TweakNow PowerPack 2006

Sent: Sun 19. Mar 2006 23:18
af Pandemic
gnarr kom einu sinni með einfalt registry fix við þessu. Nú er bara að leita.

Sent: Sun 19. Mar 2006 23:41
af Viktor
Pandemic skrifaði:gnarr kom einu sinni með einfalt registry fix við þessu. Nú er bara að leita.


Hef ekki hugmynd að hverju ég á að leita

Sent: Mán 20. Mar 2006 10:29
af gnarr
http://notendur.mi.is/gnarr/misc/program%20files%20fix.reg

Þetta breytir slóðinni fyrir program files yfir á D: partition. Þið getið editað fælinn til að setja þetta á eitthvað annað drif.

Documents and settings er hinsvegar flóknara. Einfaldasta leiðin er að setja upp windows með unattended fæl sem að setur d&s á annað partition.

en já..

Byrjaðu á því að kópera "documents and settings" af partitioninu sem það er á yfir á það sem þú vilt hafa það. Þú þarft líklega að færa diskinn í aðra tölvu á meðan, þar sem að þú hefur ekki aðgang að flestum skránum meðan þú ert í windows. Það eru til leiðir framhjá því, en þær eru mjög leiðinlegar.

Náðu svo í forrit sem að heitir "Registri Replacer". Notaðu svo "search and replace" til að breyta strengum í registry. Passaðu að hafa hakað í "Include Value Contents in Search", "Include Value Names in Search" og Include Key Names in Search".

Settu svo "C:\Ducu" í find og "D:\Docu" í Replace with.

Þú getur reyndar ekki replace-að alveg allt svona. það verða enþá nokkur entry í glugganum þegar þú ert búinn að gera þetta, og þú verður að breyta þeim sjálfur.