Síða 1 af 1

FC4 Spurn

Sent: Þri 14. Feb 2006 15:07
af DoRi-
:arrow: ég var að búa til tvö partition á disk hjá mér, eitt Fat32 og eitt EXT3, er ekki rétt hjá mér að FAT32 drif eiga að birtast í Linux OS um?

:arrow: hvar get ég uppfært kernelinn fyrir FC4, alltaf þegar ég ætla að setja inn nvidia driverinn þá kemur að kernellinn sé gamall

öll svör með viti eru þegin

Sent: Þri 14. Feb 2006 15:59
af JReykdal
1.

Þú þarft að mounta viðkomandi drif á góðan stað

2.

yum update í console.

Sent: Þri 14. Feb 2006 19:48
af DoRi-
JReykdal skrifaði:1.

Þú þarft að mounta viðkomandi drif á góðan stað

2.

yum update í console.


1. hvernig? þeas hvaða command

2. hvernig? þeas hvaða command

(ég veit að þetta er mjög núbbalegt, en einhvern veginn verð ég að læra)

Sent: Þri 14. Feb 2006 22:24
af gumol
1.
mkdir /mnt/fathluti/
mount /dev/hda[númer á disksneið] /mnt/fathluti
cd /mnt/fathluti/

2.
Hann sagði það: yum update

Sent: Mið 15. Feb 2006 22:19
af DoRi-
gumol skrifaði:1.
mkdir /mnt/fathluti/
mount /dev/hda[númer á disksneið] /mnt/fathluti
cd /mnt/fathluti/

2.
Hann sagði það: yum update

já ókei, takk kærlega

Sent: Fös 17. Feb 2006 14:28
af DoRi-
eitt enn, ég náði í driver fyrir nvidia skjákort á nvidia.com, sem root þá setti ég hann á "/", "/Home" og "/Home/Dori" en þegar ég slekk á X(init 3) og geri "sh NVIDIA" og ýti á tab, gerist ekket.
Vanalega þegar ég geri þetta í terminal með kveikt á X þá kemur restin af nafninu á filenum.
Þegar filleinn sem er í "/" virkar ekki þá ætla ég að nota "/Home", ekki kemst ég þar inn því að ég fæ villu um það að það sé ekki filell né mappa sem heitir þetta

eins og fyrr, öll svör með viti þegin

Sent: Fös 17. Feb 2006 16:14
af JReykdal
sh filename virkar bara þegar um shellscript er að ræða.

Það sem þú þarft að gera er að fara í möppuna sem skráin er í og skrifa ./NVID.....

Punktur skástrik. :)

Sent: Mið 22. Feb 2006 22:51
af DoRi-
JReykdal skrifaði:sh filename virkar bara þegar um shellscript er að ræða.

Það sem þú þarft að gera er að fara í möppuna sem skráin er í og skrifa ./NVID.....

Punktur skástrik. :)


það stendur á heimasíðu nVidia að maður eigi að skrifa sh NVIDIA.....

Slashdot!!

edit gleymdi einu sem var að koma uppá,

ég var að formatta windows vegna óstöðugleika og massívra vírusa,, en núna þegar ég starta tölvunni kemur GRUB ekki upp, bara beint windows :(

einhver leið til að laga þetta auto eða þarf ég að breyta einhverjum config fileum (ss boot.ini)?

Sent: Fim 23. Feb 2006 09:39
af JReykdal
bootar af fyrsta Fedora CD (eða dvd) og skrifar linux rescue í promptinu sem kemur fyrst.

Þá kemstu í rescue mode.

Þegar þú ert svo kominn í rescue umverfið þá skrifarðu grub-install /dev/hda (eða sda ef þú ert með sata diska).

Það ætti að duga.

Sent: Lau 25. Feb 2006 22:26
af DoRi-
JReykdal skrifaði:bootar af fyrsta Fedora CD (eða dvd) og skrifar linux rescue í promptinu sem kemur fyrst.

Þá kemstu í rescue mode.

Þegar þú ert svo kominn í rescue umverfið þá skrifarðu grub-install /dev/hda (eða sda ef þú ert með sata diska).

Það ætti að duga.

þegar ég fer í rescue umhverfið þá fer ég beint í grafískt mode, ekki text based, og fæ engann séns á að pikka neitt inn :?

(sorrý ef ég er svona rosalega tregur

Sent: Sun 26. Feb 2006 21:43
af JReykdal
þú átt að skrifa það um leið og þú bootar af CD...sko strax. Ekki leyfa installernum að byrja.

Sent: Mán 27. Feb 2006 16:56
af DoRi-
JReykdal skrifaði:þú átt að skrifa það um leið og þú bootar af CD...sko strax. Ekki leyfa installernum að byrja.

þá þegar það stendur "boot:" ? þar sem ég ýti á enter til að byrja grafískt install?

Sent: Mán 27. Feb 2006 18:46
af Rusty
exactly, nema þú ýtir ekki strax á return.