Síða 1 af 1

Unifi uppfærsla

Sent: Sun 13. Júl 2025 14:40
af peturm
Daginn

Ég er með Unifi búnað sem er orðin um 6-8 ára (eftir dóti) svo ég er farinn að hugsa um að uppfæra.
Í dag er ég með:
3x AC-Lite ( Einn á hvorri hæð og einn í skúrnum)
USG Pro 4
Netgear POE switch (16 port)

Ég er með 4 POE myndavélar tengdar við þetta svo það eru í dag 7 POE tæki tengd.
Þetta eru ekki Unifi vélar svo ég hef ekki þörf á Unifi Protect - er með NVR fyrir Myndavélarnar.

Þetta er nú bara venjulegt snjallheimili svo það er engin óeðlileg notkun í gangi en gott netsamband í dag er samt farið að skipta miklu máli svo ég verð að hafa þetta skothelt.

Hvaða Gateway, access punkta og Switch mælið þið með að ég taki?

Ég er búinn að skoða töluvert en væri gaman að fá álit ykkar.

Kveðja
Pétur Marel

Re: Unifi uppfærsla

Sent: Sun 13. Júl 2025 15:17
af Oddy
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... /ucg-fiber
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... o-xg-8-poe
Ég er með svona setup og þetta virkar vel. 3x https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... u7-pro-xgs og svo einn U7 lite. Ég er með 7 PoE tæki en er að bæta einu við.

Re: Unifi uppfærsla

Sent: Sun 13. Júl 2025 17:18
af TheAdder
Ég myndi ráðleggja þér að taka bara UCG-Fiber eins og Oddy benti á hér að ofan.
Ef þú villt uppfæra WiFi, taka switchinn sem hann linkaði, þessa punkta:
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... ts/u7-lite
Og einn svona til þess að tengja á milli routers og switch:
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... tach-cable
Ef að þessi 12 port sem þú hefur í nýju útfærslunni eru ekki nóg, bæta við öðrum kapli og einum svona:
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... lex-2-5g-8