Benz skrifaði:Xovius skrifaði:Sem tech support hef ég slæma reynslu af GPON afþví að ég hef svo miklu minni aðgang til að troubleshotta en á ljósleiðara GR. Hef svosem ekki nóga reynslu til að draga ályktanir um bilanatíðni en ef eitthvað bilar á GPON er mun líklegra að það taki lengri tíma að laga það en á ljósleiðara GR.
Af hverju ætti það að taka lengri tíma að laga bilanir á GPON?
Getur einhver tjáð mér það?
Aðallega því að fjarskiptafyrirtækin hafa ekki næstum því jafn mikinn aðgang að línunni (til að sjá status á henni, endurræsa og ýmislegt slíkt) þegar þau reyna að leysa vandamálið. Þar af leiðandi er líklegra að það nái ekki að leysa vandamálið í einu símtali heldur þurfi að senda það áfram á mílu og fá þá til að kíkja á það sín megin sem tekur töluvert meiri tíma.