https://openvpn.is

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf emmi » Mán 01. Apr 2013 23:12

OpenVPN.is fylgist ekki með því hvað notendur gera á netinu, veit ekki hvaðan þú hefur það. En það er farið að lögum hvað fjarskiptaþjónustu varðar, þú ættir kannski að kynna þér það. Það eru til betri leiðir til að fela slóð sína á netinu en að kaupa Íslenska VPN tengingu ef útí það er farið.




benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf benediktkr » Mán 01. Apr 2013 23:30

natti skrifaði:Því ef svo er, þá getið þið varla lofað því að þig loggið ekki tengingar, þar sem ykkur myndi þá bera lagaleg skylda til að gera slíkt...


Það eru bara fjarskiptafyrirtæki sem eru lagalega skyld til þess. Við munum ekki teljast fjarskiptafyrirtæki og fyrirtækið sem við verslum bandvídd af (GreenQloud) eru ekki heldur fjarskiptafyrirtæki.




Kaemkai
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 01. Apr 2013 23:06
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf Kaemkai » Mán 01. Apr 2013 23:37

Ég er hinn aðstandandi Lokunar (hvað er málið með að ég geti ekki notað gamla vaktin.is aðganginn minn: Kaemka?)

Við spjölluðum m.a. við lögmann og forstjóra aðilans sem selur okkur bandvídd áður en við réðumst í þetta. Það er mjög illa skilgreint hvort við föllum undir lög póst- og fjarskiptastofnunar en lögmaðurinn taldi að við þyrftum litlar áhyggjur að hafa af því og fagaðilar þvertóku fyrir það. Ef svo kemur upp í framtíðinni að lög verði sett eða við verðum einhvernvegin neyddir til að fylgja skilmálum fjarskiptafyrirtækja erum við með plan b: routa allri umferð dulkóðaðri til næsta stopps utan íslands og sleppa henni þar (ásamt valkosti fyrir notendur að sleppa því ef þeir eru bara að hugsa um ping). Þar með myndu lögbundnu loggarnir okkar bara segja "dulkóðuð traffík inn -> dulkóðuð traffík út".

Það verður engin klámsía, lobbyur eða hollywoodlögfræðingar að trufla okkar notendur. Fyrr pökkum við saman og hættum þessu.

Aðrir fítusar sem við ætlum að bjóða upp á er m.a. að geta hakað við að fá ameríska IP tölu til að horfa á netflix og félaga án þess að þurfa að gera meira en að klikka á einn takka.


emmi skrifaði:Vandamálið er að FarICE selur Íslenskum netþjónustum bandvíddina á mun hærra verði en til gagnaveranna. Ég ætla ekki að tíunda hér hver verðin eru, en þau eru sirka 10x hærri til Íslenskra aðila en til gagnaveranna.


Bisnessplan FarICE finnst mér óskiljanlegt. Þeir þurfa jú að standa skil á þessum skuldum sem þeir eru að drukna í en þegar þeir setja verðin svona upp verður flæðið bara ekkert og þeir græða minna en ella sem viðheldur vítahringnum. Svo eiga þeir ekkert svar við þjónustum eins og okkar.

emmi skrifaði:Hvað gerið þið ef lögreglan bankar uppá ef einhver notandi hefur gerst brotlegur við landslög?


Hýsingaraðilinn okkar er með einfalda stefnu: Dómsúrskurð eða þið farið burt. Með dómsúrskurði myndu þeir hinsvegar ekki finna neitt því við erum ekki með logga.


Ég vil ekki ræna þessum þráði frá openvpn.is, við búum til okkar eigin þráð fljótlega. Afsakaðu emmi.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf natti » Mán 01. Apr 2013 23:40

benediktkr skrifaði:
natti skrifaði:Því ef svo er, þá getið þið varla lofað því að þig loggið ekki tengingar, þar sem ykkur myndi þá bera lagaleg skylda til að gera slíkt...


Það eru bara fjarskiptafyrirtæki sem eru lagalega skyld til þess. Við munum ekki teljast fjarskiptafyrirtæki og fyrirtækið sem við verslum bandvídd af (GreenQloud) eru ekki heldur fjarskiptafyrirtæki.


Hvar liggja þá mörkin hvenær þú ert orðinn að fjarskiptafyrirtæki?
Fjarskiptafyrirtæki er fyrirtæki sem rekur fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanet.
Þið komið til með að selja fjarskiptaþjónustu í gegnum fjarskiptanet GreenQloud.

Er þetta e-ð "grátt svæði" pæling?
EDIT: Sá að Kaemkai svaraði þessu að hlutatil...

Hey, og bónusspurning: komið þið til með að styðja og/eða nota IPv6 ? :p


Mkay.

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf MatroX » Mán 01. Apr 2013 23:55

finnst þetta samt stolin hugmynd hjá ykkur Kaemkai :)


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf GuðjónR » Þri 02. Apr 2013 00:16

Kaemkai skrifaði:(hvað er málið með að ég geti ekki notað gamla vaktin.is aðganginn minn: Kaemka?)

Ég veit ekki hvað vandamálið er en Kaemka er til ennþá, kannski búinn að gleyma lykilorði?

Minni líka á reglurnar:
viewtopic.php?f=33&t=6900

8. gr.

Þú mátt aðeins hafa eitt notandanafn að þessu spjallborði.
Athugið að ekkert mál er fyrir okkur að sjá hverjir eru með tvo eða fleiri notendur.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf emmi » Þri 02. Apr 2013 00:31

Það sem mér var sagt er að FarICE vill að Íslendingar borgi niður sæstrenginn, ekki útlendingarnir, það eru þeirra rök fyrir þessum verðmun. :)

En þetta breytist að öllum líkindum þegar Emerald dregur sæstrenginn sinn á land í Grindavík á næsta ári. Bæði Síminn og Vodafone hafa gert eða eru að gera samning við þetta fyrirtæki um afnot af strengnum. Ég hef fulla trú á að bandvíddarmál eigi eftir að stórbatna og þjónustur sem þessar verða þá óþarfar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf GuðjónR » Þri 02. Apr 2013 01:18

emmi skrifaði:Það sem mér var sagt er að FarICE vill að Íslendingar borgi niður sæstrenginn, ekki útlendingarnir, það eru þeirra rök fyrir þessum verðmun. :)

Ojj barasta, sömu rökin og þeir nota varðandi rafmangssölu til stóriðju, ætla rétt að vona okkar vegna að það verði aldrei lagður rafmagnsstrengur frá landinu því þá þyrftum við að niðurgreiða hann líka.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: https://openvpn.is

Pósturaf Stuffz » Mið 08. Maí 2013 23:30

benediktkr skrifaði:..Við erum óháðir á þessum markaði, en störfum báðir sem forritarar en við erum ekki tengdir netþjónustuaðilum á Íslandi eða batteríum eins og Senu. Við leggjum mjög mikla áherslu á að virða friðhelgi notenda og þeirra privacy.


Ertu nokkuð að gefa í skyn að Sena gæti komist yfir upplýsingar sem þeir geti svo notað í lögfræði hótanir til að þvinga menn til samstarfs :-$


Annars Fáránleg þessi Farice verðlagning, hver ber ábyrgð á þessu 10x misræmi milli notenda og gagnavera?

Er hægt að brjóta múrinn eitthvernveginn?

Mynd
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... u_sjofalt/

GuðjónR skrifaði:
emmi skrifaði:Það sem mér var sagt er að FarICE vill að Íslendingar borgi niður sæstrenginn, ekki útlendingarnir, það eru þeirra rök fyrir þessum verðmun. :)

Ojj barasta, sömu rökin og þeir nota varðandi rafmangssölu til stóriðju, ætla rétt að vona okkar vegna að það verði aldrei lagður rafmagnsstrengur frá landinu því þá þyrftum við að niðurgreiða hann líka.



Segir hér að það sé búið að ganga frá því nú þegar :/

MyndMynd


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack