Mér líst rosalega vel á þennan þráð. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því fyrr en núna að það var komið 2,5ár síðan AntiTrust stofnaði þennan þráð - þegar ég vakti hann upp aftur
Ég hef sjálfur aðeins verið að fikta í þessu "home automation" en ekki dottið alveg niðrá fullkomnu lausnina - þeas. ef hún sé til, sem ég efast nú um.
Eins og er er ég kominn með eftirfarandi:
Einhverjar ljósastýringar, ég er kominn með rofa og dimmer á nokkur ljós. Þetta er stýrt með z-wave modules http://www.z-wave.com/
Grunn öryggiskerfi, hreyfiskynjara (z-wave), hurðaskynjara (z-wave) og 2x IP myndavélar (Foscam).
Sendi Infrared signal í öll tæki í stofunni með iTach http://www.globalcache.com/products/itach/
Hita-, raka-, BBQ, og heita potts mæla frá Oregon Scientific, pikka 433mHz upp með RFXCOM transceiver http://www.rfxcom.com/
Síðan er ég með Linux server sem hýsir allt media efni og backup sem er síðan streymt á 3 mismunandi stöðum í húsinu með XBMC. Á þessum server er ég einnig með automatic download.
Þessum herlegheitum get ég síðan stjórnað með 2x iPhone og 2x iPad. Ég hef notast við HSPRO frá Homeseer http://store.homeseer.com/store/HomeSeer-HSPRO-Home-Automation-Software-Upg-from-v1x-P757C5.aspx sem virðist vera flott software með fullt af 3rd party addons - en dálítið dýrt að mínu mati. En ég get fully customizað server side útlitið og function með HSTouch.
Ég held að Instabus sé besta kerfið í dag en það er rosalega dýrt að fara út í það + að þú ert ekkert að fara leggja það í eldra hús.
roadwarrior skrifaði:Þeir sem eru að velta fyrir sér einhverju í þessa átt bendi ég á þetta:
http://www.coco-technology.com/en/home/
Johan Ronning Klettagörðum 25 er að selja þessa línu og þar á meðal stjórnstöðina sem hægt er að nota með Apple og Android
Og þetta er ekki dýrt miðað við ýmsa aðra möguleika
Tek það fram að ég vinn hjá JR.
"roadwarrior" ég þarf að kíkja betur á þetta. Ég sé að ég get notað RFXCOM transceiver-inn minn til að hafa samskipti við coco. Sá ekkert um þetta á heimasíðunni ykkar - mátt endilega senda mér meira info.
Það sem mig langar til að gera frekar er að koma ljósastýringum á allt húsið - þar sem ég er að fara flytja eftir 6 vikur þá geri ég ekkert á næstunni, fyrr en ég er kominn á nýja staðinn.
Öryggiskerfið þarf ég að setja upp á nýtt. Vill geta fengið meldingu ef að gluggi er opinn þegar ég "arma" kerfið, slökkt öll ljós á leiðinni út og þess háttar ásamt fleiru.
Hljóðkerfi í allt húsið er eitthvað sem mig vantar - einhverjar hugmyndir???
Hugsa að ég fái mér living connect by danfoss til að stjórna hitastigi í húsinu, (er z-wave compatable) stk. kostar ca 50pund.
Var heitur þegar AntiTrust var að tala um RFID - á eftir að kíkja betur á það.
Endilega fá þessa umræðu í gang og deila upplýsingum hérna um hvað menn eru að gera og vilja gera...
later......