netkaffi skrifaði:Ég er búinn að vera nota Vivaldi í allavega ár held ég. Alveg eitt það besta sem hefur gerst fyrir vafraheiminn fyrr eða síðar. Af hverju var enginn annar kominn með þessar breytingar, eins og að geta fært address bar og tab bar til hliðar eða niður t.d., alveg ótrúlegt.
Allir þessir customisable möguleikar, aldrei taka þá til baka! Þetta er eins og þetta á að vera í vöfrum. Vafri er fagurfræðilegt tól líka og vinnutól og skemmtitól og það skiptir máli að geta stillt allt eins og maður vill svipað og maður hannar íbúð eins og maður vill þegar maður flytur inn í hana allavega með því að raða húsgögnum. Þetta er málið og þið eruð snillingar.
Þið komuð með svo marga nýja fídusa að það var svo gott að maður trúði því varla. En hann er stöðugur, kröftugur og flottur! Þið komumst á undan stórbáknunum Google og Microsfot á met tíma, varðandi sumt og svo langt á undan á svo stuttum tíma. Alveg magnað. 10/10 guys.
Takk fyrir falleg orð. Okkar hugsun er einmitt að þú eigir að ráða hvernig þú notar vafrann. Við höfum öll mismunadi skoðanir hvernig hlutirnir eiga að virka og í Vivaldi höfum við byggt vafrann þannig að þú getur sett hlutina þar sem þú villt og haft fulla stjórn á því hvernig þú stjórnar vafranum. Við vitum að þetta er ekki venjan, en erum auðvitað sammála þér að það eigi að vera svona!
Jón.