Hjaltiatla skrifaði:ABss skrifaði:
Ég held einmitt að þetta sé bara allt í lagi fyrir venjulega notkun, t.d. forritin sem þú nefndir og sambærilegt. Einmitt minna vesen en að þurfa að bæta við í apt sources eða svipað til að fá forrit eða nýrri útgáfu en Ubuntu styður. Ég las að þetta hentar illa á vefþjóni því þetta stoppar / endurræsir forrit sjálfkrafa til að uppfæra, eitthvað sem hentar illa þar.
Það getur líka verið ókostur að ekki er hægt að færa ~/snap möppuna með góðu móti.
Vinsælustu Snap packages í snap store eru þeir sem eru hugsaðir fyrir servera (þannig að það eru greinilega ekki allir sammála þér eða þeim sem skrifaði það sem þú last).
Þessi aðili hjá Ubuntu benti okkur á þetta í ákveðinni Telegram grúppu.
https://wiki.ubuntu.com/AlanPope
Kom mér pínu á óvart.
Téð umræða: https://news.ycombinator.com/item?id=22972661