Longhorn verður bæði 32 og 64 bita enda verður það að halda compatibilityi við eldri hugbúnað.
Það að þeir eru að færa sig yfir á .NET er mikið rétt, enda þurfa þeir þá ekki að standa í neinu 32bit/64bita compiling veseni. .NET frameworkið sér alveg um að JITa þetta á hvorn háttinn sem er (64bita .NET Framework á 64bita Windowsi).
Prescottinn með 2mb cache er ekki hreinn 64bita örgjörvi. Hann er meira svona hax sem Intel drösluðu saman til að koma einhverju út til að keppa almennilega við Athlon 64. Intel eru að gefa Pentium 4 arkitektúrinn upp á bátinn þar sem hann einfaldlega dugir ekki lengur (sjáiði bara hvað pipelinið á Prescott er orðið langt). Ýmislegt bendir til að Intel ætli að einbeita sér að því að endurbæta frekar Pentium M (sem eru byggðir á Pentium 3 kjarnanum) og fara að vinna í því að gera tölvur aftur hljóðlátari eins og þær voru "í denn". Desktop útgáfum af Pentium M móðurborðum tekst nú þegar að keyra Pentium M á 1.8Ghz án þess að nota viftu (einungis heatsink) :O
Eníveis, Windows XP x64 er aðallega smá stökkpallur til að driveraframleiðendur hafi tíma til að koma 64bit driverum í gagnið hjá sér áður en Longhorn kemur, enda má það ekki vera mikið seinna á feriðinni.