Linux hefur haft eitthvað um 2% markaðshlutdeild á desktop í áratug eða svo. Þetta er ekkert að breytast, jafnvel þó margir telji að Windows sé að tapa markaðshlutdeild. Linux fólk skilur ekki afhverju markaðshlutdeild þeirra eykst ekki, þar sem jú Linux er ókeypis! Öll þessi nýju Linux distro eru bara fyrir þennan 2% markhóp. Eini aðilinn sem reynir að stækka kökuna eitthvað er Canonical með Ubuntu, en það þarf miklu meira til.
Fólk vill frekar borga fyrir hluti sem eru í lagi en að fá upp í hendurnar stýrikerfi sem þeir geta ekkert gert með.
Ég vildi t.d. setja inn aðra mouse cursora en voru default í Ubuntu. Ubuntu er með einhverja eldgamla X cursora, sem minna mig á 1990. Það er engin leið til að breyta þessum mouse cursors í default Ubuntu.
Á ubuntu:
Fyrst þurfti ég að setja upp eitthvað Unity Tweak Tool.
Sótti einhverja zip skrá frá gnome-look.org eða álíka, mjög vinsælir cursorar á þeirri vefsíðu.
Vissi ekkert hvert ég átti að extracta þessu, en eftir google leit þá virtist það vera í /usr/share/icons.
En það virkaði ekki að kópera folderið þangað yfir, fengin engin villuskilaboð eða neitt, ekkert gerðist. Ég vissi reyndar hvað var málið, ég hafði ekki réttindi til að skrifa í /usr/share/icons.
Þannig að ég þurfti að fara í terminal og kópera með sudo icon folderið á réttan stað.
Ég hefði átt að fá viðvörun um að ég hefði ekki réttindi. Reyndar er það þannig að ég fæ aldrei viðvarnir á skrár sem ég hef ekki réttindi á. Virkilega fatlað kerfi.
Svo valdi ég cursorinn úr þessu Unity Tweak Tool, en það virkaði ekki alveg, því cursorinn breyttist bara í gluggum, t.d. inni í Firefox, en annarsstaðar var hann ennþá sá gamli.
Svo skv. leiðbeiningum á einhverri síðu þurfti ég að keyra eitthvað "compiz --replace" og vona það besta. Ég gerði það og það virkaði, að mestu leyti. Suma cursora vantaði! Þannig að cursor themið sem ég sótti var incomplete og kerfið notaði gamla X cursora by default. Prófaði reyndar að logga mig út og aftur inn áður. Var reyndar búinn að prófa að keyra eitthvað "sudo update-alternatives --config x-cursor-theme" til að sjá hvort það virkaði betur, en það gerði það ekki.
Ég gafst upp á þessu cursor themi og sótti annað, og fór í gegnum allt ferlið aftur.
Á windows:
Hægri click á desktop, velja personalize.
Velja "Change mouse cursor pointer".
Velja nýjan cursor, smella á OK.
Búið.
Þannig að ég tek því ekki illa að vera kallaður windows gæji, þ.e. ef windows gæjar vilja hafa hlutina einfalda og í lagi.
Ég setti Ubuntu upp á gömlu ferðatölvuna hennar mömmu minnar. Ég valdi sérstaklega að það ætti ekki að vera neitt login, hún ætti sjálfkrafa að vera í sama account alltaf. Svo læt ég mömmu mína fá tölvuna, og eftir 2 daga hringir hún og spyr mig hvað hún á að gera, það kemur upp nefnilega login skjárinn!!! Þá er það þannig að ef þú lokar skjánum þá læsist tölvan, og það þarf að unlocka með passwordi. Hinsvegar ef ég boota henni upp þá þarf ekki að logga inn.
Nú þarf tæknifatlaða mamma mín að muna eitthvað password, sem er sem betur fer hennar eigið nafn, til þess að nota Ubuntu. Eitthvað sem hún þurfti ekki að pæla í á Windows.
Svo eru menn að tala um hvað pakkastjórnunin er frábær í Linux, hvað er auðvelt að installera hugbúnaði. Já, vissulega, flott að installera, en hefuru reynt að uninstallera einhverju? Ég er búinn að menga Ubuntu installið mitt með allskonar "apt-get install" skipunum sem ég fundið hér og þar á vefnum, búinn að setja upp Gnome skel og hvaðeina, líklega hundruðir pakka sem er búið að setja upp aukalega ofan á default Ubuntu installið. EN ég vil byrja að eyða einhverju af þessu út, þar sem ég mun ekkert nota það. En hef ekki græna glóru hvernig ég geri það. Ubuntu Software Center er ágætt eins langt og það nær, en fyrir annan hugbúnað er varla hægt að nota það. Líklega þarf ég að byrja "fresh".
Windows má þó eiga það að öll forrit eru með uninstaller, og þú getur uninstallað öllu sem þú installerar.
Ég gæti nefnt yfir hundrað svona smáatriði, sem öll safnast upp og gera notendaupplifunina bara leiðinlega!
Look og feel er bara einn faktor sem má gera betur, ef menn bara nenna því.
Allt hitt er usability issue.
EN það er líka margt sem er betra í Linux heldur en Windows.
ÉG er ekkert anti-Linux, ég er pro-Linux, en ég er ekki hræddur við að gagnrýna það sem er í ólagi. Stundum finnst mér einsog Linux menn séu með hausinn upp í rassinum á sér þegar kemur að umræðu um svona mál.
Hérna er ókeypis stýrikerfi, en það þarf bara að drullast til að gera almennilegt default viðmót ofan á þetta. Gnome 3 hefur réttu hugmyndina, en er incomplete.
Jæja, búinn að skapa mér nægilega marga óvini hérna núna
Læt þetta duga.