75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: 75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum

Pósturaf starionturbo » Fös 21. Des 2012 08:31

það sem flestir hér virðast ekki skilja er að þessir ógeðslegu Java IDE eru svo hægir að þeir actually hægja á þinni vinnu.

sublime text 2, ef þú ert að fara í php,js,html,c,etc.

það vita allir hvað java er mikið rusl... en ef þú kannt ekkert annað en rusl java, be my guest.


Foobar

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum

Pósturaf dori » Fös 21. Des 2012 09:08

Það besta við að nota IDEið í vinnunni fram yfir vim er að hafa debuggerinn keyrandi hliðiná kóðanum. Það verður að viðurkennast að það er alveg þægilegt. Svo er IntelliJ náttúrulega rosalega gott í því að það skannar allan kóðann þinn og getur þess vegna gert fáránlega gott code completion. Ég hef reyndar aldrei fundið code completion sem ég fílaði almennilega með vim (var alltaf bara með python repl til hliðar til að lesa documentation og rifja upp hvað hlutir hétu þegar maður var ekki viss).

Passa sig samt þegar þú ert að kalla java rusl og notar php. Þetta glerhús er brothætt.




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: 75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum

Pósturaf starionturbo » Fös 21. Des 2012 09:39

Ég er alveg til í að taka smá umræðu um php, og hvernig það hefur þróast úr því að hafa verið rusl. Java er slow og öldin sem við lifum á núna býður ekki uppá það.

Vefþróun með php hefur aldrei verið betri en áður með komu frameworka og þeir sem fylgja PSR-2 og hugsa rökrétt án þess að skíta mixa eitthvað saman og kalla það gott. Það var rusl fyrir ekki svo löngu síðan, en hlutirnir breytast.

on topic; ég fór hinsvegar að tala um php vegna þess að gaui var að fjárfesta í PHP IDE, ekki vegna þess að ég hef ástríðu til tungumálsins.


Foobar

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum

Pósturaf dori » Fös 21. Des 2012 09:49

Java er ekki hægt í keyrslu. Java umhverfið er þungt en þegar þú ert búinn að keyra allt upp þá er það miklu hraðara að cruncha tölur en t.d. ruby, php eða python.

Að þróa í java er heldur ekkert endilega rosalega hægvirkt. Það er auðvitað þýtt mál en þú getur hot swappað klösum (með vissum takmörkunum) og þá þarf bara að endurþýða það sem varst að vinna í til að fá það live.

En það sem svona IDE snúast auðvitað um er að þegar þú ert kominn með visst stórt verkefni þá er það að nota ekki IDE eitthvað sem getur háð þér. Það kemur tími þegar þú getur ekki munað allt lengur. Eða þegar þú munt þurfa að ráða einhvern til að vinna með þér sem mun augljóslega ekki muna hvað allt heitir og hvar það er.




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: 75% afsláttur af JetBrains IDEs og tólum

Pósturaf starionturbo » Fös 21. Des 2012 10:02

Ég myndi segja Java svona frekar hægt í keyrslu, mjög hægt og þungt í startup og að vinna með það tekur fáránlega langan tíma miðað við t.d. Javascript eða PHP þróun. (þetta er mitt mat byggt á 2 java verkefnum á þessu ári, annarsvegar Android verkefni og hinsvegar GWT verkefni).

Dynamic loading og hotswapping eða ekki... alltaf eitthvað vesen og maður endar á því að compila.

IDE; Ég vinn í virkilega stóru projecti, í PHP m/ framework & autodoc. Flestir nota sublime og vim.


Foobar