hallihg skrifaði:Við eru með vodafone ljósleiðara á heimilinu, fjórir mjög virkir tölvunotendur að jafnaði.Zyxelinn var að skila ömurlegum afköstum og sí crashandi, svo við fengum nýjan Bewan um áramótin. Hann skilar töluvert betri niðurstöðum skv. speedtest.net, en hann eins og fyrri routerinn okkar virðist nú eftir nokkra mánuði í notkun ekki vera að höndla það þegar álagið er hvað mest ótrúlegt en satt, þarf að restarta honum ca. einu sinni á dag.
Manstu hvaða ZyXEL var að skila ömurlegum afköstum og crasha?
Meðal uppitíminn á ZyXEL NBG420N hérna er ~6-8 mánuðir án þess að þurfa að restarta og hann er alltaf í 6.1MB/s á mest deildu torrentunum.
braudrist skrifaði:Fyrst þegar ég fékk mér ljós hjá vodafone þá var ég með þennan drasl BeWan router. Ég fékk svona 4.5 - 6.0 MB/s frá torrents en þegar ég var tengdur við marga í einu þá var hann alltaf að crasha. Einnig var netið frekar unstable og datt oft út. Fékk leið á þessu og keypti mér ZyXEL NBG-460N og eftir það var ekkert vesen. Held að ég náði einhvern tímann 10 MB/s innanlands frá torrents og meðalhraðinn var svona 7-8 MB/s. Gæti ekki verið ánægðari með netið hjá mér, dettur aldrei út núna man ekki hve langt síðan ég restartaði routernum. Ég mundi alla veganna prófa nýjan router ef ég væri þú
Þessi lína af routerum er algjör snilld, bull að vera að borga 7000 fyrir 50Mb internet og fá svo 60% af því og haug af veseni í staðinn m. þessa Bewan/SpeedTouch routera.