Það er því miður ekki allt að virka fyrir alla. Prófaðu þennan vafra, hann kom skemmtilega á óvart:
https://browser.kagi.com/Einnig er ARC eitthvað sem virðist fara hátt þessa dagana
https://thebrowser.company/ En ég vil taka ofan fyrir Jóni og teymi. Það eru ekki margir aðilar á þessu "leveli" sem eru að smíða vörur og tala beint við fólkið á götunni og hlusta á það sem það hefur að segja. Ég held að þarna fari svo "solid" aðili. Gaman að sjá að búið er að ná samningum um að dreifa í Polestar sem dæmi.
Einnig sá ég ekki betur en hann færi fyrir 75% hlutafjár í Hringdu og það sé stígandi í vexti á milli ára.
Ég var að vinna fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hefði vantað góð ráð frá aðila eins og Jóni en það hlaut ekki hljómgrunn. En það er þeirra tap.
Ég myndi mæla með því að renna í gegnum þessar upptökur, Spotify þátturinn var frábær og upplýsandi fyrir mig:
https://open.spotify.com/episode/3Ui9oh ... 248a634dbchttps://soundcloud.com/user-69859747/14 ... etvafrannap.s. Ég þekki Jón eigi og hef aldrei komið nálægt neinum rekstri sem hann er/hefur verið tengdur.
Vonandi finnur þú Guðjón vafra sem er þinn tebolli.
Ég nota vafra einhvern vegin svona:
- Chrome fyrir það sem er vinnutengt, fyrirtækið styður bara þennan vafra. Við notum Google lausnir, erum 1000 manna fyrirtæki c.a.,
- Chromium fyrir meirihluta af prívat hlutum. Nota prívat Google aðgang þarna.
- Safari fyrir öðruvísi hluti. (meira samt heima á prívat vél)
- Firefox í prófanir o.fl., geggjað að hafa multiple profiles hérna. Þegar ég þarf að nota netbankann minn sem dæmi og vil engin "plugin" virk.
- Orion er að koma seigur inn sem prívat vafri #2 á vinnuvélinni. Sandkassi í prófanir á hlutum og plugins.
- Chrome Canary / Dev build í notkun fyrir aðra hluti sem ég nota á móti nýjum hlutum sem ég er að koma frá mér í vinnunni
- ARC, er nýbyrjaður að skoða þennan eitthvað af viti. Það verður spennandi að sjá hvernig þessu vindur fram. Þetta er ekki að heilla mig í fyrstu atrennu m.v. það sem ég hef lesið.
Ég væri rosalega til í að vita hvað fólk er að vinna með af viðbótum "extensions". Afsakið þráðaránið, athugið ekki allt á sama vafranum.
- Bitwarden
- Lastpass
- Dark Reader
- I don't care about cookies
- ublock origin
GuðjónR skrifaði:Gerði þriðju tilraun með þennan browser í dag.
Verð bara að vera hreinskilinn... not my cup of tea.