Ljósnet Símans
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
siminn skrifaði:@B.Ingimarsson og @biturk
Þessi fyrsti fasi Ljósnetsvæðingarinnar tekur bara fyrir höfuðborgarsvæðið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn um hvert framhaldið verður. Því miður, vil frekar segja sannleikann frekar en að koma með eitthvað loðið pólitískt svar.
Kæmi mér samt ekkert á óvart að stærri þéttbýliskjarnar eins og Akureyri myndu svo detta inn en það hefur hreinlega bara ekki verið rætt ennþá og engar ákvarðanir liggja fyrir í þeim efnum.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
það fynnst mér persónulega alveg ótrúlega lélegt, maður hefur það stundum á tilfinningunni að byggðarfélög utan höfuðborgarsvæðis séu ekki til
en það þýðir ekkert að skammast í þér, þú ert jú væntanlega bara starfsmaður, en ég þakka þér kærlega fyrir að taka tíma í að svara okkur hjérna
ein spurning samt.
ertu að þessu í starfi hjá símanum eða ertu bara að vinna þar? veit síminn af þessu hjá þér?
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Fiktari
- Póstar: 76
- Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
@biturk
Fyrsti fasi Ljósnetsvæðingarinnar tekur bara fyrir Breiðbandssvæði. Það er gert vegna þess að gamla Breiðbandið notar ljósleiðara sem við getum svo endurnýtt þegar við leggjum svo Breiðbandinu og setjum upp Ljósnetið.
Á Akureyri er lítið ef eitthvað Breiðband. Það þýðir því að þegar Akureyri yrði tekið fyrir þyrfti að fræsa upp allar götur og grafa fyrir brunnum og götuskápum. Það hefur hreinlega ekki verið ákveðið hvert framhaldið er og í hvaða röð eitthvað verður gert. Myndi skilja betur að þú kallir það lélegt þegar að Síminn myndi ákveða að sleppa Akureyri alveg en enn sem komið er liggur bara ekkert fyrir í þeim efnum. Við erum ekki búnir að standa lengi í þessari Ljósnetsvæðingu og við þurfum fyrst að fá að klára það sem við erum byrjaðir á áður en við getum skipulagt framhaldið. Þetta er nógu flókið fyrir
Ég svara hér inni fyrir hönd Símans sem starfsmaður Símans. Síminn svarar fyrirspurnum á Facebook og Twitter (@siminn) ásamt því að fylgjast með völdum spjallborðum eins og þessu þar sem mögulega má leysa málin hratt, svara spurningum og leiðrétta misskilning ef hann kemur upp. Síminn lítur á netið og samfélagsmiðla til jafns við símtal í þjónustuverið eða töluvpóst til okkar. Bara enn ein leiðin til að veita viðskiptavinum okkar þjónustu og svara fyrirspurnum sem geta komið upp.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Fyrsti fasi Ljósnetsvæðingarinnar tekur bara fyrir Breiðbandssvæði. Það er gert vegna þess að gamla Breiðbandið notar ljósleiðara sem við getum svo endurnýtt þegar við leggjum svo Breiðbandinu og setjum upp Ljósnetið.
Á Akureyri er lítið ef eitthvað Breiðband. Það þýðir því að þegar Akureyri yrði tekið fyrir þyrfti að fræsa upp allar götur og grafa fyrir brunnum og götuskápum. Það hefur hreinlega ekki verið ákveðið hvert framhaldið er og í hvaða röð eitthvað verður gert. Myndi skilja betur að þú kallir það lélegt þegar að Síminn myndi ákveða að sleppa Akureyri alveg en enn sem komið er liggur bara ekkert fyrir í þeim efnum. Við erum ekki búnir að standa lengi í þessari Ljósnetsvæðingu og við þurfum fyrst að fá að klára það sem við erum byrjaðir á áður en við getum skipulagt framhaldið. Þetta er nógu flókið fyrir
Ég svara hér inni fyrir hönd Símans sem starfsmaður Símans. Síminn svarar fyrirspurnum á Facebook og Twitter (@siminn) ásamt því að fylgjast með völdum spjallborðum eins og þessu þar sem mögulega má leysa málin hratt, svara spurningum og leiðrétta misskilning ef hann kemur upp. Síminn lítur á netið og samfélagsmiðla til jafns við símtal í þjónustuverið eða töluvpóst til okkar. Bara enn ein leiðin til að veita viðskiptavinum okkar þjónustu og svara fyrirspurnum sem geta komið upp.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Re: Ljósnet Símans
@Guðmundur hjá Símanum
Veistu hvenær Gamli Vesturbærinn (101 Reykjavík) er á dagskrá? Átti að vera 1. apríl skv þessari frétt http://www.siminn.is/um-simann/frettase ... tem134094/ en er þó ekki komið inn og þeir hjá þjónustuverinu gátu ekki svarað því.
Veistu hvenær Gamli Vesturbærinn (101 Reykjavík) er á dagskrá? Átti að vera 1. apríl skv þessari frétt http://www.siminn.is/um-simann/frettase ... tem134094/ en er þó ekki komið inn og þeir hjá þjónustuverinu gátu ekki svarað því.
-
- Fiktari
- Póstar: 76
- Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
@alfons
Áttu heimilifang eða götunafn fyrir mig svo ég geti skoðað þetta. Er Breiðband í húsinu í dag ?
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Áttu heimilifang eða götunafn fyrir mig svo ég geti skoðað þetta. Er Breiðband í húsinu í dag ?
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 290
- Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 22:08
- Reputation: 0
- Staðsetning: 600 Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
en hvernig fær maður ljósleiðarann inní húsið (þetta kemur ekki í gegnum símasnúruna lengur ?), þarf maður að vera með sérstakan router eða eitthvað þannig?
-
- Fiktari
- Póstar: 76
- Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
@B.Ingimarsson
Ljósnetið er samnefnari yfir tvær tegundir burðarlags. Annarsvegar VDSL2 og G.PON. G.PON er ljósleiðari inn í hús en VDSL2 er ljósleiðari að götuskáp og kopar inn í hús. EIns og kerfið okkar er uppbyggt er koparinn þó bara í mesta lagi 2% af lagnaleiðinni til notanda, stundum minna en aldrei meira. Misjafnt eftir því hvar þetta er.
Í báðum tilvikum þarf notandi að fá nýjann router já enda virka ADSL routerar ekki á þessar tengingar.
Ljósnetið er samnefnari yfir tvær tegundir burðarlags. Annarsvegar VDSL2 og G.PON. G.PON er ljósleiðari inn í hús en VDSL2 er ljósleiðari að götuskáp og kopar inn í hús. EIns og kerfið okkar er uppbyggt er koparinn þó bara í mesta lagi 2% af lagnaleiðinni til notanda, stundum minna en aldrei meira. Misjafnt eftir því hvar þetta er.
Í báðum tilvikum þarf notandi að fá nýjann router já enda virka ADSL routerar ekki á þessar tengingar.
Re: Ljósnet Símans
siminn skrifaði:@alfons
Áttu heimilifang eða götunafn fyrir mig svo ég geti skoðað þetta. Er Breiðband í húsinu í dag ?
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Blómvallagata. Með breiðbandið veit ég ekki, er með ADSL frá ykkur í dag.
-
- Fiktari
- Póstar: 77
- Skráði sig: Mið 19. Maí 2010 17:58
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
-
- Fiktari
- Póstar: 76
- Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
@alfons
Það er ekkert Breiðband í Blómavallagötu. Þannig að Ljósnetið er ekki að koma á þessu ári að minnsta kosti. Eins og áður hefur komið fram er fyrsti áfangi verkefnisins af mörgum bara að Ljósnetsvæða Breiðbandssvæði. Þannig að það er einhver bið í þetta hjá þér.
@ecoblaster
Hvar ertu á Nesveginum ? Það var bara lítill hluti götunnar með breiðband en ef það var ekki hjá þér má athuga hvort að við getum ekki tengt þig í annan skáp í götunni sem er með Ljósnet. Ef þú vilt ekki setja húsnúmerið þitt í opið spjall er þér velkomið að senda mér skilaboð hér.
Það er ekkert Breiðband í Blómavallagötu. Þannig að Ljósnetið er ekki að koma á þessu ári að minnsta kosti. Eins og áður hefur komið fram er fyrsti áfangi verkefnisins af mörgum bara að Ljósnetsvæða Breiðbandssvæði. Þannig að það er einhver bið í þetta hjá þér.
@ecoblaster
Hvar ertu á Nesveginum ? Það var bara lítill hluti götunnar með breiðband en ef það var ekki hjá þér má athuga hvort að við getum ekki tengt þig í annan skáp í götunni sem er með Ljósnet. Ef þú vilt ekki setja húsnúmerið þitt í opið spjall er þér velkomið að senda mér skilaboð hér.
Re: Ljósnet Símans
Mér finnst samt magnað að Síminn hafi spáð í FTTC strax árið 1996. (http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... =is&q=FTTC)
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
ég er að nota ljósnet símans, (50mb) bara snilld er að ná 6.6mb hraða á Torrent og þetta er aðeins ódýrara en adsl
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ljósnet Símans
Það kemur maður og setur upp hjá mér í dag eða á morgun. Get ekki beðið
En veit einhver hvort sjónvarpið gegnum ljósnet er sent í betri gæðum en er í gegnum ADSL?
En veit einhver hvort sjónvarpið gegnum ljósnet er sent í betri gæðum en er í gegnum ADSL?
Have spacesuit. Will travel.
Re: Ljósnet Símans
tdog skrifaði:Mér finnst samt magnað að Síminn hafi spáð í FTTC strax árið 1996. (http://timarit.is/view_page_init.jsp?is ... =is&q=FTTC)
Þór Jes er núna framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans. Það sem hann talaði um fyrir 15 árum er núna veruleiki!
En svona til að setja þetta í samhengi þá var þetta á þeim tíma þegar internetið var rétt að verða vinsælt, flestir á 14.4kbps/28.8kbps innhringimódemum, fæstir áttu GSM síma, og P&S var helst að vinna við útborð á pósti og svo sjá um heimilissíma. 1996 var líka það ár sem ég fékk alvöru tölvu og internet tengingu En ég man þá að það tók mig svona 2 klukkustundir að downloada movie trailer frá bandaríkjunum.
*-*
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ljósnet Símans
Árið 1996 fór ég á bókasafn til að komast á netið og tók með mér diskettu til að vista skjöl á til að taka með heim.
Nú er ég með síma í vasanum sem slær við 10 ára gömlum tölvum. Kræst hvað þetta þróast hratt.
Nú er ég með síma í vasanum sem slær við 10 ára gömlum tölvum. Kræst hvað þetta þróast hratt.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Ljósnet Símans
Þetta net er alveg fínt svo lengi sem þú spilar ekki neina tölvuleiki á erlendum serverum, pings sem eg fæ t.d. i quake live.. UK = 77-82, NL = 67-72(skársta, samt frekar hræðilegt), DEU = 82-85, FRA = 82-85, SWE = 80-82... síðan er ég að sjá fólk með ljósleiðara hjá vodafone með 45-50 i ping á uk, shit hvað eg er að fara að losa mig við þetta drasl þeir fara nú að klára að setja ljósleiðarann upp her fljótlega.
Re: Ljósnet Símans
yumyum skrifaði:Þetta net er alveg fínt svo lengi sem þú spilar ekki neina tölvuleiki á erlendum serverum, pings sem eg fæ t.d. i quake live.. UK = 77-82, NL = 67-72(skársta, samt frekar hræðilegt), DEU = 82-85, FRA = 82-85, SWE = 80-82... síðan er ég að sjá fólk með ljósleiðara hjá vodafone með 45-50 i ping á uk, shit hvað eg er að fara að losa mig við þetta drasl þeir fara nú að klára að setja ljósleiðarann upp her fljótlega.
Ég gæti ekki verið meira ósammála. Finnst þetta mesta snilld.
Er að spila BF2 á glæsilegu pingi á serverum í DK og UK. Xbox Live gjörsamlega dansar á þessu og torrentið flýgur.
Þú ættir kannski að prófa að skipta um router eða láta Símann skoða þetta eitthvað.
Re: Ljósnet Símans
wicket skrifaði:yumyum skrifaði:Þetta net er alveg fínt svo lengi sem þú spilar ekki neina tölvuleiki á erlendum serverum, pings sem eg fæ t.d. i quake live.. UK = 77-82, NL = 67-72(skársta, samt frekar hræðilegt), DEU = 82-85, FRA = 82-85, SWE = 80-82... síðan er ég að sjá fólk með ljósleiðara hjá vodafone með 45-50 i ping á uk, shit hvað eg er að fara að losa mig við þetta drasl þeir fara nú að klára að setja ljósleiðarann upp her fljótlega.
Ég gæti ekki verið meira ósammála. Finnst þetta mesta snilld.
Er að spila BF2 á glæsilegu pingi á serverum í DK og UK. Xbox Live gjörsamlega dansar á þessu og torrentið flýgur.
Þú ættir kannski að prófa að skipta um router eða láta Símann skoða þetta eitthvað.
Hvað kallar þú glæsilegt ping, já eg geri mer grein fyrir að torrent virkar mjög vel og netið er alveg ásættanlega hratt. En Quake Live er óspilanlegur útaf lelegu pingi, hækkaði um ca. 10-20 ping til flestra nágrannalandana eftir að eg skipti frá vodafone adsl yfir í ljósnetið hjá símanum... En þetta skiptir svosem ekki öllu máli, er búinn að segja þessu upp og fekk litlar sem engar upplýsingar frá simanum af hverju pingið mitt er svona hátt. Ljósið á að fara að koma á næstu 1-2 mánuðum, vonandi skánar eitthvað með því.
Pingið mitt á íslenska Quake Live servera er líka frekar amalegt, 18-28 í ping á nútímatengingu í hjarta reykjavíkur er alls ekki ásættanlegt.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ljósnet Símans
Ég er alveg að elska Ljósnetið. Ég er með sjónvarpið í gengum þetta og fæ alveg 6.5 mb/s í download og svona 3-4 mb/s í upload. Sjónvarpið alveg hikstalaust þó download/upload sé botnað á torrent.
Ping á UK servera í Bad Company 2 er svona 40-60 en oftast um 50ms og hitreg alveg mjög gott.
Ping á UK servera í Bad Company 2 er svona 40-60 en oftast um 50ms og hitreg alveg mjög gott.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
Vodafone/Tal peera á einnhverjum good shit stað í UK, er að pinga 45-55 á adsli á UK cs serverum, fer meirisegja undir 40 á ljósi. Hinnsvegar pingar maður mikið til DK hjá Voda/Tali en pingar flott þar í gegnum Símann..
Ef fólk ætlar að spila á nordic serverum er Síminn málið en ef þú ætlar að spila í UK/NL/FR er Voda/Tal málið.
Ef fólk ætlar að spila á nordic serverum er Síminn málið en ef þú ætlar að spila í UK/NL/FR er Voda/Tal málið.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósnet Símans
ponzer skrifaði:Vodafone/Tal peera á einnhverjum good shit stað í UK, er að pinga 45-55 á adsli á UK cs serverum, fer meirisegja undir 40 á ljósi. Hinnsvegar pingar maður mikið til DK hjá Voda/Tali en pingar flott þar í gegnum Símann..
Ef fólk ætlar að spila á nordic serverum er Síminn málið en ef þú ætlar að spila í UK/NL/FR er Voda/Tal málið.
Uhm, síminn er með beint route í LINX...
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ljósnet Símans
ponzer skrifaði:Vodafone/Tal peera á einnhverjum good shit stað í UK, er að pinga 45-55 á adsli á UK cs serverum, fer meirisegja undir 40 á ljósi. Hinnsvegar pingar maður mikið til DK hjá Voda/Tali en pingar flott þar í gegnum Símann..
Ef fólk ætlar að spila á nordic serverum er Síminn málið en ef þú ætlar að spila í UK/NL/FR er Voda/Tal málið.
Reynslan mín er akkurat öfug. Var með Vodafone ADSL og átti erfitt með að finna UK servera undir 60ms og flestir voru 70-80+ og leiðinda hitreg. Svo fékk ég bráðabirgða ADSL frá Símanum meðan ég beið eftir Ljósneti og það var fokk mikill munur, milljón UK serverar með 40-55ms og geðveikt hitreg. Núna er ég kominn með Ljósnetið og það er nokkuð sama og ADSL'ið frá Símanum.
Sennilega bara spurning um hvar maður er staðsettur á landinu eða hvaða hverfi í Rvk.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Ljósnet Símans
Edit - Kominn með ljósnet!
Síðast breytt af everdark á Mið 07. Sep 2011 17:42, breytt samtals 1 sinni.