Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf gardar » Sun 07. Des 2008 22:27

Hvernig er það með utanlands gagnamagn á metronetinu, hverjar eru reglur vodafone varðandi þær?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Þri 09. Des 2008 00:17

gardar skrifaði:Hvernig er það með utanlands gagnamagn á metronetinu, hverjar eru reglur vodafone varðandi þær?


Skomm, þú ert væntanlega að tala um Internet aðgang á MetroNetinu ( MetroNetið er í raun og veru MPLS netið hjá Vodafone ), en á MetroNetinu ( eins og hjá NETsamböndum Símans ) þá kaupir þú fyrirfram ákveðið gagnamagn sem þú færð á verði X ( yfirleitt hærra en á einstaklingsmarkaði ) og svo greiðir þú fyrir umframgagnamagn. Þeir voru nú með MBið á 2,49 en ég giska að þeir hafi lækkað það um leið og þeir lækkuðuð það á einstaklingsmarkaði, annað væri nú óeðliegt....

En það eru engin þök þar, þú bara greiðir endalaust fyrir bandvíddina sem þú notar :)




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf CraZy » Fös 26. Des 2008 14:19

Jæja þá er búið að cappa mig, hvernig á maður að geta notfært sér holiday-leechfests með 10gb takmarki á viku? c'mon.
Vitiði hvað þetta er lengi að detta út?




VIV
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2008 17:33
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf VIV » Fös 26. Des 2008 15:18

Sælir Vaktarar..

ÉG TALDI MIG LÍKA VERA AÐ KAUPA ÓTAKMARKAÐ NIÐURHAL Á 12Mb ( get ég ekki líka breytt mínum skilmálum við þá ?)
HÉR ER DÆMI UM SAMSKIPTI MÍN VIÐ ÞÁ BLESSAÐA HJÁ SÍMANUM...


-----Original Message-----
From: 8007000@siminn.is [mailto:8007000@siminn.is]
Sent: 13. desember 2008 19:29
To: undisclosed-recipients:
Subject: Óhóflegt erlent niðurhal

Ágæti viðskiptavinur,

Á síðustu sjö dögum fór erlent niðurhal á gagnatengingunni þinni yfir 10
gígabæti Þar sem slík notkun er langt yfir meðalnotkun þá telst hún óhófleg
samkvæmt skilmálum Internetþjónustu Símans og hefur áhrif á þjónustu annarra
viðskiptavina. Af þessum sökum hefur bandvídd þín til útlanda verið
takmörkuð við 1,024 kílóbita á sekúndu. Uppsafnað niðurhal er tekið saman á
klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent
niðurhal er aftur innan hóflegra marka.

mbk,
Síminn


Úr skilmálum Internetþjónustu Símans:

Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar,
verði hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif
á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað við að niður-
eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili eða
40 gígabæti á 28 daga tímabili óháð áskriftar- og þjónustuleið hans. Fari
notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans
tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini
samstundis um slíkar þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist
viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér rétt á því að
takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.
No virus found in this incoming message.
Checked by AVG - http://www.avg.com
Version: 8.0.176 / Virus Database: 270.9.17/1846 - Release Date: 12.12.2008
18:59


ÞÁ SNAPPAÐI ÉG OG SENDI EFTIRFARANDI...


--------------- Original Message ---------------
From: xxxx xxxxxxxxxx [xxxxxx@simnet.is]
Sent: 15/12/2008 07:33
To: 8007000@siminn.is
Subject: RE: Óhóflegt erlent niðurhal

Sælir (félagar)!...
Ég er engan veginn sáttur við þessar hömlur...
Ef þið viljið að ég hætti viðskiptum við símann..... þá skuluð þið halda
áfram á þessari braut.
Ég mun ekki sætta mig við þetta kjaftæði....
Og ef mín tenging(hraði) mun ekki vera lagfærður STRAX þá mun ég hætta
viðskiptum við ykkur.
Þetta er ekki grín...Ég hef verið í viðskiptum við ykkur alltaf JÁ ÉG MEINA
ALLTAF, ALTDREI NOKKURN TÍMA BREYTT UM FÉLAG.....
Ykkar er valið., mér er skítsama hverju þið svarið, nema að þið lagfærið
þetta strax og ég meina STRAX.....

Fyrirfram óskir um áframhaldandi viðskipti.....xxxx.

P.S. ÞAÐ ER KOMIÐ 2008, OG BRÁÐUM 2009 KOMMMON ÞESSAR HÖMLUR HEFÐU
VIRKAÐ Í GAMLA SOVÉT....HALLÓ!!!......






OG EFTIRFARANDI ERU SVÖRIN SEM MAÐUR FÆR, ÞAÐ ER EINS OG ÞETTA LIÐ SÉU VÉLMENNI...
ÉG VEIT ALLT UM ÞESSA HÖMLUR EN ER EKKI SÁTTUR, EN FÆ SAMT ENGAR SKÝRINGAR...
SEM ÞÍÐIR HVAÐ.... (ÞEGIÐU BARA OG VERTU GÓÐUR.)


Sæll xxxxx

Hraðinn er takmarkaður ef viðskiptavinur fer umfram 10gb á viku, en það er lagað strax ef viðskiptavinur hættir niðurhalinu þangað til þetta er búið að jafnast út, sbr. textinn hér fyrir neðan:

" Uppsafnað niðurhal er tekið saman á
klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent
niðurhal er aftur innan hóflegra marka."

Kveðja Sandra P
No virus found in this incoming message.
Checked by AVG - http://www.avg.com
Version: 8.0.176 / Virus Database: 270.9.19/1853 - Release Date: 17.12.2008 08:31



OG SVO KÓRÓNA ÞEIR ÞETTA MEÐ ÞVÍ AÐ LJÚKA MÁLINU....HALLÓ VAR ÉG BÚIN AÐ SEGJA MITT SÍÐASTA Í ÞESSU MÁLI, EHHH NEIHHH...
ÉG VARÐ BARA SVO HISSA AÐ ÉG BARA DATT ÚT...



Sæl(l) xxxxxx xxxxxxxxx

Úrvinnslu máls nr. 007xxxxx sem þú óskaðir eftir að við skoðuðum er lokið.

Ef þú hefur frekari athugasemdir eða fyrirspurnir hikaðu ekki við að hafa samband við okkur í síma 8007000 og vísaðu í ofangreint málsnúmer.

Kveðja
Starfsfólk Símans
No virus found in this incoming message.
Checked by AVG - http://www.avg.com
Version: 8.0.176 / Virus Database: 270.9.19/1853 - Release Date: 17.12.2008 08:31

Kveðjur..VIV.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16570
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Des 2008 15:30

Já...skrítið að selja eitthvað sem "ótakmarkað"...og takmarka það síðan svona.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Gúrú » Mán 29. Des 2008 04:53

VIV skrifaði:Sælir Vaktarar..
Kveðjur..VIV.


Held að þeir skildu betur hversu reiður þú værir, ef að þú caps lockaðir ekki, en notaðir orð til að hljóma reiður (sbr. andskotans, helvítis, rugl er þetta, etc.)

:arrow: Held það sé fátt skemmtilegra hjá starfsmönnunum þarna að fá tuttugu bréf í hástöfum


Modus ponens


Starman
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Starman » Þri 30. Des 2008 00:12

Eru allir búnir að gleyma Costaware http://www.costaware.net/default.aspx?ctl=NICAProduct&pid=d3e2f9bd-5ba5-4a02-a169-131aad766ac9
Þetta virkar reyndar aðeins á 1 vél en ætti að gefa þér nokkra hugmynd hvar þú stendur með erlenda gagnamagnið.
Þessu virðist vera haldið við , allavega hefur domestic datafile verið uppfærð síðast 27.08.2008 , http://www.costaware.net/inetnum/inetnumdownload.aspx



Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf AngryMachine » Sun 11. Jan 2009 15:37

Fékk eftirfarandi bréf frá Vodafone hér um daginn. Tengingin sem að ég keypti frá þeim, auglýst og seld sem 'ótakmarkað niðurhal' en var í raun alltaf takmörkuð við 80GB á mánuði, verður eftir tvær vikur skorinn niður um 50% eða í 40GB á mánuði. Takk fyrir ekki neitt Vodafone.
Viðhengi
voda1.jpg
voda1.jpg (46.76 KiB) Skoðað 2644 sinnum


____________________
Starfsmaður @ hvergi

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf gardar » Mið 14. Jan 2009 11:47

Hvað er annars að frétta af danice... Á/átti hann ekki að koma í janúar 2009?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 14. Jan 2009 12:46

gardar skrifaði:Hvað er annars að frétta af danice... Á/átti hann ekki að koma í janúar 2009?


Kreppa, hann tefst. Jafnvel óljóst hvort að hann verði lýstur, þar sem að stærsti kaupandinn að bandvídd á honum ( Verne Holding ) eru orðnir eithvað shaky á að standa við sinn part af dílnum :( Ég hreinlega græt mig sjálfan til svefns að það hafi verið samið við hægri höndina á ríkinu ( FARICE ) í stað Hibernia Atlantic.

Svo á reyndar að koma líka strengur frá Grænlandi hingað sem liggur svo til Nýfundnalands....



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf gardar » Mið 14. Jan 2009 13:00

Var að fletta í gegnum fréttir og ég hef ekki séð neinar fréttir um að danice hafi verið frestað.... Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar depill?
Annars er það nú spurning hvort verðlagningin á honum verði eitthvað heppilegri en á farice.... Þessir strengir geta jú borið heilmikinn hraða... En það er ekki samasem merki um að þeir muni gera það...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 14. Jan 2009 17:06

gardar skrifaði:Var að fletta í gegnum fréttir og ég hef ekki séð neinar fréttir um að danice hafi verið frestað.... Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar depill?
Annars er það nú spurning hvort verðlagningin á honum verði eitthvað heppilegri en á farice.... Þessir strengir geta jú borið heilmikinn hraða... En það er ekki samasem merki um að þeir muni gera það...


Kom fram í einhverju af sjónvarpsviðtölunum við Iðnaðarráðherra að honum myndi seinka lítillega ( hann á að vera kominn og í virkjun ) og Verne Holding er búin að vera væla eins og mother fuckers að það sé allt í uppnámi hjá þeim vegna gjaldeyrishafta, sem gæti verið eða þá bara að Bjöggi á ekki alveg jafn miklar peninga og hann á.

Eins og mér var sagt þetta verður bandvíddareigendur ( gegn því að DANICE verður nottulega tekin í gagnið sem verður að öllum líkinudm ) gefin jafn mikil bandvídd og þeir eiga á FARICE án endurgjalds. En miðað við að FARICE eigi DANICE er ég ekki með einhverjar high-hopes að við séum að fara komast í einhverjum samkeppnishæf verð eins og við hefðum líklegast fengið með Hiberniu :( :cry: :cry: :cry: :cry: :cry: :cry: :cry: :cry: :cry: ( óendanlega ). Æi kannski er ég bara svartsýnn auli, you never know :)

Og já og ekki halda að FARICE fylgi einhverju framboð og eftirspurnarlíkani. Þar sem að það svo sannarlega þurfti ekki DANICE til þess auka getuna út úr landi, á meira að vera backup strengur. Annars mun ég eiginlega grenja mig ennþá meira til svefns ef að Verne Holdings bailar svo á þessu öllu saman þar sem að ekki nógu með það að við fengum DANICE að þá fengum við dýrari streng en ella vegna þess að það var Verne Holdings ( sem er jú að kaupa frekar mikla bandvídd á strengnum ) sem heimtaði að lega hans yrði eins og hún er í dag ( til DK ).

Æi, þetta kemur allt í ljós, vonandi fá allir eins mikla bandvídd og þeir vilja á sanngjörnu verði, ég meina alveg eins og að FARICE átti að bjarga okkur frá CANTAT mun DANICE örugglega gera það sama, og fjarskiptaáætlun Samgönguráðneytsins fyrir skóla ( 2,5 Gb/s fyrir Menntastofnanir af erlendri bandvídd fyrir 2008 ) örugglega allt standast. Ég hlýt bara að vera svona svartsýnn og ætti bara að horfa á það hvað ríkisstjórnin hefur staðið við allar áætlanir sínar í fjarskiptum og hvernig þeir láta frekar greater good standa heldur en að neyða félög til þess að reyna standa undir hagnaði, sem eiga lítin séns ( FARICE )....



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 28. Jan 2009 16:28

Jæja ég fékk svar frá Neytendastofu með fyrirspurninni minni. Ég sem sagt sendi fyrirspurn til Neytendastofu sem var svo hljóðandi

Ég til Neytendastofu skrifaði:Mig langar að senda ábendingu vegna ógagnsæis í þjónustumerkingu hjá Símanum vegna niðurhals á gögnum. Síminn auglýsir 40 GB niðurhal með tveimur stærstu þjónustuleiðunum sínum, hins vegar er það gagnamagn bundið við 10 GB á viku, sem þýðir að maður þarf að tímasetja gagnamagnið sitt eftir vikum ef ná skal uppí auglýst þak.

Ef maður bíður með það til dæmis til síðustu viku þá getur maður ekki náð þessu þaki og er maður fyrst takmarkaður í 1 Mb/s þegar náð hefur verið 10 GB gagnamagni og svo 0.256 Mb/s þegar 20 GB gagnamagni hefur náð ( sem er ekki skilgreint í skilmálum símans ).

Þess vegna finnst mér að Síminn ætti að vera tilneyddur að annað hvort að leggjast frá því að setja vikuleg takmörk eða vera tilneyddur til þess að auglýsa tengingar sínar með 10 GB gagnamagnsþaki á viku, en ekki 40 GB gagnamagnsþaki á mánuði til þess að neytandinn geti séð hvað hann er að kaupa án þess að þurfa að rýna ítarlega í skilmála Símans.

Ennfremur set ég athugasemdir við það að bæði Síminn, Tal og Vodafone séu með mælieiningakerfi ( þar sem ég kaupi líka tengingar fyrir fyrirtæki sem eru gagnamagnsmældar án þaks ) sem ekki þurfa vottun og eru ekki með reglulegar úttektir né neinar reglugerðir um uppbyggingu þeirra sem gæti hugsanlega skekkt niðurhalsverð til þeirra sem þurfa að greiða fyrir fullt gagnamagnsverð. Þetta þykir mér óeðlilegt.


Síðustu athugasemdina set ég fram vegna þess að flest mælikerfi á Íslandi er tekin út til þess að það sé hægt að fullvissa það um þau séu að mæla rétt og séu ennfremur stöðluð þannig að ekki sé munur frá aðila A og B. Þetta er gert með vissa ára fresti, það er mjög óeðlilegt að þetta skuli ekki vera gert með gagnamagn, sérstaklega fyrirtækjagagnamagn þar sem það er magnmælt alveg uppí topp ( án þaks ).

Í dag fékk svo svar frá Neytendastofu

Neytendastofa skrifaði:Sæll Davíð Fannar.

Meðfylgjandi er niðurstaða Neytendastofu í tilefni athugasemda þinna við breytingu á skilmálum Símans á Internetþjónustu. Þá vil ég geta þess að Símanum hefur verið send athugasemd vegna kynningar þeirra á Internetþjónustu sem birtist á heimasíðu þeirra. Hefur Síminn 10 daga frest til að koma að athugasemdum.


Með kveðju,
Skiptir ekki málison
Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími 5101100
Fax 5101101
http://www.neytendastofa.is


Síminn hefur sem sagt 10 daga frest ( giska 10 virka daga frest frá því deginum í dag til þess að svara fyrir ásakanir um ógagnasæi í auglýsingum og verðlagningu og vona ég að það eigi eftir að rætast eithvað úr því, ég ætla allavega að fylgja því eftir sem best ég get.

Ennfremur fékk ég afrit af niðurstöðu vegna samskiptum Neytendastofu og Símans vegna þess að gagnamagn var minnkað úr 80 GB í 40 GB jafnvel á 6 mánaða áskriftarleiðum, sem var dæmt löglegt af Neytendastofu

Neytendastofa skrifaði:Með bréfi Neytendastofu til Símans, dags. 21. nóvember sl., var með vísan til 5. og 8. gr. laga nr. 57/2005, um eftirleit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, óskað skýringa á skilmálabreytingum Símans á áskriftaleiðum fyrirtækisins sem bera nöfnin Bestur og Langbestur. Breytingin, sem stofnuninni virtist verulega íþyngjandi fyrir áskrifendur, fólst m.a. í því að á stuttum tíma hefði 80 GB gagnamagni í erlendu niðurhali á mánuði, sem innifalið var í þessum áskriftarleiðum, verið minnkað einhliða af hálfu Símans, niður í 40 GB. Verð á þjónustunni breyttist ekki.

Í bréfi lögmanns Símans til Neytendastofu, dags. 5. desember sl., segir að öllum viðskiptavinum sem skráðir voru í framangreindar þjónustuleiðir hafi verið tilkynnt um breytingarnar átta dögum áður en þær tóku gildi. Af því tilefni vill Neytendastofa vekja athygli á 3. mgr. g. liðar 37. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þá sé þeim hluta viðskiptavina Símans sem bundið hafa sig í viðskipti til 6 mánaða frjálst að segja upp samningnum sætti þeir sig ekki við skilmálabreytinguna. Það sé undir Símanum komið líkt og öðrum fyrirtækjum sem bjóði vörur og þjónustu hvaða þjónustu hann bjóði viðskiptavinum sínum. Síminn hafi fulla heimild til þess að breyta þjónustuframboði sínu hvort sem þær leiði til aukningar eða skerðingar á framboðinu fari það ekki með afturvirkum hætti viðskiptavinum í óhag.

Þegar gerður er þjónustusamningur við Símann um áskriftarleiðirnar Bestur og Langbestur er vísað í skilmála Símans um þjónustuna, „Skilmálar internetþjónustu“ en þá má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Í 30. gr. þeirra segir að Síminn áskilji sér rétt til að endurskoða skilmálana án fyrirvara ef þörf krefji. Að mati Neytendastofu verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en áskrifendur þurfi að gangast undir skilmálana til þess að fá þjónustuna og þ.a.l. m.a. að samþykkja rétt Símans til að endurskoða einhliða skilmála Internetþjónustunnar. Verður því ekki séð að einhliða ákvörðun Símans um minnkun á heimiluðu erlendu niðurhali gagnamagns í áskriftarleiðunum Bestur og Langbestur sé brot á ákvæðum laga nr. 57/2005. Mun Neytendastofa því að svo komnu ekki hafa frekari afskipti af máli þessu.

Afrit: Póst- og fjarskiptastofnun




r.helgason
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 28. Jan 2009 15:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf r.helgason » Mið 28. Jan 2009 16:33

Ætli ég fái ekki mail hjá þeim vikulega að ég sé kominn langt framm yfir

Ágæti viðskiptavinur,

Á síðustu sjö dögum fór erlent niðurhal á gagnatengingunni þinni yfir 10
gígabæti Þar sem slík notkun er langt yfir meðalnotkun þá telst hún óhófleg
samkvæmt skilmálum Internetþjónustu Símans og hefur áhrif á þjónustu annarra
viðskiptavina. Af þessum sökum hefur bandvídd þín til útlanda verið
takmörkuð við 1,024 kílóbita á sekúndu. Uppsafnað niðurhal er tekið saman á
klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent
niðurhal er aftur innan hóflegra marka.

mbk,
Síminn


Úr skilmálum Internetþjónustu Símans:

Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar,
verði hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif
á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað við að niður-
eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili eða
40 gígabæti á 28 daga tímabili óháð áskriftar- og þjónustuleið hans. Fari
notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans
tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini
samstundis um slíkar þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist
viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér rétt á því að
takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.

það er spurning hvert best er að fara



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 282
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Climbatiz » Mið 28. Jan 2009 17:50

afhverju ekki bara ad bjóda uppá 1mbit línur med alveg ótakmorkudu nidurhali ef their eru svo hraeddir um ad skerda nethjónustu thessarar "venjulegu hóflegu notenda"

eda bara vera med 132kbit/***kbit línur, svo notandinn geti ekki dlad yfir 10gb á viku ;}

16.5kb/s * 60sec * 60min * 24hrs * 7days = 9.979.200kb


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16570
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Mið 28. Jan 2009 18:15

Þessi Neytendastofa er gjörsamlega handónýtt batterý.
Ég þori að leggja hausinn að veði að þeir túlka þetta símanum "aftur" í hag.
þ.e. að síminn hafi heimild til að taka einhliða ákvarðanir varðandi skilmála sína.

En hver ætli "meðalnotkun" sé í dag? Ef 10BG er langt yfir meðalnotkun.




Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Andriante » Mið 28. Jan 2009 18:31

ég hringdi í farice um daginn og þeir sögðu að danice kæmi í júní



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 28. Jan 2009 19:17

Andriante skrifaði:ég hringdi í farice um daginn og þeir sögðu að danice kæmi í júní


Mbl.is skrifaði:Færeyska símafyrirtækið Føroya Tele fylgist grannt með þróun mála hér á landi, en verði íslenska félagið E-Farice gjaldþrota gæti það haft alvarleg áhrif á samband Færeyja við umheiminn.

Føroya Tele á 20% í E-Farice á móti Íslendingum, en Í frétt Dimmalætting segir að lagning nýs sæstrengs milli Íslands og Danmerkur hafi verið frestað. Ætlunin sé að hefja lagningu að nýju í maí, en það sé háð því að bankar gangi frá nýju samkomulagi við fyrirtækið í febrúar.


http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/ ... gjast_med/

Ef það lifir af :P




Hamrammur
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 04. Feb 2009 18:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Hamrammur » Mið 04. Feb 2009 20:05

Ég er ekki búinn að lesa öll svörin við þessari grein en mér sýnist að ákveðið atriði hafi gleimst i þessari umræðu.

Ég er ofboðslega ósattur við símann í dag hvað varðar þessar takmarkanir á erlendu niðurhali og þessar fáránlegu refsiaðgerðir þeirra.
Þið hafið væntanlega tekið eftir því að síminn telur erlent niðurhal 7 daga aftur í tímann. Mér finnst það nógu slæmt að það
sé verið að stjórna því hvenar ég hala niður þeim 40 GB sem ég greiði fyrir hvern mánuð. En það sem fer virkilega fyrir brjóstið á mér
er að þeir núll stilla ekki teljaran um hver mánaðarmót. Þetta þýðir til dæmis að ef erlent niðurhal er meira en 10 GB síðustu 3 dagana
í janúar að þá er tengihraði lækkaður í 1024 Kb/s firstu 4 dagana í febrúar. Svona lítur þetta út hjá mér í dag:

29.01.2009 2.307,42 MB
30.01.2009 6.839,92 MB
31.01.2009 3.172,79 MB = 12.320,13

01.02.2009 6.095,38 MB
02.02.2009 496,09 MB
03.02.2009 938,25 MB
04.02.2009 250,3 MB = 20.100,15

Eins og þið sjáið að þá eru firstu 4 dagarnir í febrúar ekki yfir 10 GB en samt sem áður er hraðinn á internetinu hjá mér aðeins
256 Kbits/s (32 KBytes/s).*

Þetta finnst mér vera alveg út í hött þar sem ég er að greiða símanum fyrir notkun per mánuð. Ég skil ekki hvernig Síminn getur réttlætt það
að selja manni mánaðar áskrift en telja svo notkun aftur í mánuðinn á undan.

Ég hringdi í Vodafone í gær til að athuga hvort þeir gerðu slíkt hið sama og hvort þeir gætu boðið eitthvað betur en Síminn.
Mér til mikillar ánægju þá buðu þeir mér 80GB erlent niðurhal per mánuð óháð því hvenar í mánuðinum ég hala því niður, á aðein 1800 kr.
meira en ég er að greiða símanum fyrir 40GB og með þessum skíta reglum þeirra. Þeir reyndar rukka fyrir umfram magn en þar sem mánaðarnotkun
mín fer sjaldan yfir 60GB per mán að þá ætti ég að vera í fínum málum.


* Það virðist vera sem svo að fólk setji KB og Kb undir sama hatt. Raunin er önnur. KB stendur fyrir Kíló Byte en Kb fyrir Kíló Bit.
1 Kíló Bit samsvarar 0.125 Kíló Bytes eða 0.0001220703125 Mega Byte. Þetta þýðir að pakkatilboðið Langbestur hjá símanum sem býður upp á 12 Mb/s
gerir þér kleift að hala niður 1.46 Mega Byte á sekúndu ef aðstæður leifa.

Þess má geta að í Vodafone pakkanum sem ég tók er boðið upp á mesta hraða sem mögulegt er, þ.e.a.s að það fer eftir því hve línan sem liggur úr símstöðinni inn í hús hjá mér er afkasta mikil.


Að lokum vil ég hvetja ykkur til að lesa alltaf smáaletrið þegar þið skrifið undir samninga, hvert svo sem tilefni samningsins er :D



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Fös 06. Feb 2009 02:21

Hamrammur skrifaði:
Ég hringdi í Vodafone í gær til að athuga hvort þeir gerðu slíkt hið sama og hvort þeir gætu boðið eitthvað betur en Síminn.
Mér til mikillar ánægju þá buðu þeir mér 80GB erlent niðurhal per mánuð óháð því hvenar í mánuðinum ég hala því niður, á aðein 1800 kr.
meira en ég er að greiða símanum fyrir 40GB og með þessum skíta reglum þeirra. Þeir reyndar rukka fyrir umfram magn en þar sem mánaðarnotkun
mín fer sjaldan yfir 60GB per mán að þá ætti ég að vera í fínum málum.


Hmm varðandi smá letrið, þá í tilfelli mínu voru skilmálarnir öðruvísi þegar ég skráði mig í Internetþjónustu hjá Símanum. En allavega ....

varðandi Vodafone vissi ég ekki að þeir buðu uppá þetta, er þetta sem sagt 1800 kr extra ofan á stærsta pakkan hjá þeim og þá færðu 40 GB aukalega ( í heild 80 GB ) ? Það sem mér hugnast ekki með Vodafone er það að það er ekkert verðþak hjá þeim, þannig ef þú gleymir þér soldið að þá geturðu fengið bara endalausan reikning. Og þetta finnst mér jafnframt ýta undir þá kröfu mína að hér verði gerðar reglulega ríkisútektir á mælikerfum netfyrirtækjanna svo að Internet þjónustuaðilarnir þurfi að sanna það að mælingarkerfin þeirra séu að mæla samkv. fyrirfram ákveðnum stöðlum...., finnst þetta ekkert öðruvísi en að dæla bensíni á bílinn minn.

Mér finnst allavega eins og er Tal vera koma best út eins og er, en hvort að ég skipti yfir til þeirra er svo önnur saga.

Annars on a side note. Vissuð þið það að frá 1. Mars ætlar Síminn að hætta að "gefa" mánaðargjaldið á ADSL lyklunum hjá sér ( fyrir fólk sem er ekki með áskrift af neinum miðlum ). Gjaldið sem sagt fer úr 0 kr í 600 kr, og það er í raun algjör tilviljun að ég komst að þessu ( og ég er viðskiptavinur ) á Fréttavef Símans sem ég bara happenaði að vera skoða.

Mér finnst þetta mjög lélegt, þar sem ein af aðalauglýsingum Símans hefur verið "Myndlykill sem kostar ekki neitt" og var í raun og veru ástæðan fyrir því að ég tók stökkið, þar sem ég er ekki með áskrift af neinum miðlum ( er með Sky og hef þess vegna ekki áhuga á efni frá 365 né Skjánum ). Er reyndar með sjónvarp með innbyggðum DVB-T tuner, en er með sjónvarp inní eldhúsi sem er ekki með DVB-T tuner, þannig ég á eftir að hugsa soldið hvað ég geri.

Get reyndar fengið mér ADSL frá Tali og svo ADSL sjónvarp frá Vodafone ( Tal býður víst ekki lengur uppá Skjáinn heldur bara ADSL sjónvarp frá Vodafone, sem mér reyndar finnst betra en Skjárinn svo ... )



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16570
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Feb 2009 19:40

Þannig að þeir sem eru að horfa á frírásirnar borga 7200kr á ári, eða 36000 kr á fimm árum fyrir "afnot" af einhverju crap tæki sem kostar örugglega ekki nema 3-5 þúsund krónur í magn-innkaupum símans.
Laglegt okur þar á ferð! látið Dr.Gunna vita!

Gallinn við svona stór fyrirtæki eins og símann er sá að það á það enginn og öllum starfsmönnunum er nákvæmlega sama.
Þó 500 manns tækju sig saman og myndi segja upp símum og neti á einu bretti þá myndi engin spyrja neins, þjónustufulltrúarnir eru áskrifendur launa sinna og þeim gæti ekki verið meira sama.

Svo er bara eitthvað gjaldþrota *.group út í bæ sem á þetta, heitir það ekki Exista grúp? og er 99.9% minna virði núna en fyrir 4 mánuðum?

p.s. depill.is ertu búinn að fá endanlegan úrskurð?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 18. Feb 2009 20:20

GuðjónR skrifaði:Þannig að þeir sem eru að horfa á frírásirnar borga 7200kr á ári, eða 36000 kr á fimm árum fyrir "afnot" af einhverju crap tæki sem kostar örugglega ekki nema 3-5 þúsund krónur í magn-innkaupum símans.
Laglegt okur þar á ferð! látið Dr.Gunna vita!

Gallinn við svona stór fyrirtæki eins og símann er sá að það á það enginn og öllum starfsmönnunum er nákvæmlega sama.
Þó 500 manns tækju sig saman og myndi segja upp símum og neti á einu bretti þá myndi engin spyrja neins, þjónustufulltrúarnir eru áskrifendur launa sinna og þeim gæti ekki verið meira sama.

Svo er bara eitthvað gjaldþrota *.group út í bæ sem á þetta, heitir það ekki Exista grúp? og er 99.9% minna virði núna en fyrir 4 mánuðum?

p.s. depill.is ertu búinn að fá endanlegan úrskurð?


Jamm ætla að senda Dr. Gunna póst. Neimm, og 10 dagarnir eru liðnir og á 11 degi ( virka degi ) sendi ég póst og hef hringt upptir til þess að reyna ná í kauðann sem er með málið mitt, en hann er alltaf upptekinn víst og svarar ekki pósti. Það virðist vera með þessa gæja ásamt öðrum embættisgæjum að þegar erfið mál koma upp sem þeir hafa ekki bein svör við þá ákveða þeir bara að setja sig a ignore og svara engu. Ætla samt að senda á hann núna aftur og reyna aftur í fyrramálið.

En þessi hækkun er brot á skilmálum ADSL og Sjónvarpsáskriftar, það er sá partur sem fólk er látið kvitta undir til þess að staðfesta 6 mánaða áskrift, og hvaða aulalögfræðingur sem er ætti að geta sagt þér það að allir með 6 mánaða samning eru með lausan samning alveg þangað til að Síminn tilkynnir skriflega þessa hækkun, fyrir utan ADSL viðskiptavini sem kvittuðu undir samning eftir 1. Febrúar ( þá var hækkunin birt á vefnum ).

Ennfremur er auglýsing Símans sem er á fletti skiltinu við BYKO í Breiddinni orðinn jafnframt kolólögleg ( Myndllykill sem kostar ekki neitt... Það er Síminn ) og ætla ég að finna réttan aðila til að kvarta undan því og vona að Síminn verði tilneyddur til þess að taka niður skiltið og helst að greiða fjárhagssekt.

Og já mig langar eiginlega ekki að byrja á siðleysinu í kringum Exista og vona að Bakkavarar bræður missi allt sitt, innilega.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 18. Feb 2009 21:13

Langar að bæta hérna við, að ég hef annað hvort ekki lesið skjalið nógu vel eða hefur verið bætt í seinna en ég sé að þeir sem eru með ADSL áskrift hjá Símanum frá líka hækkun.

Þeir sem eru með ST585 router á leigu hjá Símanum ( langflestir sem eru með Skjáinn frá Símanum enda setja þeir það sem kröfu að fólk er með hann ) þarf að borga 350 kr leigugjald frá 1. Mars. Það eru allir sem þurfa að greiða það, burt séð frá áskriftum af sjónvarpsmiðlum eða hvort þeir eru með Skjáinn bara ef þeir eru með ST585 router frá Símanum.

Þannig fyrir notendur fríáskriftar ( eins og ég var, er að fara henda þessu í fésið á þeim á morgun, svo ef einhver vinnur í Smáralindinni hjá Símanum þá verð ég þar á morgun :P ) af Skjánum mun hækkunin vera 350 + 600 = 950 kr kostnaðaraukning á mánuði, rúmlega 11.400 kr kostnaðaraukning yfir árið. Ég tók við þessum ST585 router þar sem þeir neyddu honum uppá mig en hef alltaf notað Ciscoinn minn, en ég get fengið að sleppa við það hjá Vodafone ( sem sagt ekki að nota ZyXEL leigða búnaðinn þeirra ), þannig ég ætla til baka.

Og með því að senda ekki notendum sínum skriflega breytingu á verði fyrir 1. Febrúar voru þeir að brjóta sína eigin skilmála og þar með að ógilda samninga sem eru gerðir út frá þeim ( sem 6 mánaða samningar um Skjáinn eru gerðir um ).

Ég ætla ennfremur að hafa samband við Talsmann Neytenda símleiðis á morgun, þar sem mér leiðist svona dulbúnar hækkanir alveg rosalega.

Kannski að bæta við hérna, að fyrir viðskiptavini Símans sem eru líka með heimasíma hjá Símanum þá eru líka hækkanir fyrir ykkur uppá 100 kr ( ég er með TAL Samband hjá þeim það er líka hækkun a því um 100 kr á mánuði ). Ennfremur er hækkun á upphafsgjöldum á símtölum úr heimasíma og GSM og skrefhækkanir líka.

Mæli með því að fólk kynni sér hækkanir á http://www.siminn.is/einstaklingar/farsiminn/verd/nanar/store466/item86571/.

Þess vegna má segja ða fyrir fólk sem eru með ADSL + Skjáinn + Heimasíma hjá þeim þá er þetta hækkun uppá 1.150 kr, ég ætla allavega að fara með ADSLið hjá þeim, en ég ætla að halda GSManum og heimasímanum hjá þeim.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf emmi » Mið 18. Feb 2009 21:28

Eftir því sem ég best veit þá getur þú alveg notað eigin router hjá Símanum. Þeir neita bara að hjálpa þér ef þú ert ekki með þeirra búnað ef eitthvað kemur uppá. :p



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 18. Feb 2009 21:29

emmi skrifaði:Eftir því sem ég best veit þá getur þú alveg notað eigin router hjá Símanum. Þeir neita bara að hjálpa þér ef þú ert ekki með þeirra búnað ef eitthvað kemur uppá. :p


jamm, ég get notað minn eigin búnað ( og geri það ), en mér var hins vegar neitað þegar ég vildi gera það og þeir sögðu að ég yrði að taka við búnaðinum. Ég er allavega að fara niðrí Síma á morgun, kemst þá að því rétta :)