Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég er velta því fyrir mér hversu langsótt hugmynd það er að færa sig yfir í Mac í staðinn fyrir Windows fyrir forrit sem eru ekki og verða ekki til fyrir Linux.
Er nánast einvörðungu með Linux en ákveðinn hugbúnaður er bara ekki í boði fyrir linux og ég reikna ekki með því að það breytist (myndvinnsluforrit t.d )
Ég er með Windows 10 uppsett en opna það örsjaldan og einvörðungu til að vinna myndir.
Ég er bara ekkert spenntur fyrir windows 11 eða þeirri átt sem Microsoft ætlar að fara.
Ég geri mér grein fyrir því að mac er eitthvað dýrara en sambærilegur vélbúnaður fyrir PC.
Er ég að sjá Mac í einhverjum hyllingum? Eru þeir bara jafn leiðinlegir og microsoft varðandi það að breyta stýrikerfinu í auglýsingapláss.
P.S. Ég veit að það er til nóg af myndvinnsluforritum fyrir Linux, það þarf ekki að telja þau upp fyrir mig.
Er nánast einvörðungu með Linux en ákveðinn hugbúnaður er bara ekki í boði fyrir linux og ég reikna ekki með því að það breytist (myndvinnsluforrit t.d )
Ég er með Windows 10 uppsett en opna það örsjaldan og einvörðungu til að vinna myndir.
Ég er bara ekkert spenntur fyrir windows 11 eða þeirri átt sem Microsoft ætlar að fara.
Ég geri mér grein fyrir því að mac er eitthvað dýrara en sambærilegur vélbúnaður fyrir PC.
Er ég að sjá Mac í einhverjum hyllingum? Eru þeir bara jafn leiðinlegir og microsoft varðandi það að breyta stýrikerfinu í auglýsingapláss.
P.S. Ég veit að það er til nóg af myndvinnsluforritum fyrir Linux, það þarf ekki að telja þau upp fyrir mig.
-
- FanBoy
- Póstar: 796
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 125
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Hefurðu reynt að prófa að setja upp virtual vél og henda eins mikið af cores og ram og þú getur? T.d. með qemu fólk hefur verið að ná að að spila anti cheat leiki .t.d með 10% performance loss vs bootet windows. Tekur örugglega soldin tíma að stilla stilla þetta vel ef þú hefur nógu öfluga vél í þetta. Besta leðin er með gpu passtrough eða hafa 2 kort er best en hægt að nota 1 kort
https://www.reddit.com/r/VFIO/s/ZVXNsCHSDR
https://www.reddit.com/r/VFIO/s/ZVXNsCHSDR
Síðast breytt af Viggi á Mið 02. Júl 2025 14:02, breytt samtals 1 sinni.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég er bara ekki að spyrja um sýndarvélar
-
- FanBoy
- Póstar: 796
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 125
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Bara hugmynd.. gætir sparað þér nokkra fimmþúsundkalla ef þetta mynd virka.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
- Vaktari
- Póstar: 2516
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 242
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Mac eru ekkert endilega dýrari. Fyrir top end Lenovo tölvu borgaru meira á meðan Maccinn keyrir kaldari, hljóðlátari, lengur, með MIKLU betri skjá og svo mætti áfram telja.
Ég var harðkjarna Windows/Android maður áður fyrr, en eftir að hafa prufað þetta þá er ekki aftur snúið, sama á við um marga vini mína sem vinna við forritun líkt og ég. Ef einhver vinnustaður býður ekki uppá Mac vélar, þá er það bara leti í kerfisstjórunum, það er alveg hægt að manage'a þeim eins og Windows vélunum.. með þessu blessaða Intune drasli.
Alltaf jafn hissa þegar ég heyri nútíma Windows fartölvur með vifturnar í hvínandi botni þegar þær eru undir einhverju álagi.
Ég nota Windows borðtölvu heima fyrir tölvuleiki svo ég er ekki alveg laus við þetta. Sömuleiðis er konan með nokkrar Windows fartölvur, sem ég þarf reglulega að aðstoða með einhvert tæknivesen (eitthvað tengist ekki, skjáirnir koma ekki inn osfr). Hún væri miklu frekar til í að hafa Mac tölvu því hún sér að það er aldrei vesen mín megin.
Ég var harðkjarna Windows/Android maður áður fyrr, en eftir að hafa prufað þetta þá er ekki aftur snúið, sama á við um marga vini mína sem vinna við forritun líkt og ég. Ef einhver vinnustaður býður ekki uppá Mac vélar, þá er það bara leti í kerfisstjórunum, það er alveg hægt að manage'a þeim eins og Windows vélunum.. með þessu blessaða Intune drasli.
Alltaf jafn hissa þegar ég heyri nútíma Windows fartölvur með vifturnar í hvínandi botni þegar þær eru undir einhverju álagi.
Ég nota Windows borðtölvu heima fyrir tölvuleiki svo ég er ekki alveg laus við þetta. Sömuleiðis er konan með nokkrar Windows fartölvur, sem ég þarf reglulega að aðstoða með einhvert tæknivesen (eitthvað tengist ekki, skjáirnir koma ekki inn osfr). Hún væri miklu frekar til í að hafa Mac tölvu því hún sér að það er aldrei vesen mín megin.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- FanBoy
- Póstar: 756
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 156
- Staða: Tengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Undirritaður er *nix nörður að upplagi.
Mitt ferðalag byrjaði á Nextstep -> Irix / Solaris -> Linux -> MacOS 9 -> OS X -> og allt annað sem er til undir sólinni.
Þegar kemur að ferðavélum að þá eru stýrikerfi frá Apple og vélbúnaðurinn skrefi framar oftast nær heldur en samkeppning. Rafhlöðuending, skjáirnir. Lyklaborðin ásamt Trackpad. Þetta ber höfuð og herðar yfir samkeppnina. TouchID étur alla hina fingrafaraskanna á Windows vélunum í morgunverð.
En aftur að máli málanna. Það er vitað að myndvinnslu og klippiforrit eru gefin út fyrir Apple tækin macOS og jafnvel iOS. Þessir örgjörvar eru asnalega sprækir og aldrei heyrist í viftu í fartölvunum.
Nördaskapurinn þarf samt alltaf sitt. Ég vinn við innviðaforritun og stundum smíða ég eitthvað sem ég gef út og sumt kemst aldrei neitt. En síðustu 10+ árin hefur verið hægt að fóta sig mjög vel með homebrew sem pakkastjóra sem gengur frá því að geta sett upp öll fínu verkfærin sem maður er vanur að nota í Linux. Í vinnunni nota ég macOS og heima er ég með 3-4 Macbook Pro vélar af ýmsum aldri allt frá Intel yfir í M2 Pro.
Eitt af því sem ég hef upplifað með Apple vélbúnað er að hann virðist falla hægar í verði heldur en vélbúnaður sem keyrir Windows. Undirritaður hefur átt í gegnum tíðina nokkur hundruð tölvur og alltaf hefur verið erfiðara að losna við Lenovo / MSI / Acer / Alienware og og og, heldur en Apple.
Farðu og skoðaðu Mac Mini M4, keyptu minnstu vélina hún er 16GB/256GB og fáðu þér svo auka disk ef þú ert 1001% ánægður með stýrikerfið. Í versta falli selurðu vélina aftur og tapar 20-30 þúsund á henni og þú afskrifar þessa hugmynd og eitthvað af peningum. Ef þú ert super glaður með þetta þá heldur þetta bara áfram.
Það er endalaust til af góðum hugbúnaði sem bæði lítur fallega út og virkar alltaf 100%. Eitt í viðbót reklar fyrir hljóð er æðislegt. Ég er með 4-5 DAC's hérna í húsinu og allir koma upp sem útgangur án neinna vandræða í hvert einasta skipti. Windows er ekki svona gott en maður lifandi hvað Linux getur verið dapur með þetta.
En ekki hugsa í eina mínútu að það geti verið gaman að spila leiki á Apple tölvu.
Mitt ferðalag byrjaði á Nextstep -> Irix / Solaris -> Linux -> MacOS 9 -> OS X -> og allt annað sem er til undir sólinni.
Þegar kemur að ferðavélum að þá eru stýrikerfi frá Apple og vélbúnaðurinn skrefi framar oftast nær heldur en samkeppning. Rafhlöðuending, skjáirnir. Lyklaborðin ásamt Trackpad. Þetta ber höfuð og herðar yfir samkeppnina. TouchID étur alla hina fingrafaraskanna á Windows vélunum í morgunverð.
En aftur að máli málanna. Það er vitað að myndvinnslu og klippiforrit eru gefin út fyrir Apple tækin macOS og jafnvel iOS. Þessir örgjörvar eru asnalega sprækir og aldrei heyrist í viftu í fartölvunum.
Nördaskapurinn þarf samt alltaf sitt. Ég vinn við innviðaforritun og stundum smíða ég eitthvað sem ég gef út og sumt kemst aldrei neitt. En síðustu 10+ árin hefur verið hægt að fóta sig mjög vel með homebrew sem pakkastjóra sem gengur frá því að geta sett upp öll fínu verkfærin sem maður er vanur að nota í Linux. Í vinnunni nota ég macOS og heima er ég með 3-4 Macbook Pro vélar af ýmsum aldri allt frá Intel yfir í M2 Pro.
Eitt af því sem ég hef upplifað með Apple vélbúnað er að hann virðist falla hægar í verði heldur en vélbúnaður sem keyrir Windows. Undirritaður hefur átt í gegnum tíðina nokkur hundruð tölvur og alltaf hefur verið erfiðara að losna við Lenovo / MSI / Acer / Alienware og og og, heldur en Apple.
Farðu og skoðaðu Mac Mini M4, keyptu minnstu vélina hún er 16GB/256GB og fáðu þér svo auka disk ef þú ert 1001% ánægður með stýrikerfið. Í versta falli selurðu vélina aftur og tapar 20-30 þúsund á henni og þú afskrifar þessa hugmynd og eitthvað af peningum. Ef þú ert super glaður með þetta þá heldur þetta bara áfram.
Það er endalaust til af góðum hugbúnaði sem bæði lítur fallega út og virkar alltaf 100%. Eitt í viðbót reklar fyrir hljóð er æðislegt. Ég er með 4-5 DAC's hérna í húsinu og allir koma upp sem útgangur án neinna vandræða í hvert einasta skipti. Windows er ekki svona gott en maður lifandi hvað Linux getur verið dapur með þetta.
En ekki hugsa í eina mínútu að það geti verið gaman að spila leiki á Apple tölvu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3259
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 594
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Mac er aðeins of mikið verndaður vinnustaður að mínu mati. Mjög flott hardware og allt það en ef ég er að horfa á tölvuna sem vinnutæki þá er mun einfaldara að nota Windows 11 og WSL2 og vera með öll mín helstu verkfæri á einum stað. Get ekki sagt að ég lendi mikið í hardware vandræðum á Lenovo vélum fyrir utan ákveðnar dokkur. En ég myndi nota Mac ef það væri að henta mér og mínum verkefnum og vel einfaldlega þann búnað sem hentar mér hverju sinni.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 06. Júl 2025 17:56, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 321
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 60
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ef þú þarft önnur stýrikerfi á Macanum geturðu keypt þér Parallels á 10 þús kall árið og þá hefurðu alltaf kost á að keyra öll forrit sem er fyrir utan tölvuleiki á Macanum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 624
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Uppgvötaði Linux árið 1995 og hef unnið við það síðan, auðvitað hefur maður þurft að grípa í m$ inn á milli vegna minnar 30 ára vinnu við kerfisstjórnun til að bjarga öllum endurræsingunum og öllu því hinu sem fylgir m$, þeir þekkja sem hafa unnið við þetta í áratugi. En þvílíkur léttir að losna við m$.
Mínit tveir aurar
K.
Mínit tveir aurar
K.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 909
- Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
- Reputation: 250
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
rostungurinn77 skrifaði:Ég er velta því fyrir mér hversu langsótt hugmynd það er að færa sig yfir í Mac í staðinn fyrir Windows fyrir forrit sem eru ekki og verða ekki til fyrir Linux.
Er nánast einvörðungu með Linux en ákveðinn hugbúnaður er bara ekki í boði fyrir linux og ég reikna ekki með því að það breytist (myndvinnsluforrit t.d )
Ég er með Windows 10 uppsett en opna það örsjaldan og einvörðungu til að vinna myndir.
Ég er bara ekkert spenntur fyrir windows 11 eða þeirri átt sem Microsoft ætlar að fara.
Ég geri mér grein fyrir því að mac er eitthvað dýrara en sambærilegur vélbúnaður fyrir PC.
Er ég að sjá Mac í einhverjum hyllingum? Eru þeir bara jafn leiðinlegir og microsoft varðandi það að breyta stýrikerfinu í auglýsingapláss.
P.S. Ég veit að það er til nóg af myndvinnsluforritum fyrir Linux, það þarf ekki að telja þau upp fyrir mig.
Ég er búinn að vera með pælingar út af svipuðum hugmyndum.
Í þínum sporum, verandi Linux notandi og mjög sáttur við það, þá myndi ég skoða að versla Mac vél, og nota hana í gegnum eitthvað remote protocol, er sjálfur að dunda mér með RustDesk. Mac mini eða studio myndi vera mitt val, eftir hvaða aflþörf væri.
Skrefi framar en virtual, skrefi aftar en að færa sig alfarið yfir.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Apple hefur ávallt keypt display tækni frá öðrum, lengst af DELL, síðari ár t.d. LG. Það er ekkert sérstakt við Appleskjái þannig séð, þetta er til annars staðar, en aðrir, t.d. Dell og Lenovo, bjóða upp á meiri vídd í gæðum, eða kannski ekki gæðum. Það eina sem ég man eftir sem er e.t.v. ekki hjá öðrum, enda af öðrum toga, er nanotexture á Ipad, sem skiptar skoðanir eru um.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6828
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 953
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ef þú ert að tala um fartölvu þá er enginn að keppa við Macbook síðan Apple Silicon.
Þær eru bara í allt annari deild en allar aðrar vélar.
Ég dauðvorkenni þeim sem eru á Lenovo vélunum í vinnunni minni. Þegar það kviknar á þeim er það eins og að setja hárblásara í gang.
Þær eru bara í allt annari deild en allar aðrar vélar.
Ég dauðvorkenni þeim sem eru á Lenovo vélunum í vinnunni minni. Þegar það kviknar á þeim er það eins og að setja hárblásara í gang.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég er svo sem ekki að horfa á fartölvurnar. Var meira að spá í að vera með t.d. mac mini sem vinnustöð.
En það er kannski ekki nóg að kaupa bara tölvuna sjálfa. Þarf nokkuð mac-tæk lyklaborð og mýs?
En það er kannski ekki nóg að kaupa bara tölvuna sjálfa. Þarf nokkuð mac-tæk lyklaborð og mýs?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 909
- Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
- Reputation: 250
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég held það sé erfitt að finna USB tæki sem virkar ekki á Mac. Sama með Win og Linux.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég skipti fyrir um 3-4 árum. Það helsta sem var erfitt að venjast fannst mér vera:
1. Að nota Command til að copy/paste-a, sem og staðsetningin á honum á hægri hendi. Það var pínu erfitt að venjast því að gera @. Var alltaf að quitta. Eftir að ég hef vanist þessu finnst mér reyndar frábært að vera með sérstakan takka fyrir commands, og finnst að aðrir hefðu átt að gera það sama, í stað þess að nýta control+c (sem er break) í copy.
2. Home og End virkni er ekki sú sama, þ.a. stundum er bras að afrita málsgreinar eða eitthvað slíkt. Í raun er ég ekki enn alveg búinn að venjast þessu.
3. Get ekki númerað workspaces, og transistions á milli þeirra eru ekki instant. Á móti kemur að gestures á touchpad eru mjög öflug og þægilega að nota. Multi-swipe niður = raðar upp fyrir framan þig öllum gluggum opnum innan sama forrits, multi-swipe upp raðar upp öllu opnu fyrir framan þig. Multi swipe hægri/vinstri flakk á milli workspaces.
4. Fullscreen / Maximize virkni öðruvísi.
Eina sem pirrar mig enn er Home/End virknin. Búinn að venjast öllu hinu, shortcuts/workflow/finder/o.s.frv.
Kostirnir framyfir allar PC tölvur sem ég hef notað eru insane batterý. Get unnið heilan vinnudag á batterýi og átt samt um 50% eftir í lok dags.
Touchpadið er 10.000x betra en allt annað sem ég hef prófað.
Engin bið eftir suspend/resume. Vélin er tilbúin um leið og þú opnar hana.
Ef ekki væri fyrir homebrew myndi ég líklega ekki nenna þessu stýrikerfi samt.
Þetta "It just works" mantra sem makkanotendur voru alltaf með (á sínum tíma a.m.k.) er samt ekkert satt. Það eru böggar í þessu eins og öllu hinu.
Ég er með M1 MBP Ultra og hef ekki enn fundið fyrir ástæðu til að uppfæra. Batterí og performance er enn það gott að það er aldrei að þvælast fyrir mér.
Ég sé ekki eftir því að hafa skipt og mun halda mig við Macbook næst þegar ég skipti nema það breytist eitthvað verulega mikið.
1. Að nota Command til að copy/paste-a, sem og staðsetningin á honum á hægri hendi. Það var pínu erfitt að venjast því að gera @. Var alltaf að quitta. Eftir að ég hef vanist þessu finnst mér reyndar frábært að vera með sérstakan takka fyrir commands, og finnst að aðrir hefðu átt að gera það sama, í stað þess að nýta control+c (sem er break) í copy.
2. Home og End virkni er ekki sú sama, þ.a. stundum er bras að afrita málsgreinar eða eitthvað slíkt. Í raun er ég ekki enn alveg búinn að venjast þessu.
3. Get ekki númerað workspaces, og transistions á milli þeirra eru ekki instant. Á móti kemur að gestures á touchpad eru mjög öflug og þægilega að nota. Multi-swipe niður = raðar upp fyrir framan þig öllum gluggum opnum innan sama forrits, multi-swipe upp raðar upp öllu opnu fyrir framan þig. Multi swipe hægri/vinstri flakk á milli workspaces.
4. Fullscreen / Maximize virkni öðruvísi.
Eina sem pirrar mig enn er Home/End virknin. Búinn að venjast öllu hinu, shortcuts/workflow/finder/o.s.frv.
Kostirnir framyfir allar PC tölvur sem ég hef notað eru insane batterý. Get unnið heilan vinnudag á batterýi og átt samt um 50% eftir í lok dags.
Touchpadið er 10.000x betra en allt annað sem ég hef prófað.
Engin bið eftir suspend/resume. Vélin er tilbúin um leið og þú opnar hana.
Ef ekki væri fyrir homebrew myndi ég líklega ekki nenna þessu stýrikerfi samt.
Þetta "It just works" mantra sem makkanotendur voru alltaf með (á sínum tíma a.m.k.) er samt ekkert satt. Það eru böggar í þessu eins og öllu hinu.
Ég er með M1 MBP Ultra og hef ekki enn fundið fyrir ástæðu til að uppfæra. Batterí og performance er enn það gott að það er aldrei að þvælast fyrir mér.
Ég sé ekki eftir því að hafa skipt og mun halda mig við Macbook næst þegar ég skipti nema það breytist eitthvað verulega mikið.
Síðast breytt af orn á Fim 10. Júl 2025 13:12, breytt samtals 1 sinni.
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Ég fíla alltaf að vinna á Makka. Apple Silicon vélarnar eru alger svarti galdur hversu vel þær virka og hversu góðar þær eru.
16" Macbook pro er með hátalara í boddýinu sem eru óraunverulega góðir, maður fær tilfinninguna að kíkja undir borðið til að sjá græjurnar.
Skjárinn er framúrskarandi góður.
Touchpadinn er betri en allt annað þarna úti.
En fyrir mér er Unixið þarna undir vinningshafinn. Það að ég get keyrt hvaða forritunar mál sem er og það eru til öll tól og tæki sem passa, það er vinningurinn. Það að Adobe og aðrir styðja platforminn fullkomlega með audio visual tólum er klárlega ekkert að skemma fyrir.
Makkinn keyrir bara og maður heyrir aldrei í viftunni. Maður getur spilað helling af Steam leikjum og öðrðu líka.
Ég hef ekki komist í betri tölvu og ég sit á Macbook pro 16" M1 pro 32/1000. Hef ekki séð eina einustu ástæðu að kaupa nýrri vél enda lítur vélin enn út fyrir að vera glæný. Rafhlaðan dugir í góða vinnuhelgi og allar flugferðir sem ég hef prufað hana í.
Það eru forrit sem gera upplifunina betri eins og Rectangle sem leyfir manni að kasta gluggum til og frá, minnka, stækka og allt með lyklaborði. Nýja macOSið styður svoleiðis úr kassanum en ég hef ekki sett mig inn í það ennþá.
bara að bæta við, ég hef séð fullt af fóki skipta yfir og vesenast með lyklaborð þar sem Meta (windows/slaufa) og alt takkinn er swappaður á makkanum, reyna að breyta öllu svo þetta sé eins og á windows. Ég myndi sleppa slíkum æfingum. Nota makkann úr boxinu með sem fæstum breytingum. Þetta er annað stýrikerfi, lyklaborðið er öðruvísi, sum tákn eru á öðrum stað. Þú ert bara aðeins seinni að vinna í 1-2 daga kannski, svo kemur muscle minnið inn.
16" Macbook pro er með hátalara í boddýinu sem eru óraunverulega góðir, maður fær tilfinninguna að kíkja undir borðið til að sjá græjurnar.
Skjárinn er framúrskarandi góður.
Touchpadinn er betri en allt annað þarna úti.
En fyrir mér er Unixið þarna undir vinningshafinn. Það að ég get keyrt hvaða forritunar mál sem er og það eru til öll tól og tæki sem passa, það er vinningurinn. Það að Adobe og aðrir styðja platforminn fullkomlega með audio visual tólum er klárlega ekkert að skemma fyrir.
Makkinn keyrir bara og maður heyrir aldrei í viftunni. Maður getur spilað helling af Steam leikjum og öðrðu líka.
Ég hef ekki komist í betri tölvu og ég sit á Macbook pro 16" M1 pro 32/1000. Hef ekki séð eina einustu ástæðu að kaupa nýrri vél enda lítur vélin enn út fyrir að vera glæný. Rafhlaðan dugir í góða vinnuhelgi og allar flugferðir sem ég hef prufað hana í.
Það eru forrit sem gera upplifunina betri eins og Rectangle sem leyfir manni að kasta gluggum til og frá, minnka, stækka og allt með lyklaborði. Nýja macOSið styður svoleiðis úr kassanum en ég hef ekki sett mig inn í það ennþá.
bara að bæta við, ég hef séð fullt af fóki skipta yfir og vesenast með lyklaborð þar sem Meta (windows/slaufa) og alt takkinn er swappaður á makkanum, reyna að breyta öllu svo þetta sé eins og á windows. Ég myndi sleppa slíkum æfingum. Nota makkann úr boxinu með sem fæstum breytingum. Þetta er annað stýrikerfi, lyklaborðið er öðruvísi, sum tákn eru á öðrum stað. Þú ert bara aðeins seinni að vinna í 1-2 daga kannski, svo kemur muscle minnið inn.
Síðast breytt af traustitj á Fös 11. Júl 2025 13:27, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Að skipta út windows fyrir Mac - hversu grænt er grasið
Tek reyndar undir þetta með viftuna. Ég hef einu sinni heyrt í henni, og það var þegar ég gleymdi tölvunni úti í bíl í 10 stiga frosti yfir nóttu. Þegar ég kveikti á henni fóru allar viftur í gang í svona 10 sekúndur, og þá fattaði ég að ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt í viftunni á vélinni. Heyri aftur á móti reglulega í viftum vinnufélaganna með top-of-the-line Lenovo eða Surface vélar.