Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?


Höfundur
pukinn
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 09. Maí 2009 23:18
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf pukinn » Fim 06. Feb 2025 19:29


Er einhver sem veit hvort það er support frá íslenskum fyrirtækjum ( Advania,Premis,Origo ... ) fyrir Xen Orchestra eða Proxmox ?
Er að spá í replacement fyrir VmWare og veit af Nutanix, en spá í hvað markaðurinn er að support-a. [-o<




Höfundur
pukinn
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 09. Maí 2009 23:18
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf pukinn » Mán 10. Feb 2025 09:56

Ef enginn veit um þjónustu fyrirtæki, er einhver sem er að reka sæmilega stórt virtual umhverfi annað en VmWare,Nutanix eða HyperV og er tilbúinn að share-a hvernig gengur ?




orn
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf orn » Þri 11. Feb 2025 09:40

Við hjá Nova erum að nota Proxmox fyrir kjarnarekstur síðan 2021. Erum með tvo aðskilda clustera í sitthvoru datacenterinu sem keyra svo Ceph fyrir storage.

Það hefur reynst okkur mjög vel og við stefnum á áframhaldandi rekstur á Proxmox. Það er svo annar cluster af HyperV þjónum sem keyra Windows þjóna fyrir IT og eldri þjónustur, en það hefur verið mun meira bras á honum heldur en Proxmox, þrátt fyrir að umfang allrar keyrslu og VM fjölda sé margfalt stærra á Proxmox umhverfinu.

Við erum með support samninga við þá sem við höfum nokkrum sinnum notað, og þjónustan þeirra er mörgur skörum fyrir ofan aðrar support þjónustur sem við höfum notað.
Síðast breytt af orn á Þri 11. Feb 2025 10:08, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf Baldurmar » Þri 11. Feb 2025 10:22

Mér skilst að 1984 séu með proxmox uppsetningu, þekki samt ekki til þar.

Væri ekki bara best að hafa samband við Origo, OK, Advania, Sensa og Apró(Miracle) og sjá hvort að þau séu með on-prem support ?

Ég held að öll þessi fyrirtæki séu að aðstoða fólk við að losna undan VMware ruglinu.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Starman
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf Starman » Þri 11. Feb 2025 18:23

orn skrifaði:Við hjá Nova erum að nota Proxmox fyrir kjarnarekstur síðan 2021. Erum með tvo aðskilda clustera í sitthvoru datacenterinu sem keyra svo Ceph fyrir storage.

Það hefur reynst okkur mjög vel og við stefnum á áframhaldandi rekstur á Proxmox. Það er svo annar cluster af HyperV þjónum sem keyra Windows þjóna fyrir IT og eldri þjónustur, en það hefur verið mun meira bras á honum heldur en Proxmox, þrátt fyrir að umfang allrar keyrslu og VM fjölda sé margfalt stærra á Proxmox umhverfinu.

Við erum með support samninga við þá sem við höfum nokkrum sinnum notað, og þjónustan þeirra er mörgur skörum fyrir ofan aðrar support þjónustur sem við höfum notað.


Ég ætla að leyfa mér að giska að þessi Hyper-V cluster hjá ykkur sé keyptur af Opnum Kerfum og sé með iSCSI storage. Þeir eru með blóðuga slóð eftir sig með þess háttar sölur, þekki að minnsta kosti tvær þannig stórar uppsetningar. Alveg gjörsamlega handnýtt.




orn
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða hypervisor flavor eru með support á íslandi?

Pósturaf orn » Mið 12. Feb 2025 07:41

Starman skrifaði:Ég ætla að leyfa mér að giska að þessi Hyper-V cluster hjá ykkur sé keyptur af Opnum Kerfum og sé með iSCSI storage.

Vélbúnaður var keyptur hjá þeim, en þeir komu ekkert að uppsetningu. Hann notar svo Storage Spaces Direct, en ekki iSCSI.