Er einhver sem veit hvort það er support frá íslenskum fyrirtækjum ( Advania,Premis,Origo ... ) fyrir Xen Orchestra eða Proxmox ?
Er að spá í replacement fyrir VmWare og veit af Nutanix, en spá í hvað markaðurinn er að support-a.

orn skrifaði:Við hjá Nova erum að nota Proxmox fyrir kjarnarekstur síðan 2021. Erum með tvo aðskilda clustera í sitthvoru datacenterinu sem keyra svo Ceph fyrir storage.
Það hefur reynst okkur mjög vel og við stefnum á áframhaldandi rekstur á Proxmox. Það er svo annar cluster af HyperV þjónum sem keyra Windows þjóna fyrir IT og eldri þjónustur, en það hefur verið mun meira bras á honum heldur en Proxmox, þrátt fyrir að umfang allrar keyrslu og VM fjölda sé margfalt stærra á Proxmox umhverfinu.
Við erum með support samninga við þá sem við höfum nokkrum sinnum notað, og þjónustan þeirra er mörgur skörum fyrir ofan aðrar support þjónustur sem við höfum notað.
Starman skrifaði:Ég ætla að leyfa mér að giska að þessi Hyper-V cluster hjá ykkur sé keyptur af Opnum Kerfum og sé með iSCSI storage.