Internet niður í geymslun á blokk


Höfundur
Dizzydwarf
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 18:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf Dizzydwarf » Fim 14. Nóv 2024 23:50

Heil og sæl.

Mig vantar aðstoð hvernig er best fyrir mig að kloma góðu neti viður í geymslu hjá mér.
Eins og er þá er ég með internet í gegnum rafmagn og er ekki nóg og ánægður með það. Ég er með 1gb internet hjá vofaphone og það sem tengist í gegnum rafmagns hjá mér er TP/link sem segist vera 1gb en ég er að fá 3megabyte á sek við download...

hvað er best fyrir mig að gera, ég er á fyrstu hæð en íbúðin er ekki beint fyrir neðan heldur eru nágranar okkar fyrir ofan geymsluna mína.

Það er nánast full 5G net hérna niðri og var ég að hugsa fara bara í 5G ráder hérna niðri þar sem ég eyði miklum tíma hérna niðri í tölvunni.

allar ábendingar eru vel þegnar :)




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf Vaktari » Fös 15. Nóv 2024 15:13

Ertu eiginlega ekki bara búinn að svara spurningunni?
Fara bara í 5g eða fá aðra tengingu niður?
Ekki nema þú þekkir einhvern til að draga ljós gegnum rafmagnið alla leið niður og fá þér breytur. En eflaust þarftu mögulega leyfi frá öðrum til að gera það.
Ég er nú bara hissa að þú fáir 3 meg á powerline búnaðinn miðað við sendinguna frá íbúð og niður í geymslu rými.
Bora gat gegnum gólf fra router og leggja með loftinu inn í geymslu? Háð þá eflaust leyfi frá öðrum
Síðast breytt af Vaktari á Fös 15. Nóv 2024 15:29, breytt samtals 2 sinnum.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7579
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf rapport » Fös 15. Nóv 2024 15:49

Er með allan pakkann hjá Nova og bætti við einu auka korti fyrir klink og er með 5G í "skúrnum"




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf halipuz1 » Fös 15. Nóv 2024 16:39

Ég hringdi í mílu og spurði hvort þeir gætu græjað seinni línuna inn til min i geymsluna mina, þeir gerðu það!




Höfundur
Dizzydwarf
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 18:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf Dizzydwarf » Fös 15. Nóv 2024 17:15

Ég svaraði jú eiginlega minni eigin spurningu, prófaði að heyra í Vodafone og athuga með 5G ráder hjá þeim, basically 5.000kr á mánuði og netið er svona 10x betra nuna eða eins gott að það verður hérna niðri, ég veit ekki hvernig það myndi vera að fá mílu/ljósleiðarann til þess að setja línu niður í geymsluna en það er alveg eins hægt að skoða það ef að þetta gengur ekki í vetur mun spurja að því þegar ég man eftir því (: en download á Steam er Peak 54 MB/S sem ég tel ágætt bara hérna niðri geymslu.




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Internet niður í geymslun á blokk

Pósturaf EinnNetturGaur » Fös 15. Nóv 2024 20:52

staðinn fyrir að nota ljósleiðara þá myndi ég kanna hversu auðvelt það væri að fara með netkapli í gegnum símalagnirnar niður í sameign og þaðan yfir í geymsluna, gerir það bara sjálfur meðan allir eru heima
Síðast breytt af EinnNetturGaur á Fös 15. Nóv 2024 20:53, breytt samtals 1 sinni.