Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf kjartanbj » Lau 18. Feb 2023 15:00

daremo skrifaði:Þetta verður örugglega vinsælt meðal Tesla einfeldninganna, en er einhver þörf fyrir þetta hérna í raun og veru?
Kannski fyrir þá sem ganga reglulega um Hornstrandir og nenna að burðast með þetta.


Frekar sorglegt að þurfa tala niður til fólks sem kaupir sér Teslu. magnað hvað mikið hatur og vanþekking er alltaf í gangi




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf Trihard » Sun 19. Feb 2023 13:16

kjartanbj skrifaði:
daremo skrifaði:Þetta verður örugglega vinsælt meðal Tesla einfeldninganna, en er einhver þörf fyrir þetta hérna í raun og veru?
Kannski fyrir þá sem ganga reglulega um Hornstrandir og nenna að burðast með þetta.


Frekar sorglegt að þurfa tala niður til fólks sem kaupir sér Teslu. magnað hvað mikið hatur og vanþekking er alltaf í gangi

Það er frekar fyndið hvað einfalt fólk heldur að annað fólk er einfalt þegar það fólk veit hversu einfalt fólkið sem kallaði það einfalt er einfalt, þetta er einfalt mál :guy
Síðast breytt af Trihard á Sun 19. Feb 2023 13:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf urban » Þri 21. Feb 2023 17:53

daremo skrifaði:Þetta verður örugglega vinsælt meðal Tesla einfeldninganna, en er einhver þörf fyrir þetta hérna í raun og veru?
Kannski fyrir þá sem ganga reglulega um Hornstrandir og nenna að burðast með þetta.


ÞEtta er ekkert fyrir 95%+ af fólki.
En ekki gleyma því að það er ennþá fólk á íslandi sem að býr við mjög lélegar nettengingar eða eyðir tíma uppi á hálendi.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf arons4 » Þri 21. Feb 2023 18:37

urban skrifaði:
daremo skrifaði:Þetta verður örugglega vinsælt meðal Tesla einfeldninganna, en er einhver þörf fyrir þetta hérna í raun og veru?
Kannski fyrir þá sem ganga reglulega um Hornstrandir og nenna að burðast með þetta.


ÞEtta er ekkert fyrir 95%+ af fólki.
En ekki gleyma því að það er ennþá fólk á íslandi sem að býr við mjög lélegar nettengingar eða eyðir tíma uppi á hálendi.

Tala nú ekki um skip.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf brain » Þri 21. Feb 2023 21:20

Sé Björgunarsveitir nota þetta í aðgerðum í óbyggðum.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf Henjo » Þri 21. Feb 2023 21:49

brain skrifaði:Sé Björgunarsveitir nota þetta í aðgerðum í óbyggðum.


Yeap og líka bara fólk sem er að fara útí óbyggðirnar þar sem ekkert símasamband er, SpaceX er núna í samstarfi við t mobile í USA þar sem notendurnir munu bráðum geta tengst starlink beint úr símanum sínum án aukabúnaðar, en tengingin yrði ótrúlega takmörkuð en samt nógu öflugt fyrir t.d. sms í neyðartilfelum.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 762
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf russi » Þri 12. Nóv 2024 13:52

Vekjum þennan þráð aðeins upp

Nú er Starlink búið að vera í boði í talsverðan tíma hér á landi, ekkert mál að nálgast þetta í Costco sem dæmi.
En hver er reynslan? Þegar ég skoðaði þetta á sínum tíma þá var helsti vandin uppitími, þeas að þá komu af og til sambandsrof vegna legu hnatta og hversu fáir þeir voru. Starlink segjast alltaf vera að þétta þetta hjá sér og þegar maður skoðar "live" maps á þessu þá hefur þéttleikin ekki aukist hér á landi neitt svaðalega.

Því spyr ég þá sem hafa nýlega reynslu af þessu hvernig er uppitíminn og er hraðinn að haldast í 20+ eða jafnvel 50+ mbits
Síðast breytt af russi á Þri 12. Nóv 2024 13:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf Hargo » Þri 12. Nóv 2024 14:04

Ég var einmitt í einhverjum svona pælingum um daginn varðandi að setja upp Starlink gervihnattasamband sem varaleið ef eitthvað klikkaði fyrir framleiðslufyrirtæki sem ég er að þjónusta og má alls ekki vera netlaust í lengri tíma.

https://sensa.is/starlink-gervihnattasamband-vid-island/

Rakst svo á þessa grein. Miðað við reynsluna og kostnaðinn sem maður þyrfti að fara út í þá er þetta ekki spennandi valkostur í mínu tilfelli. En þetta er reyndar grein frá 2023, kannski eitthvað breyst síðan þá.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf mainman » Þri 12. Nóv 2024 19:20

Ég er búinn að vera með þetta í yfir ár núna bara samhliða ljósleiðara.
Eiginlega bara til gamans.
Kostir:
Mánaðargjaldið er ekkert rosalegt eða 9200kr.
Þetta er með rosalega góðan uppitíma. Held þetta hafi bara einu sinni dottið út og þá var það í tæpar 10 mín.
Hraðinn er ágætur. er að ná 200 niður og cirkca 45-60 upp.
Diskurinn skynjar sjálfkrafa ef það fellur snjór á hann og þá ræsir hann hitara og bræðir af sér svo það þarf ekki að hafa áhyggur af því.
Ókostir:
þetta er allt nattað svo það er ekkert port forwarding í boði fyrir þetta nema þú kaupir fyrirtækjatengingu en þá er þetta líka komið í verð sem ég væri ekki til í að henda í svona upp á djókið.
Ef þú ert að hugsa þetta til að fara með út í óbyggðir eða eitthvað svoleiðis eins og maður sér oft á myndum þar sem einhver er í tjaldi út í náttúrunni sitjandi við varðeld og starlink til hliðar og gaurinn á netinu þá sé ég það ekki alveg gerast því þetta notar rosalega orku.
Þegar hann fer í hybernate þá er hann að nota 45-47W. Þegar hann er í notkun á fer hann aldrei undir 70W sem er helvítis hellingur svo ef þú t.d. værir með bústað, sólarsellur og neyslugeyma eða eitthvað sambærilegt í hjólhýsi þá ertu orðin rafmagnslaus eftir smá stund.
Það er svona hlutur sem ég hafði aldrei spáð í áður en ég tók þetta eitthvað með mér, stakk þessu í samband við inverter í jeppanum og sá að þetta var að éta upp allan strauminn í bílnum á mettíma.

Annars er ég ánægður með þetta og ég sé hann nánast aldrei hreyfa sig neitt nema kanski 1-2cm upp eða niður og solldið sérstakt að hann vísar sér yfirleitt alltaf í norðvestur þegar ég hélt akkurat að flest tunglin væru í suður. Þekki ekki af hverju það er.
þá vitið þið vonandi aðeins meira um kosti og galla þessa tækis.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 762
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf russi » Mið 13. Nóv 2024 09:27

mainman skrifaði:Ég er búinn að vera með þetta í yfir ár núna bara samhliða ljósleiðara.

Þetta er með rosalega góðan uppitíma. Held þetta hafi bara einu sinni dottið út og þá var það í tæpar 10 mín.
Hraðinn er ágætur. er að ná 200 niður og cirkca 45-60 upp.


Áhugavert að heyra að þetta hafi dottið þetta sjaldan út, hefði haldið að það væri mun oftar. Eru mælingar á bakvið þessar tölur eða er þetta upplifun hjá þér?




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta Starlink nú aðgengileg á Íslandi

Pósturaf mainman » Mið 13. Nóv 2024 14:34

russi skrifaði:
mainman skrifaði:Ég er búinn að vera með þetta í yfir ár núna bara samhliða ljósleiðara.

Þetta er með rosalega góðan uppitíma. Held þetta hafi bara einu sinni dottið út og þá var það í tæpar 10 mín.
Hraðinn er ágætur. er að ná 200 niður og cirkca 45-60 upp.


Áhugavert að heyra að þetta hafi dottið þetta sjaldan út, hefði haldið að það væri mun oftar. Eru mælingar á bakvið þessar tölur eða er þetta upplifun hjá þér?


Ég keyri uptime Kuma í docker á unraid vélinni minni og læt hann vakta tenginguna.