Setja upp TrueNAS þjón


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf jonfr1900 » Mán 04. Nóv 2024 01:39

Ég er að setja upp TrueNAS þjón til þess að geta deilt skrám með bróður mínum og vinum. Hvernig er best að gera þetta þannig að þeir geti farið inn í gengum með SFTP (SSH) í eina möppu og náð í og sett inn eftir þörfum. Ég þarf aðalega að koma upp þessari einu möppu. Þetta keyrir í sýndartölvu með einum hörðum diski sem er um 300GB í stærð.

Takk fyrir aðstoðina.




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf TheAdder » Mán 04. Nóv 2024 08:27

Af hverju seturðu ekki bara upp ftpd á freebsd vél hjá þér? TrueNAS er frekar mikil yfirbygging að ástæðulausu bara fyrir ftp þjónustu.

Annars ætti þetta ekki að vera meira mál en að virkja FTP þjónustuna undir System>Services, stilla hana þar undir (haka í advanced til þess að komast í TLS). Það eru svo frekari leiðbeingar í Documentation hjá þeim:
https://www.truenas.com/docs/scale/scal ... vicescale/


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf Televisionary » Mán 04. Nóv 2024 11:16

SFTP uppsetning í Jails á FreeBSD eða keyra sem þjónustu í Docker container. En ég myndi ekki opna svona þjónustu út á netið í dag heim til mín. Ég myndi alla daga note Nebula/Tailscale/Zerotier eða álíka til að geta stýrt þessu.

https://hub.docker.com/r/atmoz/sftp/

En meira af upplýsingum myndi ekki skaða.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf jonfr1900 » Mán 04. Nóv 2024 13:24

TheAdder skrifaði:Af hverju seturðu ekki bara upp ftpd á freebsd vél hjá þér? TrueNAS er frekar mikil yfirbygging að ástæðulausu bara fyrir ftp þjónustu.

Annars ætti þetta ekki að vera meira mál en að virkja FTP þjónustuna undir System>Services, stilla hana þar undir (haka í advanced til þess að komast í TLS). Það eru svo frekari leiðbeingar í Documentation hjá þeim:
https://www.truenas.com/docs/scale/scal ... vicescale/


FTP er 40 ára eða eldra. Það er óröruggt, ódulkóðað og bara slæm hugmynd almennt að nota í dag.




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf TheAdder » Mán 04. Nóv 2024 13:33

jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Af hverju seturðu ekki bara upp ftpd á freebsd vél hjá þér? TrueNAS er frekar mikil yfirbygging að ástæðulausu bara fyrir ftp þjónustu.

Annars ætti þetta ekki að vera meira mál en að virkja FTP þjónustuna undir System>Services, stilla hana þar undir (haka í advanced til þess að komast í TLS). Það eru svo frekari leiðbeingar í Documentation hjá þeim:
https://www.truenas.com/docs/scale/scal ... vicescale/


FTP er 40 ára eða eldra. Það er óröruggt, ódulkóðað og bara slæm hugmynd almennt að nota í dag.

Ég áttaði mig ekki á að SFTP og FTP yfir TLS (sem er dulkóðað) væru sitt hvor hluturinn, en SFTP er líka í boði á TrueNAS Scale:
https://www.truenas.com/docs/scale/scal ... vicescale/


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf jonfr1900 » Mán 04. Nóv 2024 13:33

Televisionary skrifaði:SFTP uppsetning í Jails á FreeBSD eða keyra sem þjónustu í Docker container. En ég myndi ekki opna svona þjónustu út á netið í dag heim til mín. Ég myndi alla daga note Nebula/Tailscale/Zerotier eða álíka til að geta stýrt þessu.

https://hub.docker.com/r/atmoz/sftp/

En meira af upplýsingum myndi ekki skaða.


Ég er að reyna að læra á þetta. Sýnist að ég þurfi að búa til nýjan sýndardisk. Ég setti þetta upp á 300GB VirtualBox disk sem er kannski of mikið. Ég er að nota TrueNAS Core Release 13.3. Þar sem það virkar betur í VirtualBox heldur en Linux útgáfan af TrueNAS. Það getur verið að ég setji allt upp aftur með minni hörðum disk og bæti þá við inn nýjum virtualbox hörðum diski á sama tíma.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Setja upp TrueNAS þjón

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 04. Nóv 2024 13:40

jonfr1900 skrifaði:Ég er að setja upp TrueNAS þjón til þess að geta deilt skrám með bróður mínum og vinum. Hvernig er best að gera þetta þannig að þeir geti farið inn í gengum með SFTP (SSH) í eina möppu og náð í og sett inn eftir þörfum. Ég þarf aðalega að koma upp þessari einu möppu. Þetta keyrir í sýndartölvu með einum hörðum diski sem er um 300GB í stærð.

Takk fyrir aðstoðina.


Líklega þæginlegast að nota WinSCP fyrir vinina þína og bróður til að sækja skrár í gegnum SFTP ef það er spurningin þín.

Annars er ágætis documentation hvernig þú getur sett up SFTP þjónustuna á Truenas. Þarft þá að NAtta port 22 á Eldvegg á móti Truenas netþjón svo hann er aðgengilegur út á internetið. Líklega best að leyfa eingöngu ákveðnar public ip tölur að tengjast frekar en að opna á alla traffík ef þú ætlar ekki að láta notendur auðkenna sig með Private lykli og banna password auðkenningu.


Just do IT
  √