Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf netkaffi » Fös 01. Nóv 2024 14:44

Eða hefur þetta ekkert með ísland að gera sem eitthvað EU dæmi?
Leiðinlegt líka að svo mikið af þessu er misvísandi dark patterning (eða hvað það heitir til að fá fólk til að klikka á eitthvað eða nota eitthvað sem sýgur svo af því upplýsingar). Þ.e. kostirnir sem koma upp eru annað hvort að hafna öllu eða samþykkja allt, og sem lætur mér allavega líða eins og ég sé mögulega að fara hafna einhverju og brjóta síðuna með því. Svo þegar ég klikka að ég t.d. vilji líka "functional" cookies þá kemur loksins "save configuration" upp, eins og það sé verið að þrýsta á mig til að velja meira en necessary. Af hverju er save configuration ekki í boði strax bara með necessary möguleikann? (Þetta er rhetorical spurning, s.s. ekki spurning.) Trikkið er að ef þú velur Decline All, þá ertu að velja necessary möguleikann.

Edit: N.b. "show details" breytir þessu ekki.

https://www.google.com/search?q=dark+pattern

Mynd
Síðast breytt af netkaffi á Fös 01. Nóv 2024 14:45, breytt samtals 1 sinni.




agust1337
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf agust1337 » Fös 01. Nóv 2024 15:16

Það er ekki lögbröt, né bannað að birta vefkökur upplýsingar á ensku, en það er mælt gegn því.

5. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti kemur fram að notendur skuli vera upplýstir um notkun vefkaka og hafa möguleika á að hafna þeim.

Lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, þar sem kveðið er á um að íslenska sé opinbert mál landsins og að almenningur eigi rétt á að nota hana í samskiptum við stjórnvöld og aðra opinbera aðila.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf Viktor » Fös 01. Nóv 2024 15:46

[Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu]1)
2005 nr. 57 20. maí

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005057.html

Neytendastofa í íslenskuátak: Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar sem eru ekki á íslensku

https://www.stjornarradid.is/efst-a-bau ... -islensku/

Leiðbeiningarnar skulu vera á íslensku eða öðru Norðurlandamáli, þó ekki finnsku, eða ensku og miðaðar við tegund og gerð viðkomandi vöru, þjónustu eða annars þess sem í té er látið.

Almennir skilmálar þjónustuaðila, sem bjóða neytendum þjónustu sína hér á landi, skulu vera á íslensku.]


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf olihar » Fös 01. Nóv 2024 15:50

GDPR cookies Gluggar er eitt það versta sem hefur komið fyrir internetið.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf netkaffi » Fim 07. Nóv 2024 12:08

olihar skrifaði:GDPR cookies Gluggar er eitt það versta sem hefur komið fyrir internetið.

Já. Hugmyndin á bakvið það, þ.e. að gefa þessar upplýsingar og leyfa manni að ráða hvað maður samþykkir er fín, en útfærslan að láta mann þurfa samþykkja það aftur og aftur vegna þess að það kemur upp á hverri einustu vefsíðu er hörmuleg. Ég reyndar blessunarlega hef notað extension sem heitir I don't care about cookies undanfarin ár. En ég ímynda mér að sumir séu að loka tugum svona cookie glugga upp á dag. Ég geri mér grein fyrir að kröfur vefsíðna um upplýsingar eru mismunandi, en það hefði nú samt verið hægt að vinna með Chromium og Mozilla til þess að koma einhverri sjálfvirkni í þetta.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf olihar » Fim 07. Nóv 2024 12:24

Svo er þetta að verða algengara, accept or pay.

IMG_0080.jpeg
IMG_0080.jpeg (837.6 KiB) Skoðað 268 sinnum




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Cookie-upplýsingar á ensku, er þetta löglegt?

Pósturaf netkaffi » Fim 07. Nóv 2024 12:36

Já ókei, þá verður þetta enn flóknara. Hef blessunarlega ekki séð þetta neinstaðar.
Mér er svo sem sama um að gefa þessar cookie upplýsingar, hef ekki heyrt að neinum hafi orðið mein af því að tæknilega væri hægt að sirka sig út og komast að ýmsu um hagi manns (eins og hvort maður sé þunglyndur eða giftur eða hvað). (Það er ekkert að því að vera þunglyndir eða giftur eða ógiftur eða hvað, það væri kannski helst að maður myndi tapa starfstækifærum eða viðskiptum við skort á privacy, en hef ekki heyrt um það. Hef ekki heyrt að hægt væri að grafa upp skít um pólitíkusa út frá cookie-slóðum þeirra, og það væri örugglega búið að því ef hægt væri að gera það.)