Matvörubúðakostnaðar tracker


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Matvörubúðakostnaðar tracker

Pósturaf axyne » Sun 06. Okt 2024 11:58

Við hjónin erum með kerfi þar sem við sláum öllum kvittunum upp í Excel til að halda yfirlit yfir kaup í matvörubúðunum.
Flokkum síðan ekki-matarkyns í aðra dálka: Áfengi/Nammi/Börn/Hreinlætisvörur/Annað.

Þetta getur verið ansi tímafrekt og leiðinlegt, sérstaklega þegar safnast hafa upp kvittanir og þá látum við oft næja að skrá eingöngu heildarupphæð og flokka ekki í dálka, því eru göt í gagnasafninu hér og þar.

Ég hef verið að leita að einhverri lausn þar sem hægt væri að skanna inn kvittanir með símamyndavél, sem eru síðan flokkaðar sjálfkrafa í ýmsa undirflokka og niðurstöður að lokum sýnt í grafísku umhverfi.

Ein lausn sem ég hef fundið er Apocha sem virðist gera nákvæmlega það sem ég vill.
Hægt er að prufukeyra skannan hér

Draumurinn væri samt að hafa þetta self-hosted.
Hef verið að fikta aðeins með paperless-ngx en það er þó eingöngu til að skanna og geyma textann úr kvittunum svo það þarf meira til.

Hefur einhver verið í sömu pælingum?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Matvörubúðakostnaðar tracker

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 06. Okt 2024 15:09

Getur prófað að taka mynd af kvittun og uploada a chatgpt.eg spurði chatgpt hvort hún gæti tekið við mynd af kvittun og outputað texta og verði á CSV og þetta var svarið.
"Yes, you can upload the image of the recipe, and I'll extract the text, including prices, and provide it to you in CSV format! Please go ahead and upload the picture."

Ég nota chatgpt grimmt á Spáni þegar ég er úti í búð og veit ekki nákvæmlega hvernig vöru ég er að skoða (allt a spænsku) og ég smelli mynd af lýsingu og fæ fínasta svar til baka :)


Just do IT
  √

Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Matvörubúðakostnaðar tracker

Pósturaf kusi » Sun 06. Okt 2024 15:14

Kannski ekki alveg það sem þú ert að hugsa en "Strimillinn" sem síðar þróaðist yfir í "Neytandinn" (https://www.neytandinn.is/) er app sem gengur út á að skanna kvittanir. Tilgangurinn með því er þó ekki að halda bókhald heldur verðsögu. Það er því meira í áttina að hinu nýrra Prís appi frá ASÍ þar sem þú getur gert verðsamanburð milli verslana. Í öllu falli, ef þú vilt halda áfram með þessa hugmynd eru þetta aðilar sem þú gætir sett þig í samband við.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Matvörubúðakostnaðar tracker

Pósturaf rattlehead » Sun 06. Okt 2024 15:44

Lifir Meniga enn? Notaði það grimmt fyrir nokkrum árum.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Matvörubúðakostnaðar tracker

Pósturaf Semboy » Sun 06. Okt 2024 23:43

Það væri ekkert stórt mál að búa til síma app fyrir svona.
Og setja chatgbp fyrir myndir inná appið sjálfa.


hef ekkert að segja LOL!