Renna fyrir flatan ethernet kapal

Skjámynd

Höfundur
gnarr
Kóngur
Póstar: 6484
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 311
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Renna fyrir flatan ethernet kapal

Pósturaf gnarr » Lau 17. Ágú 2024 23:38

Ég er með þennann netkapal og vantar rennu sem passar eins þétt utanum hann og mögulegt er. Semsagt eins litla rennu og ég ætti að koma honum í.

Hefur einhver hér reynslu af því að setja þennann eða svipaðan kapal í rennu og veit hvaða stærð myndi henta?

Eitthvað héðan mögulega?


"Give what you can, take what you need."


TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Renna fyrir flatan ethernet kapal

Pósturaf TheAdder » Lau 17. Ágú 2024 23:41

Mér sýnist að eitthvað þessu líkast sé næst lagi. Vandamálið við svona flata snúru, er hversu breið hún er.
https://rafmark.is/vara/renna-f-snuru-l ... -2m-hvitt/

Það liggur við að gaffer teip sé skárra en renna undir þetta.
Síðast breytt af TheAdder á Lau 17. Ágú 2024 23:41, breytt samtals 1 sinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Semboy
1+1=10
Póstar: 1143
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Renna fyrir flatan ethernet kapal

Pósturaf Semboy » Sun 18. Ágú 2024 01:54

er komið að útan á liggjandi listaverk. Yuck! hah þoli ekki svona.
Ég fer bara að fræsa og brjóta. Kannski hef ég mikið tíma til að eyða, veit ekki.


Edit: Og ef þú vilt hafa þetta enþá minna áberandi, afhverju ekki bara leggja ljósleiðaran sjálfa með fram öllu með límbyssu?
bara passa strjúka veggin vel með klút sem er búið að bleyta með sprítt.
Síðast breytt af Semboy á Sun 18. Ágú 2024 02:08, breytt samtals 1 sinni.


hef ekkert að segja LOL!


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Renna fyrir flatan ethernet kapal

Pósturaf axyne » Sun 18. Ágú 2024 10:11

Sama hvaða rennu þú færð þér þá mun hún vera miklu áberandi en kapallinn einn og sér.
Ég myndi fá mér tvöfald límband eins og þetta.
Smá maus að fá þetta beint og fínt ef þú ert að leggja milli tveggja veggja yfir loft en ef þú notar laser og smá þolinmæði þá er ég viss um þetta verði mun smartara en renna.


Electronic and Computer Engineer