Afritunarlausnir í skýinu?


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Afritunarlausnir í skýinu?

Pósturaf falcon1 » Þri 30. Júl 2024 13:52

Ég hef verið að nota Crashplan til að hafa afrit af ljósmynda- og myndbandasafninu mínu í skýinu. Vandamálið núna er það að safnið er að nálgast 10tb að stærð og Crashplan er svakalega hægt að afrita og nær ekki að halda í við nýtt efni sem kemur inn.

Er einhver skýjalausn sem er mjög hraðvirk sem þið hafið verið að nota fyrir svona mikið magn af gögnum? Eitthvað jafnvel hérna innanlands?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Afritunarlausnir í skýinu?

Pósturaf rapport » Þri 30. Júl 2024 15:36

Hef notað backblaze fyrir mín Tb, en það dúllast upp í skýið hægt og rólega og svo tekur heila eilífð að sækja þetta ef vesen kemur í heimsókn.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Afritunarlausnir í skýinu?

Pósturaf AntiTrust » Fim 01. Ágú 2024 13:09

Ég hef verið að nota pCloud til að afrita allt persónulegt, finnst það talsvert hraðara í recovery en Crashplan og Backblaze. Auðvelt að skoða skrár í afritum líka í bæði desktop application, appi í símum/tablets og í browser. Afritar líka sjálfkrafa t.d. allar myndir/vídjó úr iPhone og iPad hjá mér.

pCloud býður líka upp á sharing á einstaka möppum eða skrám með direct linkum og svokallaða Crypto folder sem býður upp á client-side dulkóðun, þeas skrárnar eru dulkóðaðar á tækinu áður en skrárnar eru sendar upp í skýiið, og sú mappa er læst sérstaklega.

Þú getur skráð þig frítt og fengið 20GB án kostnaðar ef ég man rétt, og í Settings geturu keyrt speedtest yfir á þjónanna þeirra, og fengið bæði latency og UL/DL hraða.

Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.
Síðast breytt af AntiTrust á Fim 01. Ágú 2024 13:12, breytt samtals 1 sinni.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Tengdur

Re: Afritunarlausnir í skýinu?

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 01. Ágú 2024 13:47

AntiTrust skrifaði:Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.

Getur reyndar látið þá senda þér 8TB USB drif ef þú vilt ekki downloada gögnunum. Kostar reyndar 189$ per drif en getur sent drifin til baka og fengið endurgreitt.
https://www.backblaze.com/cloud-backup/features/restore
Kemur reyndar ekki fram á síðunni þeirra hvort hægt sé að gera þetta með mörg drif.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Afritunarlausnir í skýinu?

Pósturaf AntiTrust » Fim 01. Ágú 2024 13:57

B0b4F3tt skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.

Getur reyndar látið þá senda þér 8TB USB drif ef þú vilt ekki downloada gögnunum. Kostar reyndar 189$ per drif en getur sent drifin til baka og fengið endurgreitt.
https://www.backblaze.com/cloud-backup/features/restore
Kemur reyndar ekki fram á síðunni þeirra hvort hægt sé að gera þetta með mörg drif.


Já ég er með talsvert meira en 8TB afrituð yfir í Backblaze O:) - en ekkert sem myndi liggja á að restore'a ef þess þyrfti.