KDE á FreeBSD


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

KDE á FreeBSD

Pósturaf jonfr1900 » Þri 28. Maí 2024 03:48

Það var alveg ótrúlega einfalt að koma KDE í gagnið á FreeBSD þegar ég setti inn VirtualBox driverinn. Þar sem þetta er að keyra í VirtualBox. Þá er það aðeins að flækja hlutina. Þetta samt virkar betur en sambærilegt kerfi í Debian Linux. Þetta er reyndar með EFI stuðningi til prufu hjá mér.

Það eru ennþá gallar í gangi hjá mér. Scroll takkinn virðist valda handahófskenndum skipunum af einhverjum ástæðum en það er tengt VirtualBox frekar en einhverju öðru.

VirtualBox_FreeBSD EFI_28_05_2024_03_38_22.png
VirtualBox_FreeBSD EFI_28_05_2024_03_38_22.png (617.31 KiB) Skoðað 2599 sinnum
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 28. Maí 2024 03:53, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: KDE á FreeBSD

Pósturaf jonfr1900 » Mið 29. Maí 2024 02:44

Þó svo að ég sé að keyra FreeBSD í VirtualBox til þess að læra á það. Þá er þetta umtalsvert einfaldra en nokkurt Linux distro sem ég hef notað. Þá miðað við að ég er bara að nota binary pakka núna.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: KDE á FreeBSD

Pósturaf Televisionary » Mið 29. Maí 2024 20:09

Gaman að sjá innlegg um FreeBSD hérna á borðinu. Uppsetning fyrir t.d. á skráaþjónum og sýndarvélum er mjög fljótleg og keyri nokkrar vélar hérna heima með FreeBSD og hef notað það af og til síðustu 20+ árin en það sem hefur ofast hrakið mig í burtu er ónógur stuðningur við nýjan vélbúnað.

Stundum hafa þetta verið SAS kontróllerar, Sata kontróllerar og alveg niður í það að einfaldir hlutir eins og shutdown/reboot hafa verið í ruglinu.

GhostBSD er mjög fín dreifing ef fólk vill fara í desktop uppsetningu án þess að puða mikið.



BSD dreifingarnar hafa verið að dragast mikið aftur úr því að vera notendavænar í uppsetningu m.v. önnur stýrikerfi. Það gerir þessa hluti fráhrindandi fyrir nýja notendur. Eitthvað stendur til að gera bragarbót á þessu og búa til GUI installer sbr:

- There's work underway on creating a new graphical installer for FreeBSD. A prototype was created after the FreeBSD 14.0 release using bsddialog, a solution as a BSD-based Xdialog-inspired package. Enhancements to bsdinstall are ongoing as part of this graphical install effort.

- Work began on making FreeBSD's audio stack better and more useful tools and frameworks to enhance audio development on FreeBSD.



Linux dreifingarnar eru orðnar langtum þjálli og einfaldar í uppsetningu eins og þessar:
- PopOS / Hef verið að keyra þetta á Thinkpad X201 vél og ég er að fá svo gott rafhlöðulíf á þessari 14 ára gömlu tölvu
- Ubuntu
- Debian (Frá útgáfu 12 þarf ekki að sækja firmware release af ISO eins og þurfti að gera fyrir WiFi stuðning og fleira)
- Þetta er nú oftast nær sjálfvalin útgáfa þegar ég er að setja upp einhverjar þjónustur heima eða annars staðar.

Þetta er bara brot af þeim distróum sem eru í dreifingu.

FreeBSD þróunaraðilar og þeir sem stýra þessum verkefnum verða að bretta upp ermarnar ef við ætlum ekki að sjá þetta hverfa algerlega.

Hvaða hugbúnað lausnir ertu að nota með þessu?

Ég er að keyra eina build vél hjá mér sem er bara til að smíða afleiður af FreeBSD fyrir sérstaka hluti. Einnig er ég með nokkrar vélar að keyra bhyve sem keyra Linux sýndarvélar með þjónustum. Þetta er afar stöðugt og ég er mun fljótari að setja upp þessa hluti heldur en sömu hluti á Linux. En ég myndi alla daga segja fólki að fara í Proxmox eða álíka lausnir frekar en hbyve fyrir aðgengið.

Ef þú vilt pína sjálfan þig þá mæli ég með NixOS, geggjaðar pælingar en stundum svolítil brekka.

Gangi þér vel í þessu fikti þínu.

jonfr1900 skrifaði:Þó svo að ég sé að keyra FreeBSD í VirtualBox til þess að læra á það. Þá er þetta umtalsvert einfaldra en nokkurt Linux distro sem ég hef notað. Þá miðað við að ég er bara að nota binary pakka núna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: KDE á FreeBSD

Pósturaf jonfr1900 » Mið 29. Maí 2024 20:16

Ég er að nota VirtualBox á Windows 11 Pro til þess að læra á þetta. Síðan nota ég Webmin til þess að viðhalda FreeBSD. Það virkar ágætlega eins undarlegt og það er. Þar sem þá sér Webmin uppfærslu á pökkum og þannig hluti. Síðan er þetta bara til prufu hjá mér, þar sem notkun í sýndarumhverfi er ekkert rosalega góð finnst mér með marga hluti.