rostungurinn77 skrifaði:gnarr skrifaði:Ef þú ert að prófa linux í fysta skipti, ekki einusinni spá í Arch. Þú hefur ekki þekkingu eða skoðanir til þess að geta sett upp Arch.
Róum okkur aðeins.
Ég myndi aldrei segja einhverjum nýgræðingi að byrja á Arch en ef einhver er tilbúinn til þess að sóa klukkustundum (dögum) úr lífi sínu í að fylgja leiðbeiningunum þá er það ekki mitt að standa í vegi fyrir viðkomandi.
Pælingin á bakvið Arch er að þú getir sett upp linux kerfi sem er fullkomlega customized fyrir þig. Þetta er svona álíka og að ráðleggja einhverjum sem er að velta fyrir sér að kaupa sér sinn fyrsta bíl að smíða hann frekar sjálfur frá grunni.
Arch er ekki fyrir einhvern sem er að prófa linux í fyrsta skipti, vegna þess að þú þarft í fyrsta lagi að hafa skoðanir á hverju einasta grunn kerfi frá skrákerfi að DE. Nýr notandi hefur ekki þekkingu til þess að mynda sér skoðanir hvort hann ætti að velja EXT4 eða BTRFS, wayland eða x.org, KDE eða i3, systemd eða upstart, etc..
Plús það að það þarf ekki að gera nema ein smávægileg mistök í uppsetningunni og þú ert mögulega búinn að tapa allri uppsetningunni eða fastur í configgi sem þú skilur ekkert í.
Fyrir nýjan notanda er miklu sniðugra að byrja í einföldu tilbúnu kerfi þar sem hann getur náð tökum á conceptum hægt og rólega og þarf ekki að eyða fleiri dögum/vikum áður en hann er kominn með nothæft kerfi.