Linux stýrikerfi
Linux stýrikerfi
Mig er farið að langa að setja upp linux í borðtölvuna mína. Almennt er mín notkun vefráp og tölvuleikir og er að velta fyrir mér hvernig það gengur í linux, geri mér grein fyrir því að þetta gæti verið smá bras en það er alltaf gaman að fikta eitthvað. Þetta svo sem snýst ekki allt um að keyra alla nýjustu leikina og er ég líka að spá í eldri pc leikjum.
Virkar steam þokkalega?
Endilega deilið ykkar reynslu og hvaða stýrikerfi þið hafið notað í leiki
Virkar steam þokkalega?
Endilega deilið ykkar reynslu og hvaða stýrikerfi þið hafið notað í leiki
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1700
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Það er aðeins ein umræða eldfimari en trúmál og stjórnmál og það er hvaða linux er 'best'. Tími til að poppa.
Annars er ég með Ubuntu heima, en ekki fyrir leiki.
Annars er ég með Ubuntu heima, en ekki fyrir leiki.
Re: Linux stýrikerfi
Ég hef fiktað aðeins í Pop! OS, þeir eru með installation image með nVidia drivers uppsettum, Steam, og Proton virkaði ágætlega, í það sem ég var að prófa. Þú getur skoðað hérna https://www.protondb.com/ hvernig staðan er á þeim leikjum sem þú hefur áhuga á að spila.
Edit:
Steam virkar fínt á linux, Valve eru náttúrulega að keyra það dálítið áfram, og eins game compatability, út af SteamDeck.
Edit:
Steam virkar fínt á linux, Valve eru náttúrulega að keyra það dálítið áfram, og eins game compatability, út af SteamDeck.
Síðast breytt af TheAdder á Þri 30. Apr 2024 10:12, breytt samtals 1 sinni.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Linux stýrikerfi
Steam virkar mjög vel og það eru helst multiplayer leikir með anti-cheat sem er bara gert fyrir windows sem virka ekki (t.d. var EA að bæti því við í Battlefield V og fleiri leiki nýlega). Það gæti komið þér á óvart hve margir nýjir leikir virka vel. Getur flett upp leikum og séð support á ProtonDB.
Það eru margir sem gefast upp þegar hlutirnir eru öðruvísi en þau hafa lært á windows, en það er í raun og veru ekkert erfiðara þannig séð. Ég sagði skilið við Windows þegar Vista kom út og hef verið ýmist á mac og linux síðan og upplifi sama pirringinn þegar ég botna ekkert í Windows 11. Nýbyrjendur hafa líka óhemju mikið að velja úr þegar linux heimurinn er skoðaður, fullt af distróum og gluggakerfum sem hægt er að skoðá og prufa.
Mæli samt gegn valkvíða í þessu, ég hef farið í gegnum þetta allt og fór allan hringinn og nota bara Ubuntu eins og það kemur forstillt.
Eitt tips varðandi steam samt, það er hægt að setja það upp gegnum "app stores" (kallast snaps í ubuntu eða flatpak), en ég mæli með að installa því frá https://store.steampowered.com/about/download
Það eru margir sem gefast upp þegar hlutirnir eru öðruvísi en þau hafa lært á windows, en það er í raun og veru ekkert erfiðara þannig séð. Ég sagði skilið við Windows þegar Vista kom út og hef verið ýmist á mac og linux síðan og upplifi sama pirringinn þegar ég botna ekkert í Windows 11. Nýbyrjendur hafa líka óhemju mikið að velja úr þegar linux heimurinn er skoðaður, fullt af distróum og gluggakerfum sem hægt er að skoðá og prufa.
Mæli samt gegn valkvíða í þessu, ég hef farið í gegnum þetta allt og fór allan hringinn og nota bara Ubuntu eins og það kemur forstillt.
Eitt tips varðandi steam samt, það er hægt að setja það upp gegnum "app stores" (kallast snaps í ubuntu eða flatpak), en ég mæli með að installa því frá https://store.steampowered.com/about/download
Síðast breytt af ekkert á Þri 30. Apr 2024 10:24, breytt samtals 1 sinni.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Linux stýrikerfi
TheAdder skrifaði:Ég hef fiktað aðeins í Pop! OS, þeir eru með installation image með nVidia drivers uppsettum, Steam, og Proton virkaði ágætlega, í það sem ég var að prófa. Þú getur skoðað hérna https://www.protondb.com/ hvernig staðan er á þeim leikjum sem þú hefur áhuga á að spila.
Edit:
Steam virkar fínt á linux, Valve eru náttúrulega að keyra það dálítið áfram, og eins game compatability, út af SteamDeck.
Þetta er snilldarsíða að skoða hvernig þessir leikir keyra í linux, takk!
Ah, Steamdeck keyrir á linux. Þannig að supportið fer allavega að aukast frekar en hitt, að minnsta kosti í Steam
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2850
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Linux Mint verður your best bet.... ekkert vera fara í SteamOs eða Lutris amk ekki strax
https://store.steampowered.com/linux og held að proton komi default svo það er bara yes yes next yes (gæti verið að þú þurfti að enable-a það)
https://heroicgameslauncher.com
Ýmsar stillingar á https://www.protondb.com og https://wiki.archlinux.org/title/MangoHud fyrir fps overlay meðan þú stillir og svosem allt í lagi að hafa
Fyrir ýmis forrit tengt leikjum keyriru í https://www.winehq.org
Annars nota ég bara w11 .. hættur þessu linux stússi:)
https://store.steampowered.com/linux og held að proton komi default svo það er bara yes yes next yes (gæti verið að þú þurfti að enable-a það)
https://heroicgameslauncher.com
Ýmsar stillingar á https://www.protondb.com og https://wiki.archlinux.org/title/MangoHud fyrir fps overlay meðan þú stillir og svosem allt í lagi að hafa
Fyrir ýmis forrit tengt leikjum keyriru í https://www.winehq.org
Annars nota ég bara w11 .. hættur þessu linux stússi:)
Síðast breytt af CendenZ á Þri 30. Apr 2024 10:33, breytt samtals 1 sinni.
Re: Linux stýrikerfi
ekkert skrifaði:Steam virkar mjög vel og það eru helst multiplayer leikir með anti-cheat sem er bara gert fyrir windows sem virka ekki (t.d. var EA að bæti því við í Battlefield V og fleiri leiki nýlega). Það gæti komið þér á óvart hve margir nýjir leikir virka vel. Getur flett upp leikum og séð support á ProtonDB.
Það eru margir sem gefast upp þegar hlutirnir eru öðruvísi en þau hafa lært á windows, en það er í raun og veru ekkert erfiðara þannig séð. Ég sagði skilið við Windows þegar Vista kom út og hef verið ýmist á mac og linux síðan og upplifi sama pirringinn þegar ég botna ekkert í Windows 11. Nýbyrjendur hafa líka óhemju mikið að velja úr þegar linux heimurinn er skoðaður, fullt af distróum og gluggakerfum sem hægt er að skoðá og prufa.
Mæli samt gegn valkvíða í þessu, ég hef farið í gegnum þetta allt og fór allan hringinn og nota bara Ubuntu eins og það kemur forstillt.
Eitt tips varðandi steam samt, það er hægt að setja það upp gegnum "app stores" (kallast snaps í ubuntu eða flatpak), en ég mæli með að installa því frá https://store.steampowered.com/about/download
Var einmitt að fletta upp Elden ring þar sem hann er með anti cheat og hann virðist virka nokkuð vel, hann hefur samt verið að bögga mig af og til í Windows þannig að þetta virðist bara ekkert vera verra.
Ég er alveg til í að fara út fyrir þægindarammann þar sem að mitt mat er að open source er málið, þó að ég hafi fram að þessu notast við windows í borðtölvunni minni. Það þarf stundum bara að skella sér í djúpu laugina
Re: Linux stýrikerfi
CendenZ skrifaði:Linux Mint verður your best bet.... ekkert vera fara í SteamOs eða Lutris amk ekki strax
https://store.steampowered.com/linux og held að proton komi default svo það er bara yes yes next yes
https://heroicgameslauncher.com
Ýmsar stillingar á https://www.protondb.com og https://wiki.archlinux.org/title/MangoHud fyrir fps overlay meðan þú stillir og svosem allt í lagi að hafa
Fyrir ýmis forrit tengt leikjum keyriru í https://www.winehq.org
Annars nota ég bara w11 .. hættur þessu linux stússi:)
Dásamlegt, takk.
Síðan er alltaf hægt að fara til baka ef maður gefst upp, sem ég reyndar hugsa að ég geri ekki... En maður veit aldrei
Re: Linux stýrikerfi
Mín ráðlegging er að skipta ekki alfarið yfir í Linux nema þú sért annað hvort orðinn of pirraður á MS og Windows, eða hafir efasemdir um "heillindi" þeirra í persónuverndarmálum, eða bæði.
Allt í lagi að prófa, bara ekki ætla þér of mikið í byrjun.
Annars finnst mér Mint frekar fínt fyrir eilífðarnoob eins og mig.
Er bara ekkert í leikjum til að geta dæmt.
Allt í lagi að prófa, bara ekki ætla þér of mikið í byrjun.
Annars finnst mér Mint frekar fínt fyrir eilífðarnoob eins og mig.
Er bara ekkert í leikjum til að geta dæmt.
-
- has spoken...
- Póstar: 180
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 76
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Til að endurtaka það sem síðasti ræðumaður sagði.
Einfaldasta leiðin til þess að dýfa tánum í vatnið er að setja linux upp á usb lykil og keyra af honum meðan að þú færð tilfinningu fyrir því hvað þér líkar.
Ef þú nennir því ekki, bættu þá ssd við tölvuna ef þú getur og settu upp linuxinn á þann disk eða skiptu um stýrikerfisdisk meðan að þú ert að prófa þig áfram.
Að fara úr linux í windows er svolítið eins og að flytja til framandi lands þar sem þú skilur ekki tungumálið/menninguna vel. Það er ágætt að geta skroppið heim á meðan þú ert að venjast.
Ég er búinn að fara i marga hringi með distro, byrjaði í ubuntu, skipti yfir í mint, svo kom manjaro, svo kom mx linux og núna er ég aftur kominn í linux mint. Ekki hengja þig í að eitthvað sé best. Allt hefur sína kosti og galla.
Síðan kemur auðvitað hausverkurinn hvort þú vilt, gnome, kde, xfce, cinnamon, mate og svo framvegis.
Góða skemmtun segi ég bara.
Einfaldasta leiðin til þess að dýfa tánum í vatnið er að setja linux upp á usb lykil og keyra af honum meðan að þú færð tilfinningu fyrir því hvað þér líkar.
Ef þú nennir því ekki, bættu þá ssd við tölvuna ef þú getur og settu upp linuxinn á þann disk eða skiptu um stýrikerfisdisk meðan að þú ert að prófa þig áfram.
Að fara úr linux í windows er svolítið eins og að flytja til framandi lands þar sem þú skilur ekki tungumálið/menninguna vel. Það er ágætt að geta skroppið heim á meðan þú ert að venjast.
Ég er búinn að fara i marga hringi með distro, byrjaði í ubuntu, skipti yfir í mint, svo kom manjaro, svo kom mx linux og núna er ég aftur kominn í linux mint. Ekki hengja þig í að eitthvað sé best. Allt hefur sína kosti og galla.
Síðan kemur auðvitað hausverkurinn hvort þú vilt, gnome, kde, xfce, cinnamon, mate og svo framvegis.
Góða skemmtun segi ég bara.
Re: Linux stýrikerfi
Mæli með að skoða Manjaro, nokkrir möguleikar á window managerum. Ég persónulega hef hallast að XFCE en Gnome og Plasma eru líka fín.
Manjaro er byggt á Arch Linux.
Ég myndi bara prófa að setja upp Linux á auka disk á vélinni og prófa þig áfram. Flest Linux distro eru að vera bara fín fyrir leiki og alltaf að bætast í flóruna leikir sem virka 100% ProtonDB heldur utan um lista af leikjum á Steam sem virka með Proton.
Ef að þú hefur aldrei notað Linux áður vertu bara tilbúinn að sumir hlutir sem eru einfaldir á Windows gætu þarfnast google+fikt á Linux
Manjaro er byggt á Arch Linux.
Ég myndi bara prófa að setja upp Linux á auka disk á vélinni og prófa þig áfram. Flest Linux distro eru að vera bara fín fyrir leiki og alltaf að bætast í flóruna leikir sem virka 100% ProtonDB heldur utan um lista af leikjum á Steam sem virka með Proton.
Ef að þú hefur aldrei notað Linux áður vertu bara tilbúinn að sumir hlutir sem eru einfaldir á Windows gætu þarfnast google+fikt á Linux
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 116
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Er að nota linux mikið í gegnum vmware player og taka nokkra hringi á distroum og enda alltaf á linux mint. User frendly og gott comunity support. Hef stundum ílengs líka í Zorin os sem er ubuntu based.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Linux stýrikerfi
Til viðbótar því sem aðrir hafa sagt með að prufa, skoðaðu þetta https://www.ventoy.net/en/index.html og settu nokkur image á USB til að prufukeyra mismunandi útgáfur, ég held að öll linux distro bjóði upp á að prófa kerfið í stað uppsetninga þegar þú ræsir af usb.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Besserwisser
- Póstar: 3165
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Ég keyri Windows 11 + WSL
Keyri Ubuntu 22.04 þegar ég þarf að nota CLI með einföldu móti.
Kali Linux ef ég þarf að fikta með Grafísku viðmóti https://www.kali.org/docs/wsl/win-kex/
Keyri Ubuntu 22.04 þegar ég þarf að nota CLI með einföldu móti.
Kali Linux ef ég þarf að fikta með Grafísku viðmóti https://www.kali.org/docs/wsl/win-kex/
Just do IT
√
√
Re: Linux stýrikerfi
Linux Mint alla leið, Steam virkar fullkomlega. Getur runnað Windows leiki með Proton sem er innbyggt inní Steam (þarft bara fara í options og enabla það) Margir eldri leikir sem eiga erfitt, eða jafnvel runna ekki á nýjasta Windows virka almennt vel í gegnum proton. Ef þú ert með aðra Windows leiki sem þú keyptir ekki í gegnum Steam, þá geturðu "add non-steam game to my library" og spilað þá þannig í gegnum proton, Spila Blizzard leiki þannig.
Er búin að daily runna Linux síðan 2015 og Mint síðan 2016. Fólk kallar oft Mint sem byrjenda kerfi, eða nýliði kerfi, en það sama fólk er aldrei með góða ástæða afhverju það er, fyrir utan að það bara virkar og er aldrei með vesen.
Er búin að daily runna Linux síðan 2015 og Mint síðan 2016. Fólk kallar oft Mint sem byrjenda kerfi, eða nýliði kerfi, en það sama fólk er aldrei með góða ástæða afhverju það er, fyrir utan að það bara virkar og er aldrei með vesen.
-
- Kóngur
- Póstar: 6482
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 310
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Fedora Workstation 40 er lang besta desktop distro sem ég hef prófað.
Kemur default með Gnome á Wayland, en það er lítið mál að svissa yfir á X.org til þess díla við vesen á nvidia driver'um.
Kemur default með Gnome á Wayland, en það er lítið mál að svissa yfir á X.org til þess díla við vesen á nvidia driver'um.
"Give what you can, take what you need."
Re: Linux stýrikerfi
Henjo skrifaði:Linux Mint alla leið, Steam virkar fullkomlega. Getur runnað Windows leiki með Proton sem er innbyggt inní Steam (þarft bara fara í options og enabla það) Margir eldri leikir sem eiga erfitt, eða jafnvel runna ekki á nýjasta Windows virka almennt vel í gegnum proton. Ef þú ert með aðra Windows leiki sem þú keyptir ekki í gegnum Steam, þá geturðu "add non-steam game to my library" og spilað þá þannig í gegnum proton, Spila Blizzard leiki þannig.
Er búin að daily runna Linux síðan 2015 og Mint síðan 2016. Fólk kallar oft Mint sem byrjenda kerfi, eða nýliði kerfi, en það sama fólk er aldrei með góða ástæða afhverju það er, fyrir utan að það bara virkar og er aldrei með vesen.
Mint, og önnur álíka kerfi, kallast byrjenda kerfi, eða nýliða kerfi, af því þau eru auðveld og þægileg. Akkúrat kerfin til þess að byrja á, það þýðir samt ekki að fólk 'þurfi' að skipta í eitthvað annað seinna meir. Þessi byrjenda kerfi geta verið góð og hentug til frambúðar.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2850
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
æiii plís "Byrjendakerfi"
Hvað er þá Windows ? eða MacOS
Nixarnar þurfa hætta þessu að allir sem vilja prufa linux muni að lokum gerast partur af The Lone Gunmen. Maður getur alveg léttilega hent upp Linux Mint og browsað í firefox, opnað emailin sín, horft á youtube osfr. same shit og í windows 11 og haldið áfram að stunda líkamsrækt og rakað sig og átt kærustu eða konu
Hvað er þá Windows ? eða MacOS
Nixarnar þurfa hætta þessu að allir sem vilja prufa linux muni að lokum gerast partur af The Lone Gunmen. Maður getur alveg léttilega hent upp Linux Mint og browsað í firefox, opnað emailin sín, horft á youtube osfr. same shit og í windows 11 og haldið áfram að stunda líkamsrækt og rakað sig og átt kærustu eða konu
Re: Linux stýrikerfi
TheAdder skrifaði:Henjo skrifaði:Linux Mint alla leið, Steam virkar fullkomlega. Getur runnað Windows leiki með Proton sem er innbyggt inní Steam (þarft bara fara í options og enabla það) Margir eldri leikir sem eiga erfitt, eða jafnvel runna ekki á nýjasta Windows virka almennt vel í gegnum proton. Ef þú ert með aðra Windows leiki sem þú keyptir ekki í gegnum Steam, þá geturðu "add non-steam game to my library" og spilað þá þannig í gegnum proton, Spila Blizzard leiki þannig.
Er búin að daily runna Linux síðan 2015 og Mint síðan 2016. Fólk kallar oft Mint sem byrjenda kerfi, eða nýliði kerfi, en það sama fólk er aldrei með góða ástæða afhverju það er, fyrir utan að það bara virkar og er aldrei með vesen.
Mint, og önnur álíka kerfi, kallast byrjenda kerfi, eða nýliða kerfi, af því þau eru auðveld og þægileg. Akkúrat kerfin til þess að byrja á, það þýðir samt ekki að fólk 'þurfi' að skipta í eitthvað annað seinna meir. Þessi byrjenda kerfi geta verið góð og hentug til frambúðar.
En akkúrat það, orðið "byrjenda eða nýliði kerfi" gefur hugmyndina að fólk heldur að það þurfi að uppfæra í eitthv flóknara til að geta nýtt kerfið sitt til fulls. Eins og Mint sé reiðhjól með hjálparadekkjum, en ekki Toyota Camry sem fer með þig og gerir allt sem fólk gerir. Þetta skapar mjög villandi og heimskulegt viðhorf og ýtir fólk bara i burtu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2777
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 344
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Það er einnig hægt að nota einhverja BSD útgáfuna eða bara FreeBSD og sett upp kde sjálfur.
Guide to FreeBSD Desktop Distributions
Guide to FreeBSD Desktop Distributions
Re: Linux stýrikerfi
Arch eða ekkert!
Ég hef hoppað soldið á milli distroa en enda alltaf aftur í Ubuntu Mate. Það er líkast Ubuntu eins og það var þegar ég byrjaði að nota Linux af alvöru og bara virkar best fyrir mig.
Annars mundi ég alltaf byrja á að prófa nokkur distro á VM, sjá hvað þú fílar. Spurning líka með að dual boota fyrst um sinn, þá geturðu alltaf farið yfir í Windows þegar þú finnur að hárið er farið að grána
Ég hef hoppað soldið á milli distroa en enda alltaf aftur í Ubuntu Mate. Það er líkast Ubuntu eins og það var þegar ég byrjaði að nota Linux af alvöru og bara virkar best fyrir mig.
Annars mundi ég alltaf byrja á að prófa nokkur distro á VM, sjá hvað þú fílar. Spurning líka með að dual boota fyrst um sinn, þá geturðu alltaf farið yfir í Windows þegar þú finnur að hárið er farið að grána
Re: Linux stýrikerfi
gorkur skrifaði:Arch eða ekkert!
Ég hef hoppað soldið á milli distroa en enda alltaf aftur í Ubuntu Mate. Það er líkast Ubuntu eins og það var þegar ég byrjaði að nota Linux af alvöru og bara virkar best fyrir mig.
Annars mundi ég alltaf byrja á að prófa nokkur distro á VM, sjá hvað þú fílar. Spurning líka með að dual boota fyrst um sinn, þá geturðu alltaf farið yfir í Windows þegar þú finnur að hárið er farið að grána
Akkúrat að prófa, skella nokkrum á USB með Ventoy, getur ræst upp og prófað, ég myndi mæla með þessum hérna til að byrja með:
Ubuntu
Linux Mint
Pop! OS
Arch OS
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Gúrú
- Póstar: 574
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
- Reputation: 78
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
Gallinn við það að notendur skipti frá Windows yfir í Linux er sá að þeir sem hafa áhuga á þessu, og eru forvitnir, hafa langflestir vel yfir meðallagi tölvuþekkingu.
Þessir lengra komnu Windows notendur byrja nefnilega á nákvæmlega sama stað og þeir sem aldrei hafa snert tölvu áður, eða á botninum.
Pre-requisite fyrir svona skipti:
Ef þú uppfyllir forkröfurnar og hefur ennþá áhuga, þá eru til fullt af skemmtilegum distro-um. Eins og áður hefur komið fram er fátt leiðinlegra en Linux notendur að sannfæra þig hvers vegna þú ættir að vera sammála þeim.
Persónulega er ég að nota Nobara á aðalvélinni minni, sem er Fedora með "gaming features", en mæli engan veginn með því fyrir nýflugur. Ubuntu er mjög góður byrjunarpunktur og ekki endilega útaf því að það sé besta distro-ið, heldur muntu eiga auðveldast með að gúggla upplýsingar um vandræðin sem þú munt lenda í.
Góðar stundir.
Þessir lengra komnu Windows notendur byrja nefnilega á nákvæmlega sama stað og þeir sem aldrei hafa snert tölvu áður, eða á botninum.
Pre-requisite fyrir svona skipti:
- Sætta sig við að þú kannt ekkert á nýja stýrikerfið og að þú munt lenda í vandræðum á einhverjum tímapunkti, ef ekki strax.
- Þú munt þurfa að eyða tíma í að læra á hluti sem í Windows voru sjálfsagðir.
- Sjá punkt nr. 1
Ef þú uppfyllir forkröfurnar og hefur ennþá áhuga, þá eru til fullt af skemmtilegum distro-um. Eins og áður hefur komið fram er fátt leiðinlegra en Linux notendur að sannfæra þig hvers vegna þú ættir að vera sammála þeim.
Persónulega er ég að nota Nobara á aðalvélinni minni, sem er Fedora með "gaming features", en mæli engan veginn með því fyrir nýflugur. Ubuntu er mjög góður byrjunarpunktur og ekki endilega útaf því að það sé besta distro-ið, heldur muntu eiga auðveldast með að gúggla upplýsingar um vandræðin sem þú munt lenda í.
Góðar stundir.
Síðast breytt af Hannesinn á Mið 01. Maí 2024 20:44, breytt samtals 2 sinnum.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
-
- Kóngur
- Póstar: 6482
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 310
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
TheAdder skrifaði:gorkur skrifaði:Arch eða ekkert!
Ég hef hoppað soldið á milli distroa en enda alltaf aftur í Ubuntu Mate. Það er líkast Ubuntu eins og það var þegar ég byrjaði að nota Linux af alvöru og bara virkar best fyrir mig.
Annars mundi ég alltaf byrja á að prófa nokkur distro á VM, sjá hvað þú fílar. Spurning líka með að dual boota fyrst um sinn, þá geturðu alltaf farið yfir í Windows þegar þú finnur að hárið er farið að grána
Akkúrat að prófa, skella nokkrum á USB með Ventoy, getur ræst upp og prófað, ég myndi mæla með þessum hérna til að byrja með:
Ubuntu
Linux Mint
Pop! OS
Arch OS
Ef þú ert að prófa linux í fysta skipti, ekki einusinni spá í Arch. Þú hefur ekki þekkingu eða skoðanir til þess að geta sett upp Arch.
"Give what you can, take what you need."
-
- has spoken...
- Póstar: 180
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 76
- Staða: Ótengdur
Re: Linux stýrikerfi
gnarr skrifaði:Ef þú ert að prófa linux í fysta skipti, ekki einusinni spá í Arch. Þú hefur ekki þekkingu eða skoðanir til þess að geta sett upp Arch.
Róum okkur aðeins.
Ég myndi aldrei segja einhverjum nýgræðingi að byrja á Arch en ef einhver er tilbúinn til þess að sóa klukkustundum (dögum) úr lífi sínu í að fylgja leiðbeiningunum þá er það ekki mitt að standa í vegi fyrir viðkomandi.