Plex vandræði á Apple TV

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 232
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Plex vandræði á Apple TV

Pósturaf KaldiBoi » Mán 08. Apr 2024 11:19

Vaktarar.

Ég er í veseni með Plex hjá mér, er með þetta á eldri Apple TV en vandamálið að það er oft vesen á textanum. Ég vel mér texta en til þess að hann birtist þarf ég oft að force-loka appinu.
Sömuleiðis er þátturinn að “enda” þó það sé nóg eftir af honum, og þegar ég ætla að spóla áfram þá byrjar alltaf á byrjuninni, sama hvað.
Virkar mjög vel í LG sjónvarpinu mínu, en það er svo lélegur örgjörvi að menuið laggar í tætlur.

Einhver ráð?
Kv.