Ég á TP-Link Archer AX10 router sem mig langar að geta tengt tölvur við með netsnúrum í einu herbergi og hann sé svo tengdur með wifi við router Símans, Sagemcom F5359. Er það hægt? Stillti minn router á mesh mode og reyndi að finna útúr þessu en hef enga hugmynd um næsta skref og Google er ekki mikið að hjálpa
Get ég kannski ekki gert þetta nema með wifi magnara frá þeim?
Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
Nærðu ekki að setja vír frá TP Link gaurnum yfir í Sagem?
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Nörd
- Póstar: 126
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 32
- Staðsetning: 101
- Staða: Tengdur
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
Veit ekki hvort þetta virkar en þú getur prófað að ýta á WPS takkan á tp-linkinum og svo á hliðinni á síma routernum. Eiga að samstilla sig sjálfkrafa ef að þeir virka saman.
Síðast breytt af Langeygður á Þri 23. Jan 2024 23:43, breytt samtals 1 sinni.
Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
ertu buin að breyta "Operation Mode"
þarft að setja það á "Access Point"
þetta er undir system flipanum i routernum
þarft að setja það á "Access Point"
þetta er undir system flipanum i routernum
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
dadik skrifaði:Nærðu ekki að setja vír frá TP Link gaurnum yfir í Sagem?
Nei, ég er með TP-Link routerinn í herbergi og Sagem er inní stofu. Vil ekki vera með snúru frá herberginu, ætla bara að snúrutengja tölvur við TP-Link inní herberginu og hann á svo að vera tengdur með wifi við Sagem frammi.
Einarba skrifaði:ertu buin að breyta "Operation Mode"
þarft að setja það á "Access Point"
þetta er undir system flipanum i routernum
Langeygður skrifaði:Veit ekki hvort þetta virkar en þú getur prófað að ýta á WPS takkan á tp-linkinum og svo á hliðinni á síma routernum. Eiga að samstilla sig sjálfkrafa ef að þeir virka saman.
Ég er búinn að stilla TP-Link á "Access Point" og prófaði svo að ýta á WPS takkana á báðum router-unum til að tengja þá saman margsinnis en án árangurs. Ég er með app frá TP-Link og kemst þar í stillingar fyrir router-inn en get ekki séð að það sé hægt að gera eitthvað af viti þar til að leysa þetta og mér skilst af manual-inu þeirra að ég þurfi að tengja router-inn með snúru við Sagem til að nota sem Access Point. Er þetta þá ekki hægt í gegnum wifi?
Hefur einhver hérna gert þetta?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Vaktari
- Póstar: 2581
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Tengdur
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
Nú er síminn að auglýsa wifi magnara með sagem router, þannig það er hægt að hafa wifi access point, en veit ekki hvort þessi TP virkar með sagem.
https://www.siminn.is/leidbeiningar/wi-fi-magnari#efni
https://www.siminn.is/leidbeiningar/wi-fi-magnari#efni
Re: Tengja minn router í gegnum wifi við router frá Símanum (mesh)
TP Link gaurinn þarf að vera í Bridge mode, eða extender, eða álíka.
Access point mode er að senda út þráðlaust net, hann þarf að vera client á Sagem WiFi til að geta deilt tengingunni út á ethernet tengjunum.
Access point mode er að senda út þráðlaust net, hann þarf að vera client á Sagem WiFi til að geta deilt tengingunni út á ethernet tengjunum.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo