Sælir vaktarar.
Ég var að fá ljósleiðarann loksins.
Sjálfsagt síðasta bæjarfélagið á landinu til að fá ljósið.
Ég er með 2.5gb tengingu og valdi að taka hana án ontu.
Þeas ég er ekki með neitt box heldur tengi ljósið bara beint í routerinn hjá mér.
Ég er svakalega ánægður með hraðann í þessu og hef t.d. verið að lenda í því að mér sýnist diskarnir vera að maxa út þegar ég skelli einhverjum slatta í download en það eru ekki ssd sem eru að taka við þessu.
En ég fór að spá í hvort einhverjir hérna væru með svona tengingu og hvort það sæist einhver munur t.d. á speedtest eftir því hvort boxið væri á milli eða ekki?
Hvort ég væri semsagt að græða eitthvað á því að sleppa boxinu.
Eru einhverjir hérna með samanburð á þessu?