Wifi og PS5


Höfundur
pejun
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Mán 19. Ágú 2019 06:38
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Wifi og PS5

Pósturaf pejun » Mán 08. Jan 2024 12:44

Góðan daginn vaktarar og gleðilegt nýtt ár.

Ég er í smá veseni þar sem ég er með router í miðju húsinu (https://www.oreind.is/product/unifi-ap- ... ur-acb-ac/)
og herbergi sem er sirkað 15metrum frá.

Það er bæði apple tv og nýbúið að setja upp playstation tölvu þar inni. Það er ekki langt í herbergið en reynslan er að wifi drýfur illa þarna inn og það er ekki hægt að spila tölvuleiki á netinu útaf laggi (warzone).

Það er ekki möguleiki að fara vera með kapal þangað inn þannig ég er að spá í hvað er best að gera til að styrkja wifi-ið þarna inn þá fyrst og fremst til að geta spilað tölvuleiki.

Eruði með eitthverjar lausnir fyrir mig?



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Wifi og PS5

Pósturaf KaldiBoi » Mán 08. Jan 2024 13:18

Ertu búinn að prufa að vera á 2.4Ghz?
Tölvuleikir þurfa ekki mikið gagnamagn heldur stabilty/ping.