Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Snorrmund » Fös 29. Des 2023 16:30

Ég er með tíu ára gamla fartölvu sem ég ætla að ræsa með Usb kubb, það gengur hreinlega ekki hjá mér.

Ef ég fer í recovery options í Windows og endurræsi hana til að ræsa af Usb þá fæ ég bara valmöguleika að fara í recovery mode, næ ekki að velja usb lykilinn sjálfan.

Svo ef ég fer inn í bios og fer í boot stillingar þá er bara einn valmöguleiki þar sem er Windows, búinn að prufa að slökkva á secure boot en ekkert breytist hjá mér.

Þetta er Samsung 530U fartölva með Phoenix Securecore Tiano bios.

Er þetta bara ekki möguleiki á þessari fartölvu eða er mér að yfirsjást eitthvað ? Ég er búinn að prufa usb lykilinn í annari tölvu og það gekk vandræðalaust fyrir sig.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Klemmi » Fös 29. Des 2023 17:06

Búinn að prófa mismunandi USB port á tölvunni? Stundum var vesen að ræsa upp á t.d. USB3 porti en USB2 virkuðu, og að sama skapi gat verið vesen með USB3 kubba en USB2 virkuðu o.s.frv.... alls kyns vesen sem getur verið...




mpythonsr
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Þri 25. Mar 2008 17:58
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf mpythonsr » Fös 29. Des 2023 17:30



Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf rapport » Fös 29. Des 2023 17:51

Er usb boot enabled í bios?




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Snorrmund » Fös 29. Des 2023 19:03

Ég er búinn að prófa öll port en ekkert breytast. Það er engin stilling sem heitir usb boot aem ég get valið. Undir boot valmyndinni eru eftirfarandi stillingar

Boot device priority - undir þessu er Windows boot manager og ekki hægt að velja neitt annað. Get afvorkjað hann en það breytir engu.

Touch pad mouse - enabled

Secure boot - disable (var enabled)
Os mode selection - uefi and csm os

Internal lan - enabled

Pxe oprom - disabled

Svo er hægt að fara í smart battery calibration þarna líka.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf einarhr » Fös 29. Des 2023 20:03

Hvaða stýrikerfi ertu að reyna að ræsa af USB?

Ég var með Toshiba tölvu 10 ára plús sem ég var í miklum vandræðum að keyra af usb. Það eina sem virkaði að setja upp var orginal stýrikerfið bootað með UEFI Windows 8 oem
Síðast breytt af einarhr á Fös 29. Des 2023 20:35, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Snorrmund » Fös 29. Des 2023 20:20

Þetta er Linux livecd sem heitir hddlivecd hugsað í gagna björgun. I grunninn xubuntu en með viðbótar forritum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 29. Des 2023 20:23

Búinn að resetta bíós I default stillingar ?


Just do IT
  √


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf JReykdal » Fös 29. Des 2023 20:27

Snorrmund skrifaði:Þetta er Linux livecd sem heitir hddlivecd hugsað í gagna björgun. I grunninn xubuntu en með viðbótar forritum.

Er það UEFI eða gamaldags?

Ef hann er gamaldags þá gæti þurft að breyta þarna "Os mode selection - uefi and csm os"


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf worghal » Fös 29. Des 2023 20:27

ertu að nota usb 3 kubb?
ég hef lennt í því að gömul tölva vilji ekki lesa eða ræsa af usb 3.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Hlynzi » Fös 29. Des 2023 20:37

Snorrmund skrifaði:Ég er með tíu ára gamla fartölvu sem ég ætla að ræsa með Usb kubb, það gengur hreinlega ekki hjá mér.

Ef ég fer í recovery options í Windows og endurræsi hana til að ræsa af Usb þá fæ ég bara valmöguleika að fara í recovery mode, næ ekki að velja usb lykilinn sjálfan.


Prófaðu þegar þú kemur á þennan stað í setup að taka USB lykilinn úr og setja hann aftur í, það virkar við sumar aðstæður.

Ef vélin vill ekki boota beint upp af lyklinum, er hann örugglega formataður í FAT32, er hún með stuðning:
https://www.youtube.com/watch?v=yO_dRvX-F7E
Fann hérna 2-3 myndbönd á youtube og mér sýnist þeir gera disable á fast boot og endurræsa boot options og síðan stilla á eitthvað.

Í Asus þá minnir mig að ef maður heldur inni F2 í bootinu þá gefi vélin upp "boot from: .... "


Hlynur


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Klemmi » Fös 29. Des 2023 21:59

Það er ekki auðveldara að taka diskinn úr vélinni og reyna gagnabjörgun með hann tengdan við aðra vél?

Hefur alltaf þótt það líklegra til árangurs.




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Snorrmund » Fös 29. Des 2023 22:00

JReykdal skrifaði:
Snorrmund skrifaði:Þetta er Linux livecd sem heitir hddlivecd hugsað í gagna björgun. I grunninn xubuntu en með viðbótar forritum.

Er það UEFI eða gamaldags?

Ef hann er gamaldags þá gæti þurft að breyta þarna "Os mode selection - uefi and csm os"

Notaði forrit sem heitir ventoy til að búa tól bootable drif það er á að bootast í það og þaðan velur maður img skránna. Mv heimasíðunna þeirra þá ætti hann að vera bæði uefi og gamaldags https://www.ventoy.net/en/index.html

worghal skrifaði:ertu að nota usb 3 kubb?
ég hef lennt í því að gömul tölva vilji ekki lesa eða ræsa af usb 3.


Hmm ég þarf að skoða það. Þetta var bara einhver ódýr usb sem ég keypti um daginn.


Hlynzi skrifaði:
Snorrmund skrifaði:Ég er með tíu ára gamla fartölvu sem ég ætla að ræsa með Usb kubb, það gengur hreinlega ekki hjá mér.

Ef ég fer í recovery options í Windows og endurræsi hana til að ræsa af Usb þá fæ ég bara valmöguleika að fara í recovery mode, næ ekki að velja usb lykilinn sjálfan.


Prófaðu þegar þú kemur á þennan stað í setup að taka USB lykilinn úr og setja hann aftur í, það virkar við sumar aðstæður.

Ef vélin vill ekki boota beint upp af lyklinum, er hann örugglega formataður í FAT32, er hún með stuðning:
https://www.youtube.com/watch?v=yO_dRvX-F7E
Fann hérna 2-3 myndbönd á youtube og mér sýnist þeir gera disable á fast boot og endurræsa boot options og síðan stilla á eitthvað.

Í Asus þá minnir mig að ef maður heldur inni F2 í bootinu þá gefi vélin upp "boot from: .... "


Þetta er nákvæmlega sama tölva og bios og ég er með. Nema þegar ég fer í boot listan er bara ein lina þar 1. Windows boot manager búinn að fara í gegnum sama ferli og hann gerir í vídeóinu en það breytist aldrei neitt..




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ræsa "gamla" fartölvu upp með usb.

Pósturaf Snorrmund » Fös 29. Des 2023 22:02

Klemmi skrifaði:Það er ekki auðveldara að taka diskinn úr vélinni og reyna gagnabjörgun með hann tengdan við aðra vél?

Hefur alltaf þótt það líklegra til árangurs.


Jú þessi tölva er í fínasta lagi og diskurinn í henni líka. Langaði bara frekar að hafa hana uoptekna í gangabjorgun frekar en hina tölvuna mína. :) er semsagt ekki að bjarga gögnum úr henni heldur af öðrum hdd.