Ég er að spá í að skipta yfir í USB WiFi á tölvuna hjá mér. Þangað til að ég uppfæri í tölvu sem er með innbyggðu WiFi (líklega seint á þessu eða snemma á næsta ári) á móðurborðinu.
Hinsvegar er ég að velta því fyrir mér hvort að eitthvað vit sé í því að kaupa USB WiFi. Sérstaklega ef afköst eru vandamál. Ég er að reyna að fækka netköplum hjá mér eins og hægt er að auki. Þar sem afköst á WiFi 6 (802.11ax) og komandi WiFi 7 eru orðin nóg til þess að hætta með netkapal. Svo lengi sem allt tíðnisviðið er ekki upptekið af öðrum WiFi AP í nágrenninu.
Takk fyrir aðstoðina.
USB WiFi móttakarar
Re: USB WiFi móttakarar
Mín reynsla er sú að allt þetta USB dót er ekki nógu stabílt - betra sé að nota PCI-E
sjá t.d. https://kisildalur.is/category/34/products/2385
K.
sjá t.d. https://kisildalur.is/category/34/products/2385
K.
-
- has spoken...
- Póstar: 155
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 42
- Staða: Ótengdur
Re: USB WiFi móttakarar
Ég er með nokkra svona USB gaura hérna, enginn þeirra er áreiðanlegur með Windows alltaf, sumir með Linux oftast. Þetta er voða happaglappa virðist vera nema maður fari í rannsóknarvinnu.