DNS - Isnic og Cloudflare


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

DNS - Isnic og Cloudflare

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 27. Des 2022 15:20

Sælir,

Ég er með smá vandamál sem ég veit ekki alveg hvers vandamál er.

Ég á íslenskt lén sem að ég skráði á sínum tíma í gegnum x.is. Mér skilst að það sé Premis í dag. Lénið er DNS hýst hjá x.is og ég er með aðgang að stjórnborði hjá x.is þar sem að ég get sýslað með DNS færslur.

Nú sá ég um daginn að Cloudflare býður uppá nokkurskonar SSL proxy þjónustu fyrir lén en til þess að nýta þjónustuna þarf að DNS vista lénið hjá þeim. Mér datt í hug að prófa þetta og athuga hvort að ég gæti flutt DNS hýsingu lénsins til þeirra. Það hefur ekki alveg gengið sem skildi, stóð samt í þeirri meiningu að Cloudflare væri með starfsemi á Íslandi og hlyti þar af leiðandi að vera viðurkenndur af Isnic.

Er einhver bærilega fróður í svona DNS hýsingarmálum og þekkir hvort að;

1. þetta er yfir höfuð hægt. Þ.e. get ég DNS hýst íslenskt lén hjá Cloudflare,
2. þetta er aðgerð sem að á að framkvæma á stjórnborðinu hjá Isnic eða x.is sem skráningaraðila lénsins,
3. ég er í tómu rugli :-k

K.



Skjámynd

nino
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 24. Júl 2011 13:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DNS - Isnic og Cloudflare

Pósturaf nino » Þri 27. Des 2022 15:24

1 - Já þú getur það. Þú stillir nafnaþjónana á isnic.is og beinir þeim að Cloudflare, og lætur svo Cloudflare sjá um alla DNS stýringu.

Þegar þú bætir léninu við hjá Cloudflare þá færðu nafnaþjónana sem þú þarft að bæta við (oftast edna og duke.ns.cloudflare.com í mínum tilvikum)
Síðast breytt af nino á Þri 27. Des 2022 15:24, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: DNS - Isnic og Cloudflare

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 27. Des 2022 15:33

nino skrifaði:1 - Já þú getur það. Þú stillir nafnaþjónana á isnic.is og beinir þeim að Cloudflare, og lætur svo Cloudflare sjá um alla DNS stýringu.

Þegar þú bætir léninu við hjá Cloudflare þá færðu nafnaþjónana sem þú þarft að bæta við (oftast edna og duke.ns.cloudflare.com í mínum tilvikum)


Já, þetta er akkúrat það sem ég hélt. Þóttist voða klár og fór í stjórnborðið hjá Isnic til þess að breyta þessu þar. Þar eru hins vegar engir nafnaþjónar skráðir. Bara í stjórnborðinu hjá x.is

Búinn að bæta léninu við hjá Cloudflare og þeir búnir að gefa mér upp þjónana sem á að skrá. Reyndi að skrá þá hjá x.is sem skilaði engu.

Á ég þá kannski að skrá nafnaþjónana hjá Isnic og taka þá út hjá x.is?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: DNS - Isnic og Cloudflare

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 27. Des 2022 16:18

Kristján Gerhard skrifaði:
nino skrifaði:1 - Já þú getur það. Þú stillir nafnaþjónana á isnic.is og beinir þeim að Cloudflare, og lætur svo Cloudflare sjá um alla DNS stýringu.

Þegar þú bætir léninu við hjá Cloudflare þá færðu nafnaþjónana sem þú þarft að bæta við (oftast edna og duke.ns.cloudflare.com í mínum tilvikum)


Já, þetta er akkúrat það sem ég hélt. Þóttist voða klár og fór í stjórnborðið hjá Isnic til þess að breyta þessu þar. Þar eru hins vegar engir nafnaþjónar skráðir. Bara í stjórnborðinu hjá x.is

Búinn að bæta léninu við hjá Cloudflare og þeir búnir að gefa mér upp þjónana sem á að skrá. Reyndi að skrá þá hjá x.is sem skilaði engu.

Á ég þá kannski að skrá nafnaþjónana hjá Isnic og taka þá út hjá x.is?


.Is er cctld (country code top-level domain ) þannig að þú breytir DNS hýsingu á þínu svæði inná Isnic.is fyrir þitt .is lén(það er skráð x.is líklega núna og þá þarftu að breyta því í Cloudflare DNS hýsinguna/netþjónana).

Hvernig flyt ég hýsingu léns? (skipta um nafnaþjóna)
https://www.isnic.is/is/faq#q49


Til upplýsinga: Mundu að flytja allar DNS færslur úr Zone skrá yfir í cloudflare dns hýsinguna og jafnvel lækka TTL á léninu í x.is DNS hýsingunni áður en þú framkvæmir breytinguna.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Þri 27. Des 2022 16:23, breytt samtals 3 sinnum.


Just do IT
  √


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: DNS - Isnic og Cloudflare

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 27. Des 2022 16:33

Einmitt það sem ég hélt. Las þessar leiðbeiningar hjá Isnic og ætlaði að fara eftir þeim. Það sem ég strandaði á er að ég hélt það væru engir nafnaþjónar skráðir fyrir lénið hjá Isnic - sem ætti ekki að geta staðist.



Mynd


Var að sjá það núna að ég var að skoða þetta á kolvitlausum stað. Er búinn að finna skráninguna fyrir lénið og óska eftir breytingu. Sjáum hvort það gangi ekki í gegn.

Takk fyrir aðstoðina.