Dautt ljós...


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Dautt ljós...

Pósturaf machinehead » Fim 08. Des 2022 21:27

Kvöldið!

Nú er ég hjá Símanum, með ljósleiðara og er með svona router/mesh kerfi https://elko.is/vorur/netgear-orbi-ax18 ... IKITRBK353

Þetta virkaði eins og í sögu fyrstu 4-6 mánuðina og oftar en ekki gengur allt fínt fyrir sig. En af og til upp á síðkastið, eins og akkúrat núna, gersamlega deyr allt, samanber skjáskoti að neðan.

hradi.png
hradi.png (23.93 KiB) Skoðað 1897 sinnum


Það virðist ekkert virka að restarta routernum eða jafnvel ljósleiðara boxinu.

Ég heyrði í símanum en þeir geta voða lítið hjálpað því ég er ekki með router frá þeim.

Þannig ég spyr, er þetta ORBI mesh kerfi bara rusl eða gæti vandamálið verið annað?

ALLAR hugmyndir vel þegnar!
Síðast breytt af machinehead á Fim 08. Des 2022 21:28, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dautt ljós...

Pósturaf izelord » Fim 08. Des 2022 23:52

Fyrsta spurning, til útilokunar, er hvort þetta sé gert gegnum WiFi eða ekki. Þarft að byrja að tengja þig beint við routerinn, með kapli, til að útiloka vesen á innranetinu hjá þér. Ef það er áfram vandamál þá ertu allavega kominn nær því. Næsta skref væri þá að taka router á leigu frá Símanum, prófa hann og athuga hvort hann virki. Þegar það er búið þá skiptiru aftur yfir í núverandi kerfi. Næst þegar allt fer í skít þá sækiru Símarouterinn í hilluna, plöggar honum í og prófar virknina. Ef allt er í lagi þá veistu að núverandi kerfi er bilað. Ef shittið er ennþá bilað þá einfaldlega hringiru í 800-7000, heimtar lagfæringu og endurgreiðslu á router leigunni.