Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu


Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Þri 09. Ágú 2022 14:24

Góðan dag Vaktar.
Er með smá vesen í gangi. Er að reyna að setja upp fresh stýrikerfi á tölvuna mína með USB lykli. Á nýjan m.2 disk. Er að lenda í því veseni að tölvan er ekki að komast í gegnum setup og restartar sér alltaf á svipuðum stað í ferlinu og þarf að reyna aftur og aftur en nær aldrei í gegn.
Er að velta fyrir mér hvort það sé einhver á Suðurnesjum sem gæti veitt mér hjálp við þetta þar sem þetta er ofar mínum skilningi. Get komið með turninn á staðinn




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf Hlynzi » Þri 09. Ágú 2022 14:54

Ef þetta er sama vandamál og ég lenti þegar vélin byrjaði að afrita gögnin inná M2 diskinn þá hitnaði hann og datt út (var gallaður) , eftir einmitt nokkrar tilraunir og komst aldrei lengra en nokkrar skjár í afritun prófuðum við að setja diskinn í aðra tölvu og hann virkaði til að byrja með en fraus svo og datt út eftir að hann hitnaði aðeins.


Hlynur


Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf Hausinn » Þri 09. Ágú 2022 15:02

Þegar þú segir restarta sér, ertu þá að meina það að það klárar ákveðið ferli, tölvan endurræsir sig og byrjar síðan aftur í upprunalega þrepi? Ef svo getur verið að tölvan sé að boota aftur inn á USB lykilinn í staðinn fyrir að boota af drifinu og halda áfram þar. Hefur gerst við mig áður. Prufaðu að taka USB lykilinn úr tölvunni þegar þrepið klárast.




Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Þri 09. Ágú 2022 15:11

Hausinn skrifaði:Þegar þú segir restarta sér, ertu þá að meina það að það klárar ákveðið ferli, tölvan endurræsir sig og byrjar síðan aftur í upprunalega þrepi? Ef svo getur verið að tölvan sé að boota aftur inn á USB lykilinn í staðinn fyrir að boota af drifinu og halda áfram þar. Hefur gerst við mig áður. Prufaðu að taka USB lykilinn úr tölvunni þegar þrepið klárast.



Já hún klárar setup alveg að því þegar ég er að slá inn notendanafn í Windows. Næ stundum að klára að fulla inn user og pass. En þá endurræsir hún sig og þarf að byrja ferlið aftur eða komur upp skjár sem bíður mér recovery eða endurræsa aftur. Er búinn að setja upp og taka USB úr tölvunni en hún hegðar sér aftur eins.




Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Þri 09. Ágú 2022 15:12

Hlynzi skrifaði:Ef þetta er sama vandamál og ég lenti þegar vélin byrjaði að afrita gögnin inná M2 diskinn þá hitnaði hann og datt út (var gallaður) , eftir einmitt nokkrar tilraunir og komst aldrei lengra en nokkrar skjár í afritun prófuðum við að setja diskinn í aðra tölvu og hann virkaði til að byrja með en fraus svo og datt út eftir að hann hitnaði aðeins.


Lennti í þessu líka með ssd sem ég var að skipta út fyrir þennan. Held alveg örugglega að vandamálið liggur ekki þar




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf Klemmi » Þri 09. Ágú 2022 17:39

Líklega hardware vandamál... er þetta ný tölva?
Eða ertu að enduruppsetja útaf vandamálum?




Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Þri 09. Ágú 2022 18:39

Klemmi skrifaði:Líklega hardware vandamál... er þetta ný tölva?
Eða ertu að enduruppsetja útaf vandamálum?



Upphaflega ætlaði ég að endur setja hana upp og uppfæra bios útaf því ég var að detta útúr leikjum og var með eld gamla bios uppfærslu. Þegar ég fór í factory reset þá kom error. Semsagt computer shut down or unexpected error accourt eða eitthvað álíka. Þá byrjaði windows í einhverjum endurræsingar hringleik. Þá ákvað ég að setja upp Windows af USB lykli á ssd disk sem var upprunalega með stýrikerfið á og þar byrjaði þetta. Keipti þá þennan M.2 og var að vonast til að þetta væri bara vandamál með gamla ssd. En vandamálið heldur áfram.
Móðurborð er Asus tuf b570- sirka 3 ára
Corseair rx650 aflgjafi 3 ára
Örgjörvi ryzen7 3700x sirka 3 ára
Minni 2130 mhz ddr4 er sennilega 6 ára
Vatnskæling 6 ára h110 eitthvað minnir mig.
Skjákort rtx3060ti og m.2 ssd 2 daga gamall :)
Ákvað að telja allt upp ef eitthvað gagn er að því að vita hvaða íhlutir geta verið að láta illa
Tölvan hefur ekkert verið yfirklukkuð




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf Klemmi » Þri 09. Ágú 2022 20:36

Getur reynt að bilanagreina sjálfur, eða bara skottast með hana í viðgerð... það er allavega eitthvað að :)

Út frá þessari bilanalýsingu kemur nánast allt til greina. Móðurborð eða vinnsluminni kannski líklegast svona af því bara. En aflgjafi, örgjörvi og skjákort koma samt alveg til greina.




Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Þri 09. Ágú 2022 23:10

Klemmi skrifaði:Getur reynt að bilanagreina sjálfur, eða bara skottast með hana í viðgerð... það er allavega eitthvað að :)

Út frá þessari bilanalýsingu kemur nánast allt til greina. Móðurborð eða vinnsluminni kannski líklegast svona af því bara. En aflgjafi, örgjörvi og skjákort koma samt alveg til greina.



Ætla að byrja á að láta tékka á aflgjafa þar sem hann á að vera í ábyrgð enn. Ef hann er í lagi þá er næst að reyna að fá lánuð vinnsluminni einhversstaðar til að prufa það. Er nokkuð viss um að skjákortið sé í lagi þar sem hún gerir þetta líka með gamla kortinu mínu. Kannski ekki vitlaust að setja upp Windows á m.2 í annari tölvu og flytja hann svo á milli. Á að geta skoðað betur hvað getur verið í gangi með Windows í tölvunni ,þar að seigja ef hún ræsir sig. :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf Klemmi » Mið 10. Ágú 2022 09:17

halli1987 skrifaði:Ætla að byrja á að láta tékka á aflgjafa þar sem hann á að vera í ábyrgð enn. Ef hann er í lagi þá er næst að reyna að fá lánuð vinnsluminni einhversstaðar til að prufa það. Er nokkuð viss um að skjákortið sé í lagi þar sem hún gerir þetta líka með gamla kortinu mínu. Kannski ekki vitlaust að setja upp Windows á m.2 í annari tölvu og flytja hann svo á milli. Á að geta skoðað betur hvað getur verið í gangi með Windows í tölvunni ,þar að seigja ef hún ræsir sig. :)


Ef þú lætur checka á aflgjafa, og hann er ekki bilaður, þá er eðlilegt að verkstæðið rukki skoðunargjald. Bara svona svo þú sért viðbúinn því :)

Varðandi vinnsluminni, þá ef þú ert með fleiri en einn kubb, þá geturðu prófað þá í sitt hvoru lagi. Ólíklegt að báðir / allir bili á sama tíma.

Mæli ekki með að setja upp Windows á annari vél og færa á milli. Það var vandamál hjá þér fyrir enduruppsetningu, og held að það sé lítil lausn að reyna að mixa inn einhverja uppsetningu á tölvu sem er líklega í ólagi. Í rauninni gott hvað það er einfalt að framkalla vandamálið hjá þér, fyrst hún klikkar alltaf í uppsetningu. Auðveldar bilanagreiningu.

Ef ég væri þú, þá myndi ég bara athuga hver biðtíminn er t.d. hjá Kísildal á bilanagreiningu. Kostar 4000kr og þá færðu á hreint hvað er að, og tekur svo ákvarðanir með framhaldið.
Er ekki að segja að þú getir ekki leyst þetta sjálfur, en það er bara mikið meira vesen því þú ert ekki með réttu tækin og tólin.




Höfundur
halli1987
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 16. Mar 2015 10:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu á Windows 10 í tölvu

Pósturaf halli1987 » Mið 10. Ágú 2022 09:32

Klemmi skrifaði:
halli1987 skrifaði:Ætla að byrja á að láta tékka á aflgjafa þar sem hann á að vera í ábyrgð enn. Ef hann er í lagi þá er næst að reyna að fá lánuð vinnsluminni einhversstaðar til að prufa það. Er nokkuð viss um að skjákortið sé í lagi þar sem hún gerir þetta líka með gamla kortinu mínu. Kannski ekki vitlaust að setja upp Windows á m.2 í annari tölvu og flytja hann svo á milli. Á að geta skoðað betur hvað getur verið í gangi með Windows í tölvunni ,þar að seigja ef hún ræsir sig. :)


Ef þú lætur checka á aflgjafa, og hann er ekki bilaður, þá er eðlilegt að verkstæðið rukki skoðunargjald. Bara svona svo þú sért viðbúinn því :)

Varðandi vinnsluminni, þá ef þú ert með fleiri en einn kubb, þá geturðu prófað þá í sitt hvoru lagi. Ólíklegt að báðir / allir bili á sama tíma.

Mæli ekki með að setja upp Windows á annari vél og færa á milli. Það var vandamál hjá þér fyrir enduruppsetningu, og held að það sé lítil lausn að reyna að mixa inn einhverja uppsetningu á tölvu sem er líklega í ólagi. Í rauninni gott hvað það er einfalt að framkalla vandamálið hjá þér, fyrst hún klikkar alltaf í uppsetningu. Auðveldar bilanagreiningu.

Ef ég væri þú, þá myndi ég bara athuga hver biðtíminn er t.d. hjá Kísildal á bilanagreiningu. Kostar 4000kr og þá færðu á hreint hvað er að, og tekur svo ákvarðanir með framhaldið.
Er ekki að segja að þú getir ekki leyst þetta sjálfur, en það er bara mikið meira vesen því þú ert ekki með réttu tækin og tólin.



Já kannski bara sniðugast að fara bara með vélina. Er ekki með kunnáttu í þetta