Er til einhver búnaður til að bæta dreifingu á 4G heimaneti ?
Vinkona mín býr á þannig stað að það er ekki hægt að fá neitt net nema 4G net. Hún er með 4G box heima en netið nær ekki vel milli hæða. Er til einhver búnaður til að auka styrkinn eða dreifa netinu milli hæða ?
Edit: eru Nova 4.5 G boxin með Lan tengi sem hægt væri að setja þráðlausan punkt á til að dreifa signalinu ?
Get ég bætt dreifingu á 4G heimaneti ?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 254
- Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
- Reputation: 13
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Get ég bætt dreifingu á 4G heimaneti ?
Síðast breytt af Sera á Fös 15. Júl 2022 12:24, breytt samtals 1 sinni.
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Re: Get ég bætt dreifingu á 4G heimaneti ?
4G boxið er bara router eins og fyrir aðrar tengingar, sömu aðferðir virka, bæta við þráðlausum punkti, eða setja tvo samtengda í staðinn fyrir þráðlausa netið sem er til staðar.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Get ég bætt dreifingu á 4G heimaneti ?
Ef að það er bara 4G net í boði (í sveit án ljósleiðara?). Þá mæli ég með að það sé sett upp loftnet fyrir 4G úti ef það er ekki nú þegar til staðar.
Hvað varðar dreifingu á WiFi merki. Þá er hægt að setja WiFi aðgangspunkta á þeim hæðum þar sem þarf að vera WiFi. Þá með repeater mode (verra) eða með því að tengja þá yfir með LAN tengingu. Ef ekki er hægt að leggja LAN snúru milli hæða, þá er hægt að athuga hvort að net yfir rafmagn virki (gæti ekki virkað vel ef rafmagnið er lélegt í húsinu).
Hvað varðar dreifingu á WiFi merki. Þá er hægt að setja WiFi aðgangspunkta á þeim hæðum þar sem þarf að vera WiFi. Þá með repeater mode (verra) eða með því að tengja þá yfir með LAN tengingu. Ef ekki er hægt að leggja LAN snúru milli hæða, þá er hægt að athuga hvort að net yfir rafmagn virki (gæti ekki virkað vel ef rafmagnið er lélegt í húsinu).
-
- Fiktari
- Póstar: 83
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 7
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Get ég bætt dreifingu á 4G heimaneti ?
Passaðu að rugla ekki saman 4G og svo wifi hlutanum. Fyrst kemur 4G frá þjónustuðaðila og í 4G routerinn þinn. En svo tekur við bara venjuleg wifi tenging innanhús sem talar við tækin á heimilinu. Þannig þú vilt lausn á að bæta dreifingu á wifi ekki 4G.