Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar


Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf Rafurmegni » Mið 25. Maí 2022 11:03

Daginn Vaktarar,

Ég á við undarlegt vandamál að stríða. Ég þarf að geta hringt í landlínu þegar ég er utan þjónustusvæðis en samt með blússandi wifi yfir ljósleiðara. Það eru ennþá nokkrir GSM sambandslausir blettir á landinu og ég held stundum til á einum slíkum. Það er dálítið þreytt að fara í fjallgöngu í hvert skipti sem maður vill geta hringt.

Ég veit að ég get notað Skype, en það er ekkert fútt í því. Það sem mig langar til að vita er hvort til sé Android hugbúnaður sem maður getur komið fyrir á síma sem staðsettur er þar sem símasamband næst (og Wifi er til staðar) og hringt svo í gegnum netið í hann og svo áfram út á GSM netið? Þ.e. VOIP<=>3G/LTE call gateway.

Hefur einhver notað svona, t.d. VoDroid eða https://www.gempro.com.tw/?

kv, Megni




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf TheAdder » Mið 25. Maí 2022 12:23

Það eru búnar að vera umræður um VoWiFi hérna að undanförnu, ertu búinn að heyra í þínu símafyrirtæki með stuðning við það?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf jonfr1900 » Mið 25. Maí 2022 13:01

Ef þú ert með 5G farsíma eða farsíma af nýrri gerð (Samsung Galaxy S20 virðist vera lágmarkið eins og er eða 5G farsími). Þá virkar VoWiFi hjá Nova og kannski Vodafone. Ég þekki ekki stöðuna hjá Síminn eða hvort að þeir eru með þessa þjónustu í dag. Ég veit ekki hvort að þetta er stutt í dag hjá iPhone notendum, það þarf ekki að vera að Apple sé búið að leyfa VoWiFi á sínum tækjum á Íslandi.




ragnarok
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 12. Mar 2022 10:09
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf ragnarok » Mið 25. Maí 2022 15:28

Flest símafyrirtækin bjóða enn Netsíma. Þú getur setur svo bara upp VOIP app á símanum og stillir eftir upplýsingum frá þeim.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf axyne » Mið 25. Maí 2022 18:49

Ég var einu sinni með Íslenskt "landlínusímanúmer" í gegnum Hringdu.
Átti að vera hægt að vera með app í símanum til að hringja frá því númeri en notaði það aldrei. Notaði VoIP box og hefbundinn síma í staðinn.
Síðast breytt af axyne á Mið 25. Maí 2022 18:49, breytt samtals 1 sinni.


Electronic and Computer Engineer


orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf orn » Mið 25. Maí 2022 21:27

Eins og jonfr sagði þá geturðu notað Voice over WiFi ef þú ert með nýlegan Samsung síma og ert hjá Nova.

Annars þarftu að nota einhverskonar netsíma í gegnum app eða sérstakan nettengdan búnað.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf Rafurmegni » Fös 27. Maí 2022 10:28

orn skrifaði:Eins og jonfr sagði þá geturðu notað Voice over WiFi ef þú ert með nýlegan Samsung síma og ert hjá Nova.

Annars þarftu að nota einhverskonar netsíma í gegnum app eða sérstakan nettengdan búnað.


Er með Galaxy S9 og hjá Vodafone þannig að VoWifi virðist vera "dead in the water". Annars er eins og erlendis sé boðið upp á VoWifi fyrir eldri síma. Þetta virðist vera háð ákvörðun hjá símafélögunum en ekki endilega tækni.

Er einhver VOIP gátt sem hægt er að tengjast sem bíður upp á frí landlínusímtöl á Íslandi?

kv, Megni




orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf orn » Fös 27. Maí 2022 10:50

Það eru mestmegnis símtækjaframleiðendur sem stýra því hvort svona nokkuð sé í boði og þá fyrir hvaða tæki. Símafyrirtækið þarf að bjóða upp á þetta auðvitað, og þá geta framleiðendur virkjað þetta, en það er aldrei fyrr en eftir einhverjar prófanir og staðfestingu á virkni.

Ísland er náttúrulega örþjóð þ.a. símaframleiðendur eru ekki að eyða mikilli vinnu í svona nokkuð fyrir eldri tæki þar sem fjöldi notenda svarar ekki kostnaði.

Það er örugglega hægt að fá VoIP þjónustu hjá öllum fjarskiptafélögunum sem eru með einhvern pakka sem býður upp á ókeypis símtöl í fastlínu, en það er pottþétt ekki til nein frí VoIP gátt með frí símtöl, ef það er það sem þú átt við.

Annars varðandi Galaxy S9 og Vodafone, þá er það náttúrulega ekki skrifað í stein. Þú gætir skipt um símafyrirtæki og símtæki ef þetta er nægilega mikilvæt ;) Það eru líka ódýrari símar frá Samsung sem styðja þetta.

En annars er trúlega ódýrast fyrir þig bara að fá þér einhvern netsíma frá Vodafone/Hringdu/Nova/Símanum til að leysa þetta.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf Moldvarpan » Fös 27. Maí 2022 15:30

Hvað meinaru að það sé ekkert fútt í því að nota skype?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar

Pósturaf jonfr1900 » Lau 28. Maí 2022 19:42

Ég heyrði í einum, þar sem afi og amma viðkomandi eru í slæmu farsímasambandi en eru með nýlega farsíma og eru hjá Vodafone. Það virðist sem að hjá Vodafone virki VoLTE og VoWiFi á nýrri farsímum (yngri en 2 ára). Af hverju þetta er svona veit ég ekki en mig grunar að farsímaframleiðendur stjórni þessu.

VoWiFi virkar á Samsung Galaxy S9+ en það þarf að vera kveikt á því í farsímakerfinu. Ég notaði VoWiFi á Samsung Galaxy S9+ fyrir tveim árum hjá YouSee í Danmörku án vandamála.