Kaup á router - hefðbundin notkun


Höfundur
sterlinginspace
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Lau 02. Jan 2021 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf sterlinginspace » Fim 10. Feb 2022 12:23

Sælir Vaktarar,

Ég er búinn að vera með router á leigu hjá NOVA (ljósleiðara tenging) í þrjú ár og er hægt og rólega að fatta að ég er að henda pening með því að kaupa mér ekki bara router í stað þess að leigja.

Ég óska eftir upplýsingum um hvernig router sé gott að kaupa fyrir einhvern sem veit ekkert um routera og þarf ekki að nota hann í neitt nema hefðbundna notkun.

Ég er í 80fm íbúð, sjónvarp(x2) eru sirka 1-3 metra frá routernum en það er einn veggur á milli. Ég hef stundum lent í smá hiksti þegar ég er að horfa á PLEX í sjónvarpinu í bestu gæðum og vil ekki lenda í því.

Ég fann ekki þráð um þetta en biðst velvirðingar ef ég er að gera þráð sem er til nú þegar.




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf TheAdder » Fim 10. Feb 2022 12:33

sterlinginspace skrifaði:Sælir Vaktarar,

Ég er búinn að vera með router á leigu hjá NOVA (ljósleiðara tenging) í þrjú ár og er hægt og rólega að fatta að ég er að henda pening með því að kaupa mér ekki bara router í stað þess að leigja.

Ég óska eftir upplýsingum um hvernig router sé gott að kaupa fyrir einhvern sem veit ekkert um routera og þarf ekki að nota hann í neitt nema hefðbundna notkun.

Ég er í 80fm íbúð, sjónvarp(x2) eru sirka 1-3 metra frá routernum en það er einn veggur á milli. Ég hef stundum lent í smá hiksti þegar ég er að horfa á PLEX í sjónvarpinu í bestu gæðum og vil ekki lenda í því.

Ég fann ekki þráð um þetta en biðst velvirðingar ef ég er að gera þráð sem er til nú þegar.

Fyrir minn part myndi ég segja að það færi dálítið eftir áhuga og tæknikunnáttu.
Fyrir þá sem hafa takmarkaðann áhuga/þekkingu á tæknifikti, þá myndi ég mæla með Asus eða TP-Link router.
Fyrir þá sem hafa meðal áhuga/þekkingu, þá myndi ég mæla með unifi, USG+key eða UDM týpu.
Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga/þekkingu, þá myndi ég mæla með MikroTik eða eitthvað álíka.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf jonfr1900 » Fim 10. Feb 2022 14:00

Ef að þú ert að streyma miklu sjónvarpsefni í gegnum routerinn hjá þér. Þá er best fyrir þig að kaupa aðra hvora af þessum ljósleiðararouternum.

Asus RT-AX58U Broadband AX Router -AX3000 (Tölvulistinn)
Asus RT-AX88U Broadband AX Router - High Performance (Tölvulistinn)

Það eru ótrúlega margir hérna að gera einfalda hluti flókna. Þetta eru allt saman tölvur en routerar eru bara litlar embeeded tölvur með WiFi sendum og nokkrum portum fyrir netkapla.

Asus RT-AX88U leyfir þér að setja upp þinn eigin VPN þjón til þess að tengjast tækjum inná laninu þínu. Ég veit ekki hvort að hinn rouertinn er með þann möguleika.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf dori » Fim 10. Feb 2022 15:01

Ef þú ert bara með basic notkun og vilt betra net þar sem það er ekki got í dag þá væri eitthvað mesh dæmi eins og Nest Wifi örugglega fínt.

Miðað við að þú hefur bara verið sáttur við leigu routerinn geri ég ráð fyrir að það sé ekki hobbí hjá þér að reka router og heimanet og viljir bara eitthvað sem virkar. Nest Wifi er til út um allt og virðist kosta svipað á flestum stöðum: https://ja.is/vorur/?q=nest%20wifi




Jekloz
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Mið 24. Mar 2021 20:42
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf Jekloz » Fim 10. Feb 2022 17:46

Ég er í basic stöffinu í svipað stórri íbúð og þú.

Tók þennan TP-Link hérna fram yfir ASUS routerinn sem er linkað hér að ofan útaf verðinu. Fann ekki spekka mun sem mér fannst þess virði að borga tvöfalt hærri upphæð fyrir en mögulega eru vitrari meðlimir hérna sem eru tilbúnir að leiðrétta það hjá mér. Get ekki talað fyrir neinn annan en sjálfann mig en hann er meira en nóg fyrir það sem ég er að gera í þessari íbúð allavegana :)

Þetta var ódýrasti AX3000 Routerinn sem ég fann þá og ég hef aldrei lent í vandræðum með hann.

https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 310.action




ElvarP
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf ElvarP » Fim 10. Feb 2022 20:48

Er sjálfur með gamlan ódýran TP-Link router og er sáttur.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf audiophile » Fös 11. Feb 2022 08:27

TP-Link Archer routerarnir eru mjög fínir fyrir peninginn. Myndi ekki eyða pening í meira fyrir venjuleg heimilisnot. Getur svo alltaf bætt við Mesh kerfi seinna ef þú þarft að koma WiFi lengra um húsið.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf Moldvarpan » Fös 11. Feb 2022 08:40

Góðir routerar eru mjög dýrir.

Ég hugsa að mesta bang for the buck, væri þessir Tp Archer routerar sem voru linkaðir hérna fyrir ofan.

https://elko.is/vorur/tp-link-ax10-netbeinir-235278/TLARCHERAX10
Þessi hér gæti verið nóg fyrir þig. Ekki viss um að þú myndir ná að nýta AX50 til fulls.

En varðandi hikst í Plex, þá þarf það ekki að vera Wifi-ið sem er að láta það hiksta.
Oft er þetta annmarkar á snjall viðmótinu, s.s. snjallsjónvarpið ræður ekki vel við að keyra myndefni í toppgæðum.
Síðast breytt af Moldvarpan á Fös 11. Feb 2022 08:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf bjornvil » Fös 11. Feb 2022 09:05

TheAdder skrifaði:
sterlinginspace skrifaði:Sælir Vaktarar,

Ég er búinn að vera með router á leigu hjá NOVA (ljósleiðara tenging) í þrjú ár og er hægt og rólega að fatta að ég er að henda pening með því að kaupa mér ekki bara router í stað þess að leigja.

Ég óska eftir upplýsingum um hvernig router sé gott að kaupa fyrir einhvern sem veit ekkert um routera og þarf ekki að nota hann í neitt nema hefðbundna notkun.

Ég er í 80fm íbúð, sjónvarp(x2) eru sirka 1-3 metra frá routernum en það er einn veggur á milli. Ég hef stundum lent í smá hiksti þegar ég er að horfa á PLEX í sjónvarpinu í bestu gæðum og vil ekki lenda í því.

Ég fann ekki þráð um þetta en biðst velvirðingar ef ég er að gera þráð sem er til nú þegar.

Fyrir minn part myndi ég segja að það færi dálítið eftir áhuga og tæknikunnáttu.
Fyrir þá sem hafa takmarkaðann áhuga/þekkingu á tæknifikti, þá myndi ég mæla með Asus eða TP-Link router.
Fyrir þá sem hafa meðal áhuga/þekkingu, þá myndi ég mæla með unifi, USG+key eða UDM týpu.
Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga/þekkingu, þá myndi ég mæla með MikroTik eða eitthvað álíka.


Sammála þessu hér! Ég er með Edgerouter X og Unifi AP... Hef aldrei heyrt um MikroTik. Það tók nokkra daga af fikti að stilla þetta af, en svo veit ég ekki af þessu, bara virkar. Aldrei neitt vesen, nema mér detti í hug að fikta eitthvað eins og gerist stundum :)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á router - hefðbundin notkun

Pósturaf Hlynzi » Lau 12. Feb 2022 10:11

Ég keypti Asus RT-AX58U (kom heim á 25 þús. kr. frá Amazon eftir Black Friday)
Fínasta græja, næ flottum hraða - er með 2 borðtölvur, 2 ferðatölvur, 3 farsíma, afruglara frá símanum og NAS geymsludrif ásamt LAN tengdum prentara.

Hann er staðsettur inní geymslu en virkar fínt í 110 fm íbúð (og fullt af járn hillum í geymslunni en virðist alveg sleppa)

IMG_20220109_191912875.jpg
IMG_20220109_191912875.jpg (456.62 KiB) Skoðað 1818 sinnum


Hlynur