Nettenging fyrir 125 fasteignir


Höfundur
Sveitaludi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 05. Des 2021 14:11
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf Sveitaludi » Sun 05. Des 2021 21:13

Kvöldið,

Er að vinna verkefni um kostnað við uppbygingu lítils fjarskiptafyrirtækis og hef ég því miður ekki mjög mikla reynslu á þessu sviði.
Þetta væri því lítið fyrirtæki í internetþjónustu sem væri að þjónusta 100-150 viðskiptavini.

Miðað er við íslenskan markað og því er Ljósleiðarinn eða Míla fyrir valinu sem heildsali.
Búnaður sem internet fyrirtækið þyrfti til að mæla bandvídd og stjórna tengingum við viðskiptavini.
Endabúnaður hjá viðskiptavinum (Wi-fi Routerar)

Endilega þeir sem hafa mikla reynslu mega láta vita um hagstæðasta búnaðinn og upp í bestu keyrsluna.

Einnig ef ég er að gleyma einhverju þá má endilega skjóta því inn :)

Fyrirfram þakkir



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf depill » Sun 05. Des 2021 21:20

Hafandi reynslu vantar hér mikið inn. Ertu semsagt að pæla í að Míla eða GR leggi last-mile í þennan "kjarna" af fasteignum eða að Míla og GR leggi að einhverjum ákveðnum punkti og svo þú/fyrirtækið taki last-mile.

Þar sem fyrra er þá bara eins og Síminn, Vodafone og Hringdu og yfirleitt þá best að horfa á stærri markað. Enn það að leggja ljósleiðara last-mile og reka þann búnað er töluvert meira skref. Vodafone og Míla ( og örugglega GR ) hafa oft verið ráðgefandi ( Míla og GR oft gert last-mile ), þannig örugglega ágætt að heyra í þeim. Svo er nottulega Björn í Snerpu á Ísafirði að gera þetta fyrir vestfirði og örugglega til að deila þekkingu.

Enn þetta er soldið tvö case annars vegar "fjarskiptaþjónusta" on-top af last-mile infrastrcture ( ala Hringdu, Míla etc ) eða last-mile í 125 fasteignir ( ala GR, Míla, Snerpa, Austurljós etc )




Höfundur
Sveitaludi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 05. Des 2021 14:11
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf Sveitaludi » Sun 05. Des 2021 21:30

Ég er að meina fyrirtæki líkt og Hringdu, Síminn, Vodafone etc..

Fyrirtæki sem sér um að þjónusta heimilin.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf russi » Mán 06. Des 2021 02:16

Sveitaludi skrifaði:Ég er að meina fyrirtæki líkt og Hringdu, Síminn, Vodafone etc..

Fyrirtæki sem sér um að þjónusta heimilin.


Þetta er frekar stórt ef þú ætlar að vera end-point alla leið. Þarft að komast inná RIX, fá IPtölur, komast í utlandagátt, reka þjóna og margt fleira.
Aftur á móti er til short-cut fyrir þig í þessu og er það fínt til að byrja með meðan byggt er ofan á, það er áframselja tengingar frá einum af þessum stóru undir þínu nafni, einfaldlega heildsala á tengingum.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf oliuntitled » Mán 06. Des 2021 10:29

Það eru þónokkrir í þeim business að hugsa eingöngu um endabúnað og þjónustu við hann hér á landi, eru þá að kaupa tengingar í heildsölu frá Símanum/Voda/Hringdu/Nova og nota sinn eigin endabúnað ásamt on site þjónustu.

Ef þú ætlar að fara að sinna hlutverki þessara fyrirtækja og kaupa bara línur frá Mílu/GR að þá þarftu að koma þér upp miðlægum þjónum til að veita netþjónustu, kaupa routing þjónustur, útlandasambönd og fleira í þeim dúr, það er töluverð stökkbreyting á startup kostnaði.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf Klemmi » Mán 06. Des 2021 11:40

Sveitaludi skrifaði:Er að vinna verkefni um kostnað við uppbygingu lítils fjarskiptafyrirtækis og hef ég því miður ekki mjög mikla reynslu á þessu sviði.


Verkefni um kostnað?

Er þetta skólaverkefni í kostnaðargreiningu, eða ertu að spá í að gera þetta af alvöru?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir 125 fasteignir

Pósturaf rapport » Mán 06. Des 2021 12:00

Er þetta verkefni fólgið í að reka netkerfi fyrir 125 hús eða útvega 125 húsum internetsamband?