wifi og stórt einbýli


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1763
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

wifi og stórt einbýli

Pósturaf jardel » Lau 06. Nóv 2021 00:08

Ég bý í steyptu einbýli. Ég er ekki að ná góðum styrk með routernum allstaðar í húsinu nema bara í stofunni þar sem routerinn er staðsettur.
Er til einvher ódýr lausn til að bæta netsambandið í húsinu?



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf kizi86 » Lau 06. Nóv 2021 03:34

hvernig er "layout" í húsinu? er stofan miðsvæðis, og herbergin í kring, eða er langur gangur með herbergjum langt frá stofu? til að hjálpa þér sem best, þá væri eiginlega möst að vita hvernig húsið liggur, jú það er hægt að benda á betri routera og access punkta, en það væri bara skot út í loftið ef maður veit ekki aðstæður


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf Diddmaster » Lau 06. Nóv 2021 07:50



Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf mainman » Lau 06. Nóv 2021 08:52

Ég bý einmitt í stóru einbýli og var búinn að vera í nokkur ár að gera hinar og þessar tilraunir.
Fékk mér dýrasta Asus routerinn sem var í boði, setti nokkra svona net í gegnum rafmagn gaura og fékk mér tvo Asus wifi repeatera en það var samt alltaf eitthvað lagg á þessu og þetta náði ekki út í garð og ekki að heita pottinum og hluti af bílskúrnum var nánast án nets og síðan var tengingin aæ hlaupa á milli aðgangsstaða svo þótt maðuf gengi inn í eitthvað herbergi þá tengdist ég allt í einu við lélegan aðgangspunkt sem var rétt hinum megin við vegginn og þá var ég kominn með skíta tengingu.
Á endanum þá fékk ég mér Unifi dream machine pro, tvo 8 porta unifi swissa með poe, dró netlaggnir á nokkra góða staði í húsinu, setti 4 unifi aðgangspunkta og startaði upp öllu dótinu.
Hef síðan aldrei þurft að hugsa neitt um þessi mál hjá mér og allt virkar æðislega.
Sé alveg svakalega eftir öllum peningnum sem fór í netið áður en ég fékk mér Unifi búnaðinn og eftir að hafa kynnst því þá eiginlega skilur maður ekki hvað hinir framleiðendurnir eru að gera þvi allur hinn búnaðurinn virðist ennþá vera að leika sér í sama sandkassa og þeir voru í fyrir 10 árum síðan og engin alvöru þróun orðið hjá þeim.
Mín 10 cent í þessi máli eru þau að ekki reyna að spara þér í þessu í svona stóru húsi.
Farðu bara í besta búnaðinn strax og síðan þarftu ekki að svekkja þig á hinu og þessu því hlutirnir bara virka.




Tales
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 21:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf Tales » Lau 06. Nóv 2021 17:31

Veit ekki hvað þú átt við með 'ódýr lausn' en ég var alltaf bara með einhvern skíta router frá ISP-inum mínum.
Keypti mér svo google wifi router sem hægt er að bæta við öðrum eins routerum (eða minni google wifi points).
Sá fyrsti var nóg fyrir gömlu íbúðina mína, en eftir að ég stækkaði þurfti ég annan, fór bara og keypti þannig, hann nemur merkið frá aðal routernum og magnar það upp svo nú er frábær styrkur alls staðar í húsinu.

Sá fyrsti kostaði held ég 13k. Sá seinni er einhver nýrri týpa og var aðeins dýrari, en þetta eru mikil lífsgæði.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf Tesli » Lau 06. Nóv 2021 21:18

Ég er í stóru einbýli og hef nákvæmlega sömu sögu að segja og "mainman" hér að ofan.
Setti upp Unifi búnað og nokkra AP í húsið hjá mér.
Er með haug af tækjum og Shelly búnaði. Allt virkar bara og ekki þurft að spá í netinu síðan þá, sirka 4ár síðan.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf kjartanbj » Lau 06. Nóv 2021 21:28

+1 fyrir Unifi




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf MrIce » Lau 06. Nóv 2021 23:37

unifi alla daga.

Aint no kill like overkill


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf Sera » Sun 07. Nóv 2021 22:33

Setti router út í bílskúr og dró netkapla í gömlu sjónvarpslagnirnar sem voru í öllum herbergjum :) Gat sett upp Unifi þráðlausa punkta á efri og neðri hæð og tek netið út í snúru í TV og önnur tæki sem er ekki verið að færa úr stað. Fórnaði dyrasíma á neðri hæð fyrir 1 þráðlausan punkt (notaði lagnaleiðina út í bílskúr)


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Tengdur

Re: wifi og stórt einbýli

Pósturaf Hrotti » Sun 07. Nóv 2021 23:19

+1 á unifi, er með dmp og 3 ap í 480fm og það er alveg solid.


Verðlöggur alltaf velkomnar.