Netkerfi, Unifi?


Höfundur
dezeGno
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Netkerfi, Unifi?

Pósturaf dezeGno » Lau 23. Okt 2021 00:34

Sælir drengir,
Ákvað ap spyrjast hér fyrir fróðari menn en mig. Er sem sagt að flytja í stærri íbúð og var að velta fyrir mér netkerfi innanhús. Þar sem ég hef óbeit á leigu routerum netfyrirtækjanna að þá var hugsunin að vera með sinn eigin. Þá fara ýmsar pælingar í gang. Hugsunin er að vera með ljósleiðara og þá er bara spurning hvort að mður sé alveg út á túni með þessar pælingar eða ekki, endilega tek við öllu inputi.

Pæling var að vera með tvo Unifi access punkta sem sjá um þráðlaust net í íbúðinni en þá er spurning um router á móti þeim.
Búinn að sjá alls konar og miklar pælingar, hvað hentar best sem nokkurn veginn plug and play? Og hvað er algjört overkill?
EdgeRouter X? SPF útgáfan?
EdgeRouter 10X?
EdgeRouter 4?
UniFi Security Gateway?
Eða kannski UniFi Dream Machine?

Með von um hjálp, alveg úti þegar að kemur að þessu og hvað af þessu virkar saman og á sem auðveldasta máta.




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Netkerfi, Unifi?

Pósturaf MrIce » Lau 23. Okt 2021 03:09

Unifi dream machine er solid router hef ég heyrt frá félaga mínum sem fékk sér í fyrra. Ef þú ert að pæla í samt að geta stækkað "endalaust" við þig af tölvum / access punkta / myndavélum etc etc seinna meir þá myndi ég skoða UDM Pro. Ekkert svo mikið dýrara (miðað við verðið atm hjá Origo).

Verð líka bara segja... að stilla UniFi kerfið er svo þægilegt með þetta fína GUI (ég meika ekki að reyna stilla hluti í gegnum console).


-Need more computer stuff-


gunn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fös 18. Jún 2010 03:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Netkerfi, Unifi?

Pósturaf gunn » Lau 23. Okt 2021 09:21

Mæli með Dream machine ef routerinn þarf að vera wifi gaur líka, dream machine pro er líka fínn en aðalega bara ef þú ert að fara í unifi myndavélakerfið hjá þeim og access, finnst vanta helling af features enþá í þessa græju meðavið að hún sé með "pro" límmiðann.

Annars bara edgerouter 4 með unifi poe switch og punktum, þá ættiru að vera mjög futureproof



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Netkerfi, Unifi?

Pósturaf rapport » Lau 23. Okt 2021 19:52

Gafst upp á EdgeRouterX, ætlaði að hafa hann inn í smáspennutöfluskápnum og tengja tölvuna mína við hann + einn Linksys AC1200 sem AP en hann réði ekki við það, var alltaf að frjósa, líklega ofhitna en var samt aldrei sérstaklega heitur viðkomu.

Viðmótið og config ekkert sérstaklega notendavænt fyrir amatör eins og mig sem vil bara autamatic updates og að allt config sé í gegnum app.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Netkerfi, Unifi?

Pósturaf kjartanbj » Lau 23. Okt 2021 21:10

Ég er með Dream machine Pro , aðalega því ég vildi hafa rackmount , er með rackmount skáp inn í geymslu og þar er ég með 24porta sviss líka
ég er síðan með 2 Ap AC pro aðgangspunkta. Myndavélakerfið er síðan keyrt á dream machine líka , Unifi protect með nokkrum unifi myndavélum virkar mjög vel.

Það er alltaf að bætast við ný feature í routerin og hann er búin að vera rock solid hjá mér síðan ég fékk mér hann




Höfundur
dezeGno
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Mið 27. Des 2006 04:46
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Netkerfi, Unifi?

Pósturaf dezeGno » Mán 25. Okt 2021 08:38

Takk kærlega fyrir hjálpina drengir. Ákvað á endanum að taka Dream Machine og einn access punkt þar sem að Dream Machine er með þráðlaust net.