Ok ég hef verið að lesa mig til hér á spjall.vaktin.is og fæ þetta ekki til að virka hjá mér netkortin virka og eru tengd á 100Mbps og ég er með XP Pro í báðum vélum önnur með ADSL og ég er með fasta IP tölu hefur það einhver áhrif á IP töluna fyrir lan tenginguna.
Svo er annað í TCP/IP set ég upp IP tölu og subnet mask en hvað með Default gateway á tölvuni með ADSL læt ég það vera autt og einnig
Preferred DNS server:
Alternate DNS server:
læt ég það líka vera autt á ADSL tölvuni
nei sko, á tölvunni sem tengist tölvunni sem er með adslið, þá ip á tölvunni með adslið að vera í default gateway og dns á að vera það sama, en með dns á adsltölvunni, ef netið virkar á henni, ekki breyta því.
nettengingin á milli tölvana virðist vera í lagi en ég fæ þær ekki til að finna hvora aðra
á ég að vera með föstu IP töluna mína í default gateway og dns á tölvu 2?
ég býst við að þú sért með adslmódem ? - þá ertu með föstu ip á adsltengingunni, þarf ekkert að breyta því, en á laninu læturu ip tölvuna 10.0.0.2 á tölvuna með adslið og 10.0.0.3 á hina.
10.0.0.2 -> Tölva með ADSL (láta netstillingarnar í friði, nema enable ICS)
10.0.0.3 -> Hin tölvan, og á henni á 10.0.0.2 að fara í default gateway og dns.