Ég þarf smá hjálp við að setja upp þráðlausa netbrú milli 2ja bygginga. Húsnæðin eru í sjónlínu, mig langar að helst að hafa þetta svona:
Húsnæði 1,- Router - Endurvarpi/útisendir ---- Húsnæði 2,- Endurvarpi/útisendir (móttaka) - Aðgangspunktur.
Það væri gott ef loftlínan milli bygginga væri ekki aðgengileg, því mig langar að hafa aðgangspunkt í húsnæði 2 fyrir wifi merki innanhúss. Ég vona að þetta sé skiljanlegt
Setja upp þráðlausa netbrú
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp þráðlausa netbrú
hagur skrifaði:Hvað vantar þig hjálp við? Að velja búnaðinn?
Meðal annars það, líka hvernig best væri að setja þetta upp.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp þráðlausa netbrú
Ég myndi skoða þetta:
https://store.ui.com/products/unifi-bui ... ing-bridge
Uppsetningin á þessu virðist vera mjög einföld líka.
https://store.ui.com/products/unifi-bui ... ing-bridge
Uppsetningin á þessu virðist vera mjög einföld líka.
-
- spjallið.is
- Póstar: 493
- Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
- Reputation: 25
- Staðsetning: Vestfirðir
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp þráðlausa netbrú
Sæll
Unifi er alveg málið hérna, en algjör óþarfi að fara í 400$ pakka taktu 2 svona á 67$ hvor
https://store.ui.com/collections/operat ... beam-16-db
og svo ap(https://www.tl.is/product/unifi-access-punktur-ac-lite) til að setja á endann
Þessir ætti að draga auðveldlega 2 - 5 KM en ef þú þarft að ná lengra þá eru stærri tæki hér
https://store.ui.com/collections/operat ... ax-devices
hvað þarftu mikinn hraða á milli?
t.d. þessi hér er með 2 eth port, hægt að tengja ap beint við mótakaran og þá þarftu bara einn* poe injector fyrir bæði tækinn
https://store.ui.com/collections/operat ... m-5ac-gen2
*einn sem er gerður fyir 2 tæki
Unifi er alveg málið hérna, en algjör óþarfi að fara í 400$ pakka taktu 2 svona á 67$ hvor
https://store.ui.com/collections/operat ... beam-16-db
og svo ap(https://www.tl.is/product/unifi-access-punktur-ac-lite) til að setja á endann
Þessir ætti að draga auðveldlega 2 - 5 KM en ef þú þarft að ná lengra þá eru stærri tæki hér
https://store.ui.com/collections/operat ... ax-devices
hvað þarftu mikinn hraða á milli?
t.d. þessi hér er með 2 eth port, hægt að tengja ap beint við mótakaran og þá þarftu bara einn* poe injector fyrir bæði tækinn
https://store.ui.com/collections/operat ... m-5ac-gen2
*einn sem er gerður fyir 2 tæki
Síðast breytt af Fumbler á Þri 31. Ágú 2021 01:08, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp þráðlausa netbrú
Þú þarft að gera geislann eins þröngan og hægt er og setja þetta upp í kerfinu sendir - móttakari. Svipað og þú leggur upp með. Fjarlægðin er eitthvað sem þú þarft að athuga, þar sem aflið á 2,4Ghz rásum er aðeins 100mW og drægni er að jafnaði ekki meira en 1 km í flestum tilfellum. Í Reykjavík og öðru þéttbýli eru flestar rásir í notkun og það dregur drægni yfir miklar fjarlægðir í svona tengingum. Í sveitum á Íslandi er þetta ekki vandamál, enda flest allt 2,4Ghz WiFi tíðnisviðið laust þar.
Því lengra sem er á milli punkta í kerfinu, því meira skiptir nákvæminn máli. Þannig að skekkja upp á 0,5° (gráður) getur haft mikið að segja. Þar sem það getur fært geislann um marga metra og komið í veg fyrir móttöku.
Því lengra sem er á milli punkta í kerfinu, því meira skiptir nákvæminn máli. Þannig að skekkja upp á 0,5° (gráður) getur haft mikið að segja. Þar sem það getur fært geislann um marga metra og komið í veg fyrir móttöku.
-
- Fiktari
- Póstar: 75
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 25
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp þráðlausa netbrú
Er þetta ekki verkefni fyrir Nanostation?
Kaupa tvö svona stykki:
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 555.action
Þetta er 5 GHz kerfi og geislinn er 30° minnir mig þannig að það þarf ekki að vera súper nákvæmur með miðið eins og á Nanobeam. Svo væri líklega skynsamlegt að hafa aðgangspunktinn á fjarstöðinni bara sér tæki (upp á staðsetningu í húsnæðinu).
kv, Megni
Kaupa tvö svona stykki:
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 555.action
Þetta er 5 GHz kerfi og geislinn er 30° minnir mig þannig að það þarf ekki að vera súper nákvæmur með miðið eins og á Nanobeam. Svo væri líklega skynsamlegt að hafa aðgangspunktinn á fjarstöðinni bara sér tæki (upp á staðsetningu í húsnæðinu).
kv, Megni