Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.


Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf SneezeGuard » Þri 17. Ágú 2021 11:46

Sæl/ir.

Ég var að flytja í nýja íbúð og get ekki lengur beintengt tölvuna við routerinn. Er með ljósleiðara hjá Símanum, og er að nota routerinn frá þeim eins og er.

Svo ég var að velta fyrir mér hvort wifi endurvarpi væri ekki besta lausnin. Bein lína frá tölvu í router er í gegnum 4 steypuveggi, en með endurvarpa fyrir utan herbergið, þá eru bara tvær hurðir á milli, í 90°vinkil. Ætti það ekki að skila ágætis hraða?

Getur einhver ráðlagt mér með router, wifi endurvarpa, og wifi netkort í tölvuna sem myndi passa saman og skila þokkalegum hraða? Þetta þarf ekki að vera top-of-the-line setup, en ekki það ódýrasta heldur. Kannski max 80þ+ allt saman, ef það skilar meiru en ódýrara setup.




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf MrIce » Þri 17. Ágú 2021 13:54

https://bodleid.is/product/unifi-amplif ... m_term=646

https://kisildalur.is/category/34/products/1878

þetta 2 ætti að redda þér með að vera með frekar solid net.
Er sjálfur með stakann router svona (ekki með þessi 2 loftnet) og er að ná í ca 100fm íbúð (allir veggir steyptir) fínu sambandi sama hvar, jafnvel niður 3 hæðir niðrá bílastæði :megasmile :sleezyjoe


-Need more computer stuff-


Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf SneezeGuard » Þri 17. Ágú 2021 14:15

MrIce skrifaði:https://bodleid.is/product/unifi-amplifi-router-2-sendar/?utm_source=Google%20Shopping&utm_campaign=ja-feed&utm_medium=cpc&utm_term=646

https://kisildalur.is/category/34/products/1878

þetta 2 ætti að redda þér með að vera með frekar solid net.
Er sjálfur með stakann router svona (ekki með þessi 2 loftnet) og er að ná í ca 100fm íbúð (allir veggir steyptir) fínu sambandi sama hvar, jafnvel niður 3 hæðir niðrá bílastæði :megasmile :sleezyjoe


Þakka þér fyrir svarið.

Þetta væri flott þó það sé í dýrari kantinum, ef þetta væri til á lager hjá þeim. ](*,)

Væri best ef ég gæti nettengst fyrr en seinna. Heimurinn í dag er búinn að taka af manni alla þolinmæði. :lol: :lol:




EliasB
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Lau 11. Jún 2011 18:08
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf EliasB » Þri 17. Ágú 2021 14:46

SneezeGuard skrifaði:
MrIce skrifaði:https://bodleid.is/product/unifi-amplifi-router-2-sendar/?utm_source=Google%20Shopping&utm_campaign=ja-feed&utm_medium=cpc&utm_term=646

https://kisildalur.is/category/34/products/1878

þetta 2 ætti að redda þér með að vera með frekar solid net.
Er sjálfur með stakann router svona (ekki með þessi 2 loftnet) og er að ná í ca 100fm íbúð (allir veggir steyptir) fínu sambandi sama hvar, jafnvel niður 3 hæðir niðrá bílastæði :megasmile :sleezyjoe


Þakka þér fyrir svarið.

Þetta væri flott þó það sé í dýrari kantinum, ef þetta væri til á lager hjá þeim. ](*,)

Væri best ef ég gæti nettengst fyrr en seinna. Heimurinn í dag er búinn að taka af manni alla þolinmæði. :lol: :lol:


Ég á ónotað Amplifi ofan í skúffu hjá mér ef þú hefur áhuga. Getur fengið það mun ódýrara en auglýst er í linknum hér að ofan.
Það var keypt í Elkjop í noregi fyrir nokkrum mánuðum en var aldrei notað, kaupandann vantaði bara fleiri loftnet til að bæta við í núverandi setup hjá sér en fattaði ekki að það er ekki hægt að nota loftnetin sem eru í svona pakka því þau eru harðkóðuð við routerinn sem fylgir í pakkanum. Þetta var því tekið upp, kveikt á því og svo stungið ofan í kassann aftur. Ætlaði einmitt að fara að auglýsa það til sölu en ef þú hefur áhuga hentu þá á mig DM og ég get gefið þér gott verð í þetta og þú nettengs jafnvel strax í dag :)




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf Sam » Þri 17. Ágú 2021 18:17

Sama netkort og í Kísildal nema það er til á lager https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 451.action




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf jonfr1900 » Þri 17. Ágú 2021 19:18

Það væri einfaldara fyrir þig að senda internetið yfir rafmagnið. Þar sem þú kemur ekki snúru á milli. Þú mundir einnig lenda í vandræðum með þráðlausa traffík frá nágrönnum. Þar sem væntanlega eru flestar WiFi rásir uppteknar í nágrenni við þig.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf Moldvarpan » Þri 17. Ágú 2021 23:28

Er ekki búið að draga rj 45 kapal í dósirnar í íbúðinni??
Það á að vera þannig í öllum nýjum íbúðum.




Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging varðandi ljósleiðara router + endurvarpa + wifi kort í PC.

Pósturaf SneezeGuard » Mið 18. Ágú 2021 13:10

Moldvarpan skrifaði:Er ekki búið að draga rj 45 kapal í dósirnar í íbúðinni??
Það á að vera þannig í öllum nýjum íbúðum.


Ég veit ekki hvort það sé búið að draga nýja kapla, en blokkin var byggð árið 1973.

Ég þáði boðið hjá ElíasB og ætla að sjá hvernig routerinn kemur út. Læt vita þegar ég er kominn með þetta í hendurnar og búinn að setja upp.