Sælir
Er að vesenast í internetmálum í húsi sem við vorum að kaupa. Þannig standa mál að ljósleiðaraboxið er í bílskúrnum og þráðlaust samband í íbúðina afar slæmt (þykkir steypptir veggir á milli). Er með nokkuð magn af gömlum coax rörum sem ég hafði hugsað mér að draga netkapal í til þess að koma routernum inn í íbúð. Skilst að fólk sé að stilla upp swtich til þess að hoppa með snúrur út um hús en er heldur grænn í þessum málum. Þekkir einhver til sniðugra lausna í þessum málum?
Dró cat6 kapal um coax rör frá töflu (í bílskúr) og inn í stofu en kapallinn virkar ekki. Það er heldur kröpp beygja á rörinu og stíft að draga í það, datt í hug hvort kapallinn hafi skemmst þegar hann var dreginn í - eru cat6 ídráttarkaplar viðkvæmari en venjulegar cat5 netsnúrur? Sá á eldri þráðum umræðu um að það gæti verið mikil kúnst að tengja tengi á cat6 ídráttarkapal, einhver með heilræði í slíku verkefni?
Skilst svo á Gagnaveitunni að ekki sé hægt að tengja cat6 kapal í ljósleiðarabox, það þurfi að vera cat5 kapall en taldi nokkuð víst að það skipti ekki máli hvort væri notað.
Öll ráð vel þegin.
Vesen með að draga netkapal í rör
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
ZonnicSo skrifaði:Skilst svo á Gagnaveitunni að ekki sé hægt að tengja cat6 kapal í ljósleiðarabox, það þurfi að vera cat5 kapall en taldi nokkuð víst að það skipti ekki máli hvort væri notað.Öll ráð vel þegin.
Rétt hjá þér. Sennilega hefur kapallinn orðið fyrir hnjaski - tengin geta líka verið vandamálið. Þú getur alltaf dregið hann úr til að yfirfara kapalinn og bundið spotta við hann svo þú hafir spotta í rörinu.
Stundum þarf feiti og alls ekki verra ef hægt er að draga hann og lempa samtímis - þá einn maður (eða kona) á sitthvorum endanum einn að ýta og einn að toga.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
ZonnicSo skrifaði:Skilst svo á Gagnaveitunni að ekki sé hægt að tengja cat6 kapal í ljósleiðarabox, það þurfi að vera cat5 kapall en taldi nokkuð víst að það skipti ekki máli hvort væri notað.
Algjörlega rangt. Cat-6 kapall ætti að virka.
Áttu töng til þess að klemma RJ45 tengi? Er líka hægt að fá tengi sem þarf ekki töng fyrir.
Síðast breytt af Hausinn á Mán 09. Ágú 2021 15:03, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 10
- Skráði sig: Þri 12. Feb 2019 15:27
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Er með töng til að klemma, virðist samt ganga erfiðlega að koma RJ45 tenginu í gagnaveituboxið (passar illa) en smellur í routerinn. Er einhver kúnst við að tengja svona tengið á kapalinn annað en að pressa vírana vel í tengið og passa að þeir fari allir á sinn stað?
-
- Nörd
- Póstar: 127
- Skráði sig: Þri 01. Sep 2020 21:58
- Reputation: 16
- Staðsetning: Selfoss
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Það eru líka til mælar sem mæla hvort tengingin sé í lagi. S.s athugar pörin.
- Viðhengi
-
- 5078B486-99B0-4475-AD54-AFFBFB8A8C9D.jpeg (455.97 KiB) Skoðað 2527 sinnum
CPU: AMD Ryzen 5 3600 /
MB: MSI Z690 Tomahawk /
GPU: Hellhound AMD Radeon RX 7700 XT /
Display:32" Oddisey 240Hz Qled /
Case: Mastercase SL600M black /
PSU: Seasonic focus plus 750 gold /
RAM: Trident Z 32GB 3600mhz CL16 /
Storage: 1TB Cardea zero /
Cooling: Be quiet - Dark rock pro 4
MB: MSI Z690 Tomahawk /
GPU: Hellhound AMD Radeon RX 7700 XT /
Display:32" Oddisey 240Hz Qled /
Case: Mastercase SL600M black /
PSU: Seasonic focus plus 750 gold /
RAM: Trident Z 32GB 3600mhz CL16 /
Storage: 1TB Cardea zero /
Cooling: Be quiet - Dark rock pro 4
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Ef þú ætlar að draga margar snúrur og tengja mikið gæti svona græja verið hjálpleg:
https://www.oreind.is/product/lan-tester-68856/
Ég fékk mér svona þegar ég var í svipuðu brasi.
edit: great minds!
https://www.oreind.is/product/lan-tester-68856/
Ég fékk mér svona þegar ég var í svipuðu brasi.
edit: great minds!
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Ég myndi mæla með að þú settir fasta tengla, ekki kubb á vírana. Setja svo stuttar verksmiðjuframleiddar snúrur úr tengli í ljósleiðarabox annars vegar og úr tengli í router hins vegar.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2850
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Ég er búinn að gera þetta við bæði íbúðirnar og núna húsið mitt, það er algjörlega nauðsynlegt að mæla alla kapla með mæli eins og Gislos bendir á...
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Hef heyrt frá rafvirkjum að cat6 sé algjört drasl, þola ekki neitt annað en að vera þráðbeinir.
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
BudIcer skrifaði:Hef heyrt frá rafvirkjum að cat6 sé algjört drasl, þola ekki neitt annað en að vera þráðbeinir.
Það er nú bara mesta kjaftæði.
Ekkert að Cat6 en Cat5e en meira en nóg fyrir mest alla notkun í dag inn á heimilum.
Kv rafvirki.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
BudIcer skrifaði:Hef heyrt frá rafvirkjum að cat6 sé algjört drasl, þola ekki neitt annað en að vera þráðbeinir.
Ég hef verið að draga CAT6 hjá mér útum allt, sveigjur og þröngar beygjur og allt svínvirkað. Hef ekki tekið eftir muni á milli cat5 og cat6.
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Kannski rétt að nefna það líka að við heimilisaðstæður eru mýmörg dæmi um að menn nái 10Gbps yfir cat5e
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Ef þú átt fjölmæli og hefur ekki aðgang að cat kapla tester þá geturu prófað að tengja saman pörin á öðrum enda og mæla leiðnina í þeim á hinum endanum með fjölmælinum.
common sense is not so common.
Re: Vesen með að draga netkapal í rör
Gislinn skrifaði:Ef þú átt fjölmæli og hefur ekki aðgang að cat kapla tester þá geturu prófað að tengja saman pörin á öðrum enda og mæla leiðnina í þeim á hinum endanum með fjölmælinum.
Það er mjög sniðugt. Hefði sjálfur ekki fattað að gera þetta.