Netlausn milli tveggja herbergja


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Selurinn » Fim 20. Maí 2021 11:21

Sælir,

Er á 3ju hæð og þarf að koma neti inn í annað herbergi frá router sem er sirka 15-20 metrum frá. Tölvurnar sem þarf að nettengja eru ekki með wifi svo þær verða að tengjast með ethernet köplum.

Það er ekki möguleiki að draga netkapal á milli herbergjanna svo ég var að forvitnast hvað sé besta lausnin í þessu tilviki.

Net yfir rafmagn? Litist alveg vel á þessa hugmynd en skilst þetta getur verið happ og glapp hvort það virki á annað borð eða ekki. Ef þetta er besti kosturinn hvaða búnað mynduð þið mæla með?

Svo skilst mér að það sé til svona þráðlaust dæmi sem hægt er að planta í hinu herberginu og útfrá því apparati komi út netkapals tengi. Er alveg tilbúinn að skoða þráðlaust en tölvurnar notast aðallega við tölvuleiki og er soldið smeykur að packet loss verði mögulega eitthvað vandamál ef farið er þá leið.

Thoughts?




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf kjartanbj » Fim 20. Maí 2021 11:31

Kaupa WiFi adapter í vélarnar?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Dropi » Fim 20. Maí 2021 11:40

Ég hef ekki reynslu af ethernet yfir rafmagn, en þekki vel til í þráðlausu og svo lengi sem þú kaupir góða wifi senda og góðan móttakara í tölvuna þá ertu með mjög gott setup. Aðal vandamálið er í blokkum hér hvað steypan getur verið helvíti þykk og mikið járn í henni. Ég setti Ubiquiti sendi á ganginn beint fyrir utan skrifstofuna mína og tölvan þarf að vera ekki meira en svona 3-4 metra frá honum hinumegin við þennan þykka vegg annars blokkast allt. Ekkert pakkatap, en ég þurfti að leggja undir listunum og í gegnum nokkra steypta veggi ásamt einum hurðarkarmi fyrir wifi sendinum.

Edit: hef notað þennan í nokkur ár (https://www.coolshop.is/vara/asus-pce-a ... er/AJ38G2/), en þegar ég er búinn að gera íbúðina upp og draga fleiri kapla ætla ég að fara aftur í ethernet til að ná öllum þessum nethraða sem ég er að borga fyrir

Mynd: https://i.imgur.com/xMWSDPl.jpg
Síðast breytt af Dropi á Fim 20. Maí 2021 11:45, breytt samtals 2 sinnum.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Konig
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 10. Okt 2002 20:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Konig » Fim 20. Maí 2021 23:31

Besta beintengingin í þessu tilviki væri að draga ljósleiðara með raflögnum og vera með SFP breytur sem breyta ljósinu í ethernet. Þetta er vinna en alveg gerlegt :megasmile



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf appel » Fös 21. Maí 2021 00:07

Sennilega ódýrasta, fljótlegasta og einfaldasta lausnin að prófa wifi myndi ég segja. Ef það virkar ekki fyrir þig geturu skoðað annað, lítil fjárfesting svona 10 þús kall miðað við að reyna koma einhverjum þræði inn í þessi herbergi.


*-*

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Lexxinn » Fös 21. Maí 2021 01:10

Keypti svona í Kísildalnum um daginn fyrir eina borðtölvu sem var ekki með möguleika á CAT snúru, hef því miður ekki enn tengt bluetooth snúruna. Tengist við þennan sem ég fékk einnig í Kísildal til að spara mér leigu á router. Búinn að vera á þessu setupi síðan í byrjun Apríl og ég gæti ekki verið sáttari hingað til. Hef reyndar ekkert verið að spila neina tölvuleiki svo ekkert látið reina á neitt ping

Hérna eru niðurstöður úr 3 testum sem ég gerði rétt í þessu:
1: Lokuð hurð + loftnetið var dottið niður og lá bakvið bassakeiluna hjá mér (keila á milli routers og loftnets)
2: Opin hurð + loftnetið komið upp á keiluna
3: Lokuð hurð + loftnetið uppi á keilunni
Mynd

Ég hef ekki nógu góða reynslu af "net-yfir-rafmagn" valmöguleikanum. Einnig galli við þann valmöguleika er að það þarf að fara beint í socket, ekki aukagrein eða í fjöltengi - algjört happa og glappa dæmi sem er bara vesen.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Dropi » Fös 21. Maí 2021 08:55

Konig skrifaði:Besta beintengingin í þessu tilviki væri að draga ljósleiðara með raflögnum og vera með SFP breytur sem breyta ljósinu í ethernet. Þetta er vinna en alveg gerlegt :megasmile

Ég er að fara að leggja nýtt rafmagn í rörin til að bæta við jarðvír, þetta er geggjuð ábending... var búinn að gefast upp á fiber en þetta gæti verið eitthvað.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Tbot » Fös 21. Maí 2021 10:22

Dropi skrifaði:Ég hef ekki reynslu af ethernet yfir rafmagn, en þekki vel til í þráðlausu og svo lengi sem þú kaupir góða wifi senda og góðan móttakara í tölvuna þá ertu með mjög gott setup. Aðal vandamálið er í blokkum hér hvað steypan getur verið helvíti þykk og mikið járn í henni. Ég setti Ubiquiti sendi á ganginn beint fyrir utan skrifstofuna mína og tölvan þarf að vera ekki meira en svona 3-4 metra frá honum hinumegin við þennan þykka vegg annars blokkast allt. Ekkert pakkatap, en ég þurfti að leggja undir listunum og í gegnum nokkra steypta veggi ásamt einum hurðarkarmi fyrir wifi sendinum.

Edit: hef notað þennan í nokkur ár (https://www.coolshop.is/vara/asus-pce-a ... er/AJ38G2/), en þegar ég er búinn að gera íbúðina upp og draga fleiri kapla ætla ég að fara aftur í ethernet til að ná öllum þessum nethraða sem ég er að borga fyrir

Mynd: https://i.imgur.com/xMWSDPl.jpg


Svona smá ábending, þá er það ekki steinsteypan sem hefur áhrif á þráðlausu merkin, heldur er það járnbendingin í veggjunum sem sér um það.
Allt járnið á að vera spennujafnað (jarðbundið) í gegnum sökkulskautin.




Konig
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 10. Okt 2002 20:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Netlausn milli tveggja herbergja

Pósturaf Konig » Fös 21. Maí 2021 10:33

Dropi skrifaði:
Konig skrifaði:Besta beintengingin í þessu tilviki væri að draga ljósleiðara með raflögnum og vera með SFP breytur sem breyta ljósinu í ethernet. Þetta er vinna en alveg gerlegt :megasmile

Ég er að fara að leggja nýtt rafmagn í rörin til að bæta við jarðvír, þetta er geggjuð ábending... var búinn að gefast upp á fiber en þetta gæti verið eitthvað.


Já þetta þrusu virkar, hef gert þetta talsvert í húsum og íbúðum sem ekki eru með smáspennu.