Efitir 11 daga bið eftir tengingu poppaði þetta inn hjá mér og þá varð hátíð á bæ. Þegar ég fer að prufa að ná í eitthvað frá útlöndum var ég að ná í skrár á um 50-60kb/sec frá USA. En u.þ.b. 10-30 frá Evrópu. Þessi hraði var nokkuð ásættanlegur af því að þetta er utanlandsdownload og frekar er ég til í að borga ekki krónu fyrir það frekar en morðfjár.
Innanlandsdownload er bara "djók". Ég er að ná í skrár innanlands á um 800-950kb/sec sem samsvarar hraðanum sem ég var að fá á gömlu 8mbit ADSL tengingunni hjá Línu.net. Það má til gamans geta að ég var að dowload frá útlöndum frá Línu.net var um 800-950kb/sec.
Núna, einum mánuði seinna og sennilega hafa nokkrir viðskiptavinir skráð sig hjá hive í millitíðinni er ég að fá u.þ.b. 15-20kb/sec frá USA og u.þ.b. 5-10kb/sec til Evrópu. Þessi hraði er að öllu leiti óásættanlegur fyrir mig sem er að borga fyrir 20mbit á sec en félagi minn sem er með 8mbit frá sama þjónustuaðila er að fá nákvæmlega sama hraða.
Rétt úr þessu hringdi ég í þá og spurði hvort að það væri langt í að þeir stækkuðu tenginguna sína við útlönd og þeir sögðu við mig um 2-3 vikur. Þessi stækking á tengingunni á sennilega eftir að framkalla einhverja hraðaaukningu en hvað með evrópu? Hive.is að minni bestu kunnáttu (leiðréttið mig ef ég hef ekki rétt fyrir mér) notast við utanlandsgátt í gegnum Cantat-3 sæstrenginn og þar af leiðandi ef ég ætla að nálgast eitthvað efni frá evrópu þá fer það í gegnum bandaríkin fyrst sem skapar fjöldann allann af extra hoppum.
Varðandi innanlandshraðann, þá er ég búinn að hringja margoft í þá og spurja þá af hverju þetta sé svona og ég er búinn að keyra hraðatest sem er hýst á kerfi línu net sem er sama kerfi og hive.is notast við og á hraðatesti http://speed.linanet.is er ég að fá um 800-900kb/sec. Af hverju er ég ekki að fá réttann hraða miðað við 20mbit tengingu innan kerfis hjá línu.net?
En samt svona í alvöru talað. Ég er ekkert bitur!

kv.
./olibuijr