Veit einhver hver er hugsanleg ástæða fyrir því að mikið af þráðlausum búnaði nær ekki að nota allar WiFi rásir sem eru í boði í Evrópu. Ég hef oft lent því að WiFi búnaður sem ég er með getur ekki notað 2,4Ghz rásinar 12 og 13 sem eru leyfðar í Evrópu. Einnig sem að hærri rásir á 5Ghz virðast ekki koma inn á mörgum búnaði. Þetta eru 5Ghz rásir frá 108 og ofar stundum. Ég veit að mikið af þessum búnaði er stilltur í hugbúnaði og því ætti þetta ekki að vera vandamál. Síðan hef ég einnig rekst á í nýrri Huawei 4G routernum er ekki hægt að nota stóran hluta af 2,4Ghz bandinu sem er mjög skrítin tilhögun.
2,4Ghz rásir* eru 1 til 13.
5Ghz rásir* eru 36 - 48, 52 - 64, 100 - 161, 165 - 173
*Í 20Mhz uppsetningu.
Þráðlaus búnaður og WiFi rásir
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Tengdur
Re: Þráðlaus búnaður og WiFi rásir
Oft er sami hugbúnaður og vélbúnaður notaður fyrir mismunandi markaðssvæði (t.d. BNA og ESB) og eingöngu breytt um umbúðir/rafmagnskló.
Það fer því eftir minnsta samnefnara milli þessara svæða hvaða rásir eru opnar.
Það fer því eftir minnsta samnefnara milli þessara svæða hvaða rásir eru opnar.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður og WiFi rásir
arons4 skrifaði:Oftast hægt að stilla region inní access punktum og þessháttar.
Þetta er mikið vandamál í notendabúnaði. Símum, IPTV Boxum (Mi Box 4K) og fleira sem dæmi. Jafnvel sjónvörpum grunar mig.